Föstudagur 29.05.2015 - 16:57 - 5 ummæli

Risaskref í húsnæðismálum

Afar ánægjuleg tímamót urðu í dag þegar ríkisstjórnin samþykkti ráðstafanir sínar í tengslum við gerð kjarasamninga á almennum vinnumarkaði.  Með þeim er risaskref tekið í húsnæðismálum á Íslandi, raunar stærsta skref sem stigið hefur verið í mörg ár.  Málið hefur verið ítarlega unnið og undirbúið í velferðarráðuneytinu, í mjög nánu samráði við aðila vinnumarkaðarins og Samband íslenskra sveitarfélaga og er nauðsynlegt og gott innlegg við gerð kjarasamninga.

Nýtt félagslegt leiguíbúðakerfi verður myndað með áherslum á verulega fjölgun ódýrra og hagkvæmra íbúða sem tryggja tekjulægri fjölskyldum og einstaklingum leiguhúsnæði til lengri tíma.  Kerfið verður fjármagnað með stofnframlagi frá ríki og sveitarfélögum og beinum vaxtaniðurgreiðslum sem nemur um 30% af stofnkostnaði. Þetta þýðir í reynd að leiga tekjulágs einstaklings verða ekki nema 20 – 25% af tekjum og er óþarfi að tíunda hversu mikil áhrif þetta hefur á leigumarkaðinn.  Fram til ársins 2019 verða byggðar um 2.300 félagslegar leiguíbúðir, eða allt að 600 á ári frá og með næsta ári og eftir það verður skoðað ítarlega hver þörfin verður. Áhersla verður lögð á hóflega stórar íbúðir, blandaða byggð og að kostnaður við byggingu húsnæðisins verði með sem hagkvæmustum hætti.  Jafnframt verður stuðlað að meira framboði og lægri leigu á almennum leigumarkaði með því að breyta skattlagningu leigutekna hjá einstaklingum. Með þessum aðgerðum getum við sagt að við náum þeim markmiðum sem ég hef stefnt að; að tryggja raunhæfan valkost á húsnæðismarkaði þar sem efnahagur er ekki lykilatriði, en öruggt húsnæði fyrir alla er í fyrirrúmi.

Ég hef líka lagt á það áherslu að hækka húsnæðisbætur. Það verður nú að veruleika á árunum 2016 og 2017 þegar ekki aðeins grunnfjárhæðin verður hækkuð ásamt frítekjumarkinu, heldur munu bætur miðast við hversu margir eru í heimili. Hækkun húsnæðisbóta mun styrkja verulega stöðu efnaminni leigjenda á markaði og jafna stöðu leigjenda og eigenda að íbúðarhúsnæði, um það er ekki nokkur vafi.

Einn er sá þáttur sem aldrei má vanmeta í þessu sambandi, en það er hvernig hægt er að aðstoða fyrstu kaupendur á húsnæðismarkaði. Á þessu er tekið með afgerandi hætti í tillögunum, því ákveðið hlutfall af tekjum í ákveðinn tíma verður hægt að nota skattfrjálst til fyrstu íbúðakaupa. Sett verða sérstök lög um fasteignalán og lánveitendur fá svigrúm til að horfa til fleiri þátta en eingöngu hver niðurstaða greiðslumatsins er.

Hálf öld er nú frá því að stór skref voru stigin í tengslum við kjarasamninga þar sem húsnæðismálin spiluðu jafn stórt hlutverk og nú.  Árið 1965 var uppbygging nýs hverfis tengd kjarsamningum; það var Breiðholtið. Fyrst Neðra-Breiðholt og síðar Fella- og Hólahverfi. Það var stórt skref.  Nú er tekið risaskref til framtíðar með nýju félagslegu kerfi, gríðarlegri uppbyggingu, stöðugleika á leigumarkaði og löngu tímabæru réttlæti fyrir hina efnaminni.

Framtíðin byrjar núna.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (5)

  • kristinn geir st. briem

    hvernig á að fjármagna þettað. hvað fór breiðholt oft á hausin það er senilega auka atriði. vonandi vitiðið þið hvað þið eruð að gera. ég skil l hvorki skattapakki né húsnæðispakkan.því miður hvernig getið þið farið húsnæðismálin þegar stjórnarflokkarnir koma sér ekki saman um þau í dag stundum efast ég um hvort sjálfstæðisflokkurin viti hvað húsnæðismál er. um skattapakkan. sinist mér að lágtékjufólk og örirkjar borgi þann brúsa ef marka má bjarna en þeir hafa breið bök og þekkja þúngar byrðar

  • En og aftur á ad láta skattgreidendur greida lifi kostnad sumra. Thetta er ekki bodleg rádstöfun skatttekna – ad nidurgreida. Fasteignir eru markadsvara og kostnadurinn vid thær hverfur ekki hann færist bara til og allir hinir tapa nema sem njóta. Já thad er audvelt ad gera gódverk med annarra fé.

  • Þegar sonur minn ætlaði að gera tilboð í íbúð og nýta séreignasparnaðinn sinn í útborgun kom í ljós að hann mætti aðeins nýta hluta af honum, aðeins það sem safnast hefði á ákveðnu tímabili. og það dugar ekki til neins, hann er ekki hátekjumaður.

    Er þarna verið að breyta einhverju þannig að hann geti nýtt meira af séreignasparnaðinum sínum í íbúðarkaup, eða er bara óbreytt ástand frá því sem var ákveðið í skuldaleiðréttingunni?

    Þú átt hrós skilið Eygló, þú hefur staðið þig vel. Þú tókst við húsnæðismálunum í tómu tjóni. Líklega er vandinn enn stærri en þið áætlið en þetta eru stór skref til bóta.

  • Borgar Bui

    Hvað með verðbólguna?! Rýkur hún ekki upp þegar 2.300 íbúðir verða byggðar á 3 árum?

    Hvar á að á setja þessar íbúðir niður?

    Eiga þetta að vera blokkir – gettó þar sem fátækasta fólki landsins er hrúgað saman með tilheyrandi vandamálum?

    Hvernig verður eftirliti með byggingaraðilanum háð?

    Engri af þessum spurningum hefur verið svarað en skipta algerlega höfuðmáli.

  • Borgar Bui

    Vonandi verða framkmdirnar ekki á sama embttismanna „hraða“ og samþykki

    ummæla !!!!

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af sjö og fjórum? Svar:

Höfundur

Eygló Harðardóttir
og lífið eftir pólitík.
RSS straumur: RSS straumur