Föstudagur 26.02.2016 - 08:28 - 1 ummæli

Meira af Sigrúnarhúsum

Í síðasta pistli fjallaði ég um 25m2 hús sem heimilt verður að byggja án byggingarleyfis samkvæmt drögum að breytingum á byggingarreglugerðinni sem umhverfis- og auðlindaráðherra hefur kynnt.  Góðar ábendingar bárust við pistlinum, ekki hvað síst er varðaði stærð húsanna og lofthæð.

Í drögunum er talað um að hámarkshæð þaks frá yfirborði jarðvegs má vera 3 m.  Bent var á að í Svíþjóð megi „nockhöjd“eða hæð frá yfirborði jarðvegs til efsta hluta þaksins vera 4 m sem breytir miklu ef ætlunin er að setja upp svefnloft í húsinu.  Lesendur höfðu einnig ýmsar skoðanir á stærð húsanna, og töldu að heimilt ætti að vera að byggja allt að 50 m2 hús án byggingarleyfis.

Einnig kom ábending um að sums staðar í Bandaríkjunum mættu sveitarfélög með ákveðinn íbúafjölda ekki krefjast byggingarleyfis vegna þessara húsa.  Það væru einfaldlega of miklir fjárhagslegir hvatar til að krefjast byggingarleyfis sbr. gjaldskrár sveitarfélaganna.

Jafnframt kviknaði spurning um hvort almennt ætti að þurfa að tilkynna t.d. breytingar á votrými eða eldhúsi til sveitarfélaganna.  Það krefst tíma bæði hjá þeim sem byggir,  hönnuðum að vinna teikningar og byggingafulltrúa að meta hvort krefjast eigi byggingarleyfis eða ekki.

Allt kostar þetta fleiri krónur.

Hvað finnst ykkur?

 

 

 

Flokkar: Húsnæðismál

«
»

Ummæli (1)

  • Veit ekki hvort þetta sé lausn á íbúðavanda. Á fyrrihluta síðustu aldar var við völd duglítil borgarstjórn sem ekki skipulagði ný hverfi eða virtist hafa áhyggjur af gífurlegum húsnæðisvanda á þeim tíma. Vegna úrræðaleysis yfirvalda tók fólk til sinna ráða og byggði sér hús án eftirlits eða byggingarleyfa. Byggingarefnið var af ýmsum toga fjalir úr appelsínukössum og sumir voru svo heppnir að geta útvegað sér trékassa utan af Moskóvítsbifreiðum sem Bifreiðar og Landbúnaðarvélar fluttu inn. Svona myndaðist m.a. Laugarneskampurinn, hryllingur sem auðgaði ekki ásjónu Reykjavíkur.
    Vandamálið okkar er það að launakjör fjölskyldufólks er of bág. Enn og aftur er fjármálageiranum gefið tækifæri til að soga að sér nánast allt fjármagn úr efnahagskerfi heimilana, til þess að geta borgað starfsfólki sínu ofurlaun og ofurbónusa. Hvergi á markaðnum finnst fólk sem er jafn illað að þessu ofurlaunum komið. Þetta er fólkið sem setti Ísland á hausinn og varð valdandi þess að þúsundir misstu vinnuna og húsnæði sitt og fjölskyldur leystust upp. Það ætti að vera verkefni stjórnmálamanna að koma í veg fyrir ofurbónusa og ofurlaun og sjá til þess að kjör fjölskyldufólks verði þannig að húsnæðisvandinn leysist. Vinnandi fólk (ekki bankastarfsmenn) skapar það mikil auðæfi á Íslandi að ekki er ástæða að troða barnafjölskyldum með skóhorni inn í einhver örhýsi.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af núlli og þremur? Svar:

Höfundur

Eygló Harðardóttir
og lífið eftir pólitík.
RSS straumur: RSS straumur