Miðvikudagur 10.06.2015 - 12:08 - 3 ummæli

Bætum stöðu leigjenda

Frumvarp mitt um húsnæðisbætur hefur verið lagt fram á Alþingi.  Því er ætlað að mæta breyttum veruleika íslenskra heimila.   Kostnaður fólks á leigumarkaði vegna húsaskjóls sem hlutfall af tekjum hefur hækkað verulega síðustu ár á meðan húsnæðiskostnaður fólks sem býr í eigin húsnæði hefur lækkað.  Á sama tíma hefur leigjendum fjölgað verulega.  Árið 2007 bjuggu rúm 15% fjölskyldna í leiguhúsnæði en árið 2013 var hlutfallið komið í tæp 25%.  Staða þeirra er einnig mun erfiðari, en samkvæmt lífskjararannsókn Hagstofunnar árið 2013 voru rúm 22% leigjenda á almennum markaði undir lágtekjumörkum í samanburði við tæp 6% fjölskyldna í eigin húsnæði, sem sést hvað best í að meirihluti skjólstæðinga Umboðsmanns skuldara býr í leiguhúsnæði í dag.

Þessu hafa stjórnvöld og aðilar vinnumarkaðarins lagt áherslu á að bæta úr í tengslum við kjarasamninga á almennum vinnumarkaði, með því að auka stuðninginn við efnaminni fjölskyldur og einstaklinga og jafna opinberan húsnæðisstuðning til að skapa fólki raunverulegt val á milli ólíkra búsetuforma, þ.e. eignaríbúða, leiguíbúða eða búsetuíbúða.

Fyrsta skrefið verður nýtt húsnæðisbótakerfi.

Á meðfylgjandi töflu má sjá samanburð á grunnfjárhæðum húsaleigubóta og vaxtabóta í  núgildandi kerfi og dálknum lengst til hægri hverjar bætur til leigjenda verða í nýju húsnæðisbótakerfi.

Húsaleigubætur Vaxtabætur Húsnæðisbætur
Grunnfjárhæðir Á ári Á mánuði Á ári Á mánuði Á ári Á mánuði
Einhleypur 264.000 22.000 400.000 33.333 372.000 31.000
Einstætt foreldri 1 barn 432.000 36.000 500.000 41.667 446.400 37.200
Einstætt foreldri 2 börn 534.000 44.500 500.000 41.667 539.400 44.950
Einstætt foreldri 3 börn 600.000 50.000 500.000 41.667 613.800 51.150
Barnlaus hjón 264.000 22.000 600.000 50.000 446.400 37.200
Hjón 1 barn 432.000 36.000 600.000 50.000 539.400 44.950
Hjón 2 börn 534.000 44.500 600.000 50.000 613.800 51.150
Hjón 3 börn 600.000 50.000 600.000 50.000 651.000 54.250

Þannig tryggjum við sanngirni á íslenskum húsnæðismarkaði.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (3)

  • Halldór Gunnarsson

    þetta lítur ágætlega út fyrir leigjendur Eygló en ég er með eina spurningu.
    Einstætt foreldri sem er ekki með löghemili barna sinna hjá sér en börnin dvelja jafnt hjá báðum foreldrum lenda þeir í barnlausa hópnum.

  • kristinn geir st. briem

    höfuðverkur. en gangi þér vel með frumvarpið. vonandi kemst bjarni ekki í það það ráðuneiti hefur sínt það að það gétur ekki reiknað nema skatta á láglaunafólks. örirkja og ellilíferisþega. hefur ekki tíma í annað. hver skildi nú borga 60% af launum bjarna. eflaust er hann á of háum launum fyrir fjármálaneitið

  • Jenný Anna

    Ó Eygló, orð eru orð, töflur eru töflur, en enn bíð ég eftir að innihald taflnanna verði að veruleika.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af fimm og þremur? Svar:

Höfundur

Eygló Harðardóttir
og lífið eftir pólitík.
RSS straumur: RSS straumur