Færslur fyrir flokkinn ‘Fjármálakerfið’

Mánudagur 06.02 2017 - 16:22

Tekið á skuldavanda heimilanna

Heimilum landsins vegnar betur. Um mitt ár 2009 voru skuldir heimilanna 126% af landsframleiðslu, en eru í dag lægri en þær hafa verið í aldarfjórðung.  Þetta er árangurinn af markvissri baráttu framsóknarmanna fyrir því að taka á skuldvanda heimilanna allt frá bankahruni.  Hvort sem um var að ræða yfirdráttarlán, gengislán eða verðtryggð lán þurfti að […]

Þriðjudagur 06.09 2016 - 12:39

Hvað viltu borga þér í vexti?

Merkileg breyting er að verða á íslenskum húsnæðislánamarkaði þar sem sjóðfélagalán lífeyrissjóðanna til fasteignakaupa hafa aukist verulega. Þannig eru æ fleiri nánast að taka beint lán hjá sjálfum sér, í stað þess að fjármálafyrirtæki eða Íbúðalánasjóður fái lánað hjá lífeyrissjóðunum og við greiðum milliliðunum viðbótarálag á vexti lífeyrissjóðanna okkar.  Aukin útlán lífeyrissjóðanna til fasteignakaupa hafa líka […]

Miðvikudagur 20.07 2016 - 07:21

Sanngjarnan stuðning frekar en skuldir

Fyrir stuttu hafði fjölskyldufaðir með fjögur börn á framfæri samband við mig. Þau hjónin voru með 600 þús. kr. ráðstöfunartekjur á mánuði og bjuggu í hóflegu húsnæði. Hann hafði verið að fara yfir fjármál fjölskyldunnar og sá enga leið færa aðra en að endurfjármagna og lengja í húsnæðislánum fjölskyldunnar til að lækka mánaðarlega greiðslubyrði þeirra. […]

Þriðjudagur 21.06 2016 - 11:35

Almennar íbúðir og heimilislaust fólk

Lög um almennar íbúðir voru samþykkt á vorþinginu.  Með lögunum er komið á nýju húsnæðiskerfi þar sem ríki og sveitarfélög munu veita allt að 30% stofnframlög til fjölgunar leiguíbúða á viðráðanlegu verði fyrir þá sem þurfa á því að halda, þ.m.t. fyrir námsmenn, ungt fólk, aldraða, fatlað fólk og fólk sem ekki er fært að […]

Þriðjudagur 20.10 2015 - 09:34

Hjálpum heimilum að skulda minna

Heimilum landsins vegnar betur.  Þetta kemur fram í skýrslu Seðlabankans um fjármálastöðugleika.  Skulda- og eignastaða þeirra hefur batnað verulega og ekki aðeins eru eignirnar að hækka í verði, heldur er fólk að borga niður skuldir. Ég er glöð að sjá þetta. Heimilin virðast hafa lært að skuldir eru ekki af hinu góða.  Lán er ekki […]

Þriðjudagur 24.04 2012 - 08:55

Landsdómur

(Ræða flutt á Alþingi 20.9.2010). Virðulegi forseti. Ég fæ að vitna hér, með leyfi forseta: „Hrun íslensku bankanna í byrjun október olli einstaklingum hér og erlendis miklu fjárhagslegu tjóni með ófyrirsjáanlegum afleiðingum fyrir allt samfélagið, menntun og menningu, jafnt sem atvinnu og athafnalíf. Hið himinhrópandi ranglæti sem er afleiðing af hruni fjármálakerfisins er það að […]

Fimmtudagur 21.07 2011 - 09:32

Er lögbrot tækniatriði?

Viðtal við Steingrím J. Sigfússon, fjármálaráðherra, á Pressunni um söluferlið á Byr veldur mér nokkrum heilabrotum. Þar segir: „Mikið hefur verið rætt um þá staðreynd að fjármálaráðuneytið fer með hlut slitastjórnar Byrs í sparisjóðnum sem er um 95% en lögum samkvæmt mega slitastjórnir ekki eiga ráðandi hlut.  Gagnrýnt hefur verið að fjármálaráðuneytið fari með þann […]

Mánudagur 14.03 2011 - 11:38

Gengistryggð lán og málsókn

Óvissan um gengistryggð lán er enn þá til staðar, líkt og ég hef farið í gegnum í fyrri pistli.  Niðurstaða Hæstaréttar hefur létt byrðina fyrir suma, en fyrir aðra hefur staðan versnað umtalsvert.  Jafnvel hjá þeim hafa borgað mest. Snemma var tekin ákvörðun um að vísa þeim sem væru ósáttir inn í dómskerfið.  Vandinn er að margir þeirra sem […]

Þriðjudagur 08.03 2011 - 11:57

Hagnaður bankanna…

Viðskiptanefnd fundaði með Arion banka, Íslandsbanka og Bankasýslunni í morgun til að fara yfir ársreikninga bankanna. Þar kom fram að fulltrúar Bankasýslunnar í stjórn bankanna gerðu ekki athugasemdir við launakjör bankastjóranna, sem verður að teljast mjög alvarlegt. Mestur tími fór þó í að ræða svokallaðan „hagnað“ bankanna.  Fyrsta spurningin sem ég velti fyrir mér þegar […]

Mánudagur 07.03 2011 - 21:24

SpKef, samþjöppun og kerfisáhætta

Í skýrslu Seðlabankans Peningastefna eftir höft kemur fram að ríki með stór bankakerfi komu verr út úr fjármálakreppunni, efnahagssamdrátturinn varð dýpri og meiri hætta var á kerfislægri banka- og gjaldeyriskreppu. Þegar bankar verða of stórir getur skapast mikill freistnivandi (e. moral hazard).  Bankarnir taka ekki tillit til hagsmuna samfélagsins, né þeirra neikvæðu áhrifa sem hegðun […]

Höfundur

Eygló Harðardóttir
og lífið eftir pólitík.
RSS straumur: RSS straumur