Fimmtudagur 18.02.2016 - 09:16 - 2 ummæli

Sigrúnarhús?

Í tillögum að breytingum á byggingarreglugerð sem Sigrún Magnúsdóttir, umhverfisráðherra kynnti nýlega má finna fjölmargar nýjungar.  Markmið breytinganna er að lækka byggingarkostnað vegna íbúða sem er í samræmi við samþykkt ríkisstjórnar um aðgerðir á sviði húsnæðismála.

Ein af nýjungunum er að fjölga á minniháttar framkvæmdum sem verða undanþegnar byggingarleyfi, enda séu þær í samræmi við deiliskipulag. Þar undir myndu t.d. falla lítil hús á lóð sem geta að flatarmáli verið að hámarki 25m2.  Húsin getur verið gestahús, bílskúr, vinnustofa o.þ.h.  Samkvæmt tillögunni eru ákvæði um að fjarlægð frá glugga eða hurð húss, svo og frá útvegg timburhúss.  Mesta hæð þaks má vera 3 m og skal hönnunin uppfylla kröfur til íbúðarhúsnæðis eftir því sem við á. Aðeins þarf að tilkynna fyrirhugaða framkvæmd til sveitarfélagsins og leggja fram hönnunargögn áður en framkvæmdir hefjast.  Ef sveitarfélagið gerir ekki athugasemdir innan 21 dags er hægt að hefja framkvæmdir.

Attefallshus_Dreams_Coffee_AB

Lítil hús á borð við þessi hafa einnig verið nýtt með ágætum árangri víða til að þétta byggð og bregðast við breyttu fjölskyldumynstri og öldrun þjóða.  Þannig geta húsin nýst sem litlar íbúðir fyrir háskólanemann á heimilinu sem vill smá fjarlægð frá foreldrunum eða til útleigu þegar barnið flytur að heiman. Í Bandaríkjunum hafa þessi hús stundum verið kölluð „granny pods“ þar sem aldraðir ættingjar búa sjálfstætt en njóta um leið nálægðar við fjölskyldu sínar.

Granny_pods

 

planritning-attefallshus-med-loft

 

Í Svíþjóð eru sambærileg hús kölluð Attefallshús í höfuð á Stefan Attefall sem var þá húsnæðismálaráðherra þegar húsin voru leyfð þar.  Hver veit, kannski verða litlu húsin okkar kölluð Sigrúnarhús í framtíðinni?

Attefallshus_2

Flokkar: Húsnæðismál

«
»

Ummæli (2)

  • Torfi Hjartarson

    Athyglisverðar tillögur – sérstaklega varðandi smáhýsi á lóð, viðbyggingar og almennar kröfur til íbúða. í borginni er t.d. fjöldi illra eða ónýttra bílskúra sem má breyta í litlar og haganlegar íbúðir sem þurfa ekki að vera stórar þegar fólk er að hefja sinn búskap.

  • Glæsilegt hjá ykkur ! Hef sjálfur verið að flytja inn hús frá Svíþjóð í nær 20 ár. Svíarnir breyttu þessu fermetra viðmiði úr 15 í 25 m2 fyrir tveim árum og nú fylgið þið þessu eftir, frábært. Gott er að fá skýringu á „Atteffallshus“.Datt ekki í hug að þau væru nefnd eftir mannpersónu !. Má til með að benda á Kombo timburraðhúsin frá Mjöbäcks. Þau eru 63, 71, og 83 m2.Tveggja til fjögurra herbergja og eru líka til tveggja hæða. Leyfi mér að setja hér inn link fyrir áhugasama um ódýrar minni íbúðir fyrir fyrstu kaup unga fólksins.
    Tek fram að þau hafa ekki verið flutt til landsins ennþá.Þar spilar verð á lóðum mikið inn í á höfuðborgarsvæðinu þar sem þörfin er mest.

    http://mjobacks.se/index.php/kombo

    Og hér er bæklingur um húsin

    http://np.netpublicator.com/netpublication/n06867020

    Bestu kveðjur, Sigurður / Jabohus.is

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af einum og þremur? Svar:

Höfundur

Eygló Harðardóttir
og lífið eftir pólitík.
RSS straumur: RSS straumur