Þriðjudagur 05.05.2015 - 12:35 - 2 ummæli

Kvikmyndir og konur

Í tengslum við síðustu Eddu, uppskeruhátíð kvikmyndagerðafólks á Íslandi, kom fram að engin kona var leikstjóri, handritshöfundur, kvikmyndatökumaður eða höfundur tónlistar í kvikmynd í fullri lengd árið 2014.

Þetta endurspeglar ekki aðeins stöðu kvenna í kvikmyndagerð hér á landi heldur víða annars staðar.

Kynjahallinn verður til dæmis sláandi þegar Bechdel prófinu er beitt á kvikmyndir.  Það spyr einfaldlega hvort til staðar séu allavega tvær konur sem eiga samtal við hvor aðra um eitthvað annað en karl.  Stundum er bætt við að konurnar verða að hafa nafn.

bechdel_test

Talið er að nær helmingur allra nútíma kvikmynda falli á þessu einfalda prófi.

Þar á meðal öll Hringadróttinssaga Peter Jackson ( og bækurnar sjálfar) og upprunalegu Star Wars myndirnar.

Hversu margar af íslensku kvikmyndunum myndu ná þessu prófi?

PS Athugið að athugasemdir eru samþykktar inn og það getur dregist. Það er einnig hægt að gerast Facebook vinur minn og skilja eftir ummæli, eða „follow“ Twitter síðu mína.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (2)

  • Úff!

    Áhyggjuefnin eru mörg.

    Væri ekki langbest að búa bara til þjóðfélag þar sem öllu er stýrt?

  • Helga Þórey Jónsdóttir bókmenntafræðingur hefur verið að rannsaka þetta og hélt m.a. fyrirlestur um rannsókn sína undir yfirskriftinni:
    Bechdel-próf og strympulögmál: Hvaða ljósi varpa nýjar greiningarleiðir á stöðu kynjanna í íslenskum kvikmyndum
    Vonandi kemur þetta að gagni.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af þremur og átta? Svar:

Höfundur

Eygló Harðardóttir
og lífið eftir pólitík.
RSS straumur: RSS straumur