Föstudagur 26.02.2016 - 08:53 - Rita ummæli

Mínimalismi og byggingarreglugerð

Fyrir nokkru spurði ég hvort geymsla væri grunnþörf? Þörf okkar fyrir að geyma dót væri orðin svo mikil að hin aldagömlu viðmið um að geta sofið, eldað mat, farið á klósett og þvegið þvott í íbúðarhúsnæði okkar dugðu ekki lengur til heldur yrði ríkið að setja reglur um möguleika okkar til að geyma dót.

Sérgeymsla ætti að fylgja íbúðum og tilgreint var hversu stór hún ætti að vera að lágmarki miðað við stærð íbúðar.

Mitt persónulega svar var stórt nei og nú hefur umhverfisráðuneytið tekið sér stöðu með mínimalisma og hagkvæmu húsnæði í nýjum drögum að byggingarreglugerð.  Lagt er til að tekin verði út ákvæði um að geymsla eigi að vera manngeng í íbúðarhúsnæði og hverjar stærðir hennar eiga að vera.  Þetta þýðir að geymsla getur t.d. verið stór geymsluskápur fyrir 100 þúsund krónur eða 16 m2 4,8 milljóna króna manngenga geymsla með glugga, og allt þar á milli.

Allt eftir því sem við viljum og höfum efni á.

Í anda mínimalismans vil ég þó eindregið hvetja fólk til að íhuga vel hvað er í kössunum í geymslunni.

Myndi það breyta einhverju ef allt í kössunum myndi hverfa?

Yrði lífið verra? Eða betra?

Hugsanlega miklu betra.

 

 

 

 

Flokkar: Húsnæðismál

«
»

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af fjórum og einum? Svar:

Höfundur

Eygló Harðardóttir
og lífið eftir pólitík.
RSS straumur: RSS straumur