Mánudagur 17.02.2014 - 13:53 - 12 ummæli

Veldu nafn á nýja stofnun!

Við höfum sett drög að  þremur lagafrumvörpum á vefinn til umsagnar í dag.  Fyrsta frumvarpið lýtur að skipulagi þeirrar stjórnsýslu sem lögð er til að gildi á sviði jafnréttismála. Gert er ráð fyrir að ein stofnun annist stjórnsýslu á þessu sviði þannig að Jafnréttisstofa, Fjölmenningarsetur og Réttindagæsla fatlaðs fólks sameinist í nýja stofnun.   Annað frumvarpið fjallar um jafna meðferð óháð kynþætti eða þjóðernisuppruna, og þriðja frumvarpið um jafna meðferð á vinnumarkaði.

Nú kemur að þér!  Við viljum bæði fá umsagnir frá þér um efni frumvarpanna og nafn á nýju stofnunni. Þau nöfn sem nefnd hafa verið í þessu samhengi eru:

  • Jafnréttisstofnun,
  • Mannréttindastofa,
  • Umboðsmaður jafnréttismála,

Aðrar hugmyndir eru eru einnig vel þegnar.

Frestur til að skila umsögnum um frumvörpin rennur út 28. febrúar næstkomandi.

Umsagnir skal senda ráðuneytinu á póstfangið postur@vel.is. Í efnislínu þarf að standa: ,,Umsögn um frumvörp tengd jafnrétti.“

Óskanafnið á nýrri stofnun geturðu sent í tölvupósti á postur@vel.is eða með því að setja inn athugasemd við þessa bloggfærslu.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (12)

  • Ingi Gunnar Jóhannsson

    Finnst þetta hljóti að eiga að heita heita JAFNRÉTTINDASTOFA.

    Svo mætti líka hugsa sér „Ekki-skilinn-útundan-þótt-þú sért ekki-í- Framsóknar-eða-Sjálfstæðisflokki-Stofnunin“.

    Eða „Ekki-bara-séra-Jóns-stofnunin“.

    En hvernig væri að þú Eygló bentir nú Hönnu Bananas á að til standi að gera alla jafna að lögum, og hafa sérstaka stofnun fyrir það, líka fyrir útlenska negra sem sækja um hæli hérlendis?

  • Ef þessi stofnun mun starfa í sama anda og Mannréttindaskrifstofa Reykjavíkur, þá væri eðlilegast að kalla hana Femínistastofu.

  • Eftirlit og Yfirumsjón Gegn Leyndu Óréttlæti. Svo máttu skammstafa þetta eins og þú vilt.

  • Sverrir Kr. Bjarnason

    Mannréttindastofa

  • Bananalýðheilsustöð

  • Halda menn virkilega að leiðin til jafnaðar og jafnréttis sé að færa ákveðnum hópum aukin réttindi umfram aðra eins og til stendur í þessum frumvörpum?

  • Ólína Þorvarðardóttir

    Ég legg til að þessi nýja stofnun fá heitið

    Mannhelgi – stofnun um jafnréttismál.

    Í daglegu tali yrði stofnunin kölluð „mannhelgi“ eða „mannhelgistofnunin“ – en ég tel að það að gera orðið „mannhelgi“ að viðteknu orði í daglegu tali geti orðið til góðs og vakið fólk til umhugsunar um raunverulega þýðingu þess.

    Orðið „mannhelgi“ er heitið sem Jónsbók hin gamla notaði yfir mannréttindi, þar gaf að líta sérstakan Mannhelgikafla. Þetta er afar fallegt orð sem hefur dýpri merkingu en mannréttindi og vísar til þess að alla menn og mannfélagið sem slíkt beri göfgi sem skuli virða.

    Orðið „helgi“ vísar líka til þess að tilttekinn staður sé friðaður fyrir utanaðkomandi áreiti, tildæmis er talað um „þinghelgi“ sem vísar til þess að þing skuli hafa starfsfrið – hér áður og fyrr var talað um helgi innan vébanda, sem í raun þýðir það saman, nema því tilvik var átt við vopnleysi á þingum.

  • Mannréttindastofa er það nafn sem nær hvað best yfir starfsemi fyrirhugaðrar stofnunar. En svo er annað sem þú þarft að skoða vandlega, sem getur verið vandamál fyrir þig þar sem þú ert Framsóknarmaður.

    Þessi stofnun getur ekki verið á Akureyri, en þangað sendi Framsóknarráðherrann Páll Pétursson Jafnréttisstofu á sínum tíma. Meirihluti fatlaðra og fólks af erlendum uppruna býr á höfuðborgarsvæðinu, og það er ekki hægt að bjóða því upp á að eina þjónustan sem það geti fengið sé í gegnum síma til Akureyrar. Ef þessi stofnun á að vera alvöru þarf hún að vera þar sem fólkið er.

  • Sting upp á „Mannréttindamiðstöð Íslands“.

  • Ef þessi stofnun á að starfa í anda Íhalds & Framsóknar þá koma hugtökin „Svik & lygar“ upp í hugann .

  • Páll Lúðvík Einarsson

    Eygló.

    Þjóð sem getur ekki kosið um aðildarumsókn hefur varla þroska til velja nöfn á stofnanir stjórnvalda. Framsóknarmenn eiga sjá um þetta einir. Þeir ákveða fyrir hinna. Það þarf ekkert val.

  • Mér finnst furðulegt að málefnaleg og kurteisisleg ummæli mín skuli enn bíða samþykktar, þó að önnur ummæli hafi verið samþykkt í millitíðinni. Hvað veldur?

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af einum og fjórum? Svar:

Höfundur

Eygló Harðardóttir
og lífið eftir pólitík.
RSS straumur: RSS straumur