Mánudagur 26.09.2016 - 10:22 - 2 ummæli

Auglýst eftir samfélagssinnuðum leigusölum

Íbúðalánasjóður óskar eftir þátttöku þinni á morgunverðarfundi um stofnframlög ríkisins og almennar íbúðir, sem fram fer í Háteig A á Grand hóteli, þriðjudaginn 27. september kl. 9:00-10:00. Morgunverður er borinn fram frá kl. 8:30.

Markmið með veitingu stofnframlaganna er að bæta húsnæðisöryggis efnaminni fjölskyldna og einstaklinga með því að auka aðgengi að öruggu  og viðeigandi íbúðarhúsnæði til leigu.

Fjárhæð til úthlutunar í stofnframlög ríkisins á árinu 2016 er einn og hálfur milljarður kr.   Umsóknarferlið er tvískipt.  Fyrri umsóknarfrestur er til og með 15. október næstkomandi og síðari fresturinn er til með 30. nóvember.

 

Dagskrá fundarins

-Ávarp Eygló Harðardóttir félags- og húsnæðismálaráðherra

-Starfsfólk Íbúðalánasjóðs mun fjalla um umsóknarskilyrðin og tækifærin sem í framlögunum felast fyrir áhugasama og í lok fundar verður fyrirspurnum svarað.

-Breytingar á byggingarreglugerð sem lúta að því að liðka fyrir byggingu hagkvæmra íbúða. Hannes Frímann Sigurðsson hjá íslenska byggingarvettvanginum

-Launafólk og leigumarkaður. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir framkvæmdastjóri hjá ASÍ

-Ný tækifæri fyrir sveitarfélög sem felast í lagasetningunni. Tryggvi Þórhallsson lögfræðingur sambands íslenskra sveitarfélaga

-Tækifæri fyrir landsbyggðina. Ásta Björg Pálmadóttir sveitarstjóri í Skagafirði

 

Íbúðalánasjóður hittir sveitarfélög

Á næstunni eru einnig fyrirhugaðir fundir með sveitarfélögum og Sambandi íslenskra sveitarfélaga þar sem sveitarfélögin og hagsmunaaðilar geta átt milliliðalaust samtal um framkvæmdina:

Fundur í ráðhúsi Reykjanesbæjar 26. september, kl. 10:30-12:30

Fundur í Eyjafirði 29. september, kl. 14-16

Fleiri fundir eru ráðgerðir með sveitarfélögum á næstu dögum og vikum en þeir eru ótímasettir.

Hvað eru stofnframlög til byggingar almennra íbúða?

Nýverið samþykkti Alþingi lög um almennar íbúðir. Markmið þeirra er að bæta húsnæðisöryggi fjölskyldna og einstaklinga sem eru undir tekju- og eignamörkum við upphaf leigu, með því að stuðla að því að húsnæðiskostnaður sé í samræmi við greiðslugetu leigjenda.

Stofnframlög eru veitt til byggingar og kaupa á almennum íbúðum til að stuðla að því að í boði verði leiguíbúðir á viðráðanlegu verði fyrir þá sem þurfa á því að halda, þ.m.t. fyrir námsmenn, ungt fólk, aldraða og fatlaða. Stofnframlög ríkisins nema 18% af stofnvirði almennrar íbúðar.

Sérstök áhersla verður lögð á nýbyggingar, fjölgun leiguíbúða og íbúðir á svæðum þar sem þörf er fyrir leiguíbúðir fyrir leigjendur undir tekju- og eignamörkum.

Hverjir geta sótt um stofnframlög?

Húsnæðissjálfseignarstofnanir, sveitarfélög og lögaðilar í eigu þeirra og lögaðilar sem störfuðu við gildistöku laga um almennar íbúðir og uppfylltu skilyrði til að fá lán.

 

Nánari upplýsingar um stofnframlögin: http://www.ils.is/logadilar/stofnframlog/

Flokkar: Húsnæðismál

«
»

Ummæli (2)

  • Eyþór Pétursson

    Til hamingju með þetta! Hvað hefur verið gert til að lækka fjármagnskostnað allra þeirra sem eru á almennum markaði?

  • anna Sigríður Guðmundsdóttir

    Eygló. Það er þungur róður að finna siðmenntaða og mannúðlega einstaklinga í byggingarbransanum og lóðabransanum. Regluverkið og pappír/steipupésarnir eru búnir að kæfa allt í fæðingu. Í boði rándýrrar reglurugls-skyldu EES/ESB.

    Það verður ekki bæði sleppt og haldið hér í jarðlífinu.

    Vanþroska bankastýrðir og dómsvaldssvika-valdagráðugir gamlir kerfiskarlar skilja ekkert annað en að græða sem mest á neyð þeirra sem ekkert eiga. Og ekkert geta skaffað sér og sínum, vegna kaupmáttar-fátæktar-stjórnsýslunnar kúgandi og grimmu á Íslandi.

    Sýslumenn eru enn að selja eigur almennings í boði lögmanna svika-umboðsmanns skuldara.

    Þrátt fyrir að Stjórnarskrá Lýðveldisins Ísland, segi í:

    72. grein:

    Eignarrétturinn er friðhelgur. Engan má skylda til að láta af hendi eign sína nema almenningsþörf krefji. Þarf til þess lagafyrirmæli og komi fullt verð fyrir.

    Það er ekki vegna almenningsþarfar sem að Landsbanki Íslands er enn að brjóta Stjórnarskrá Lýðveldisins Ísland. Heldur er það vegna ólögmætrar græðgi Landsbankans. Landsbankans sem ekki sinnir almannaþörf á erfiðum tímum, né í góðæri!

    Þegar fólk sér fasteignir til sölu í dagblöðum og víðar, þá eru þetta oftar en ekki ólöglegar eignaupptöku-fasteignir bankanna, sem Sýslumannsembættin eru svo látin framfylgja með brotum á fleiri en einni grein núgildandi opinberlega löglegri Stjórnarskrá Lýðveldisins Íslands.

    Við höfum engar aðrar varnir heldur en núgildandi Stjórnarskrá til að verja okkur.

    Lögræðingamafíu-ruglararnir hjá Umboðsmanni Skuldara virða ekkert sem kemur frá þínu ráðuneyti, og brjóta endalaust á eintaklingum sem þeir eiga að verja.

    Það er óverjandi að þurfa að fá sér lögfræðing út í bæ, sem skjólstæðingar umboðsmanns skuldara hafa að sjálfsögðu ekki fjárráð til, til að verjast bankaverjandi lögfræðingum Umboðsmanns skuldara.

    Ef einstaklingar á skertum og launahækkanasviknum örorkubótum frá Ríkisins Tryggingarstofnun, í samræmi við vísitöluhækkanir lána og nauðsynjavöru/þjónustu, fá ekki tilhliðrun hjá bankamafíunum, þá er hallað á aftökuhátt á varnarlausa öryrkja.

    Það gleymdist hjá Umboðsmanni Skuldara (sem segist vinna fyrir skuldara á vegum Ríkisins, að skuldararnir eiga rétt á þeirri framfærsluupphæð frá Ríkinu, sem Umboðsmaður notaði til að réttlæta greiðslugetu og eignaupptökur af skuldugum og lágmarksframfærlu-sviknum einstaklingum!

    Kerfissvikakúguð og ólögleg hótandi lögfræðinga-eignaupptaka á launa/bótahækkanasviknum einstaklingum! Hvenær fáum við erlenda eftirlitsaðila til landsins, til að stoppa þetta bankaræningja-helvíti á Íslandi?

    Sýslumannsfulltrúar ganga erinda svikuls Landsbanka ríkisins Íslands, og svikuls Landsstjórnarhækkana-skorts Ríkisins Tryggingarstofnunar-bóta, samkvæmt Stjórnarskrá og lögum Lands-Ríkisins Íslands.

    Hvar er verjandi Hæstiréttur svokallaða siðmenntaða réttarríkisins Íslands? (sem er náttúrulega bara heimsþekktur gríndómstóll).

    Og þetta þykir afgreiðslufólkinu hjá Landsbankastýrðu Sýslumannsfulltrúaembættunum bara alveg réttlætanlegt og löglegt? Þrátt fyrir að slíkar einaupptökur án dóms og laga séu ekki fyrir hendi, og kolólöglegar?

    Það er virkilega efni i heilt bókar-ritsfn, hvernig hægt er að komast upp með glæpsamleg bankarán og eignaupptökur á Íslandi, án Stjórnarskrárvarinna laga og alþingislöggjafar-heimildar. Samkvæmt siðmenntaðra réttarríkja siðmenntaðra skyldum.

    Læt þetta duga í bili um svik núverandi Ríkisstjórnarforystu, (eða kannski frekar hótandi ráðuneytisstjóra fjármálaráðuneytisins). Þegar kemur að loforðum sitjandi ríkisstjórnar um að kaupmáttarsviknir lántakendur sitji ekki uppi með alla afborgunarhækkunar-ábyrgð. Og allan þann skaða af löglausri spilavítis-kauphallarsvikastarfsemi á Íslandi, án laga/réttarverndar lántakenda.

    Það hefur greinilega ekkert breyst í þessum Sýslumannsþjónandi bankaráns-eignaupptökum á Íslandi. Það skildi ég í dag.

    Gangi þér og öllum öðrum sem best Eygló mín, við að glíma við bankarænandi og Hæstaréttarvarin Stjórnarskrár/lögbrota-Sýslumannsembætti, í þessu gjörspillta fjármála-páfakarlaveldis-spillingar-bankaránskerfi á Íslandi.

    M.b.kv. Anna.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af núlli og átta? Svar:

Höfundur

Eygló Harðardóttir
og lífið eftir pólitík.
RSS straumur: RSS straumur