Færslur fyrir flokkinn ‘Óflokkað’

Fimmtudagur 29.01 2015 - 16:21

Hvar eru framtíðarstörfin?

Ég rakst fyrir stuttu á grein frá Forbes um hvaða störf það yrði eftirspurn eftir í náinni framtíð?  Skv. þeim var talið að röðunin yrði eftirfarandi á árunum 2010 til 2020: 1. Hjúkrunarfræðingar (e. registered nurse) + 26% 2. Verslunarmenn (e. retail salesperson) +16,6% 3.– 4. Aðstoð við hjúkrun og heimaþjónustu (e. home health aides & […]

Laugardagur 20.12 2014 - 11:38

Framtíðin er velferðartækni

Tækni hefur þegar gjörbreytt lífi okkar.  En ég er sannfærð um að tæknibyltingin er rétt að byrja, ekki hvað síst þegar kemur að velferðartækni. Velferðartækni er ýmis tæki og tæknitengdar lausnir sem einstaklingar nota til að taka virkari þátt í samfélaginu, auka lífsgæði sín og hjálpa sér sjálfir. Hér eru nokkur myndbönd um þá tækniþróun […]

Föstudagur 14.11 2014 - 14:46

Skattlagning skulda

Í skýrslu Seðlabankans Peningastefna eftir höft er fjallað um lærdóm okkar af hruninu. Þar er talað um mikilvægi þess að hugað sér að undirliggjandi ójafnvægi á fjármálamörkuðum og samspili ójafnvægis við efnahagsþróunina.   Þættir eins og vöxtur útlána og peningamagns í umferð, eignaverðsbólur, aukin skuldsetning og stækkun efnahagsreikninga og aukin áhætta. Lærdómurinn sem bankinn talaði um var […]

Miðvikudagur 12.11 2014 - 10:37

Leiðrétting: tölulegar staðreyndir

Umfang leiðréttingarinnar er 150 ma.kr. og verður að fullu lokið í ársbyrjun 2016, á rúmu einu ári en ekki 4 líkt og áður hefur verið kynnt. Leiðréttingin skiptist í tvær aðgerðir: 80 ma.kr. í leiðréttingu höfuðstóls verðtryggðra lána og 70 ma.kr. í skattleysi séreignasparnaðar við inngreiðslu á höfuðstól. Skattfrelsi við innborgun séreignasparnaðar á höfuðstól (20 ma.kr.) […]

Þriðjudagur 11.11 2014 - 18:14

Vilji var það sem þurfti

Í febrúar 2010 birti ASÍ könnun þar sem kom fram að 91% aðspurðra sögðu að gera yrði meira fyrir heimilin.  Þegar spurt var hvað stjórnvöld ættu að gera nefndu langflestir lækkun höfuðstóls, 13% nefndu aðgerðir til að koma til móts við fólk með síhækkandi húsnæðislán og 12% nefndu afnám verðtryggingar. Flest svörin snéru þannig að […]

Mánudagur 10.11 2014 - 18:35

Skuldaleiðréttingin í höfn

Fyrsta stóra efnahagsaðgerð stjórnvalda er í höfn.  Í dag voru niðurstöður leiðréttingar á verðtryggðum húsnæðislánum kynntar og á morgun verða niðurstöðurnar birtar 69 þúsund heimilum á vefsíðu verkefnisins, leidretting.is Skuldalækkunaraðgerðir ríkisstjórnarinnar eru tvíþættar.  Annars vegar aðgerðir til beinnar niðurfærslu á höfuðstól verðtryggðra húsnæðislána og hins vegar lækkun höfuðstóls með skattleysi séreignarlífeyrissparnaðar í þrjú ár. Bein lækkun […]

Laugardagur 01.11 2014 - 16:49

Þarf húsnæði að vera dýrt?

Á þriðjudaginn er STEFNUMÓT íslensks byggingariðnaðar. Þar ætla fulltrúar atvinnugreina, stofnana og hagsmunaaðila að koma sama til að móta sameiginlega stefnu í tengslum við íslenskan byggingariðnað. Vil ég hvetja alla áhugasama til að mæta og taka þátt. Ég vona að þar verði rætt hvernig íslenskur byggingariðnaður getur beitt sér fyrir að byggt verði meira og […]

Föstudagur 24.10 2014 - 07:44

Til hamingju með daginn!

24. október hefur allt frá víðfrægum fundi kvenna á Lækjartorgi 1975,  verið helgaður baráttunni fyrir réttindum kvenna á vinnumarkaði, launajafnrétti og auknum aðgangi kvenna að samfélagslegum valdastöðum. Samtakamátturinn þá er enn í fersku minni og hefur æ síðan verið aðalsmerki kvennahreyfingarinnar. Á morgun eru jafnframt 100 ár liðin frá stofnun Verkakvennafélagsins Framsóknar og því ærin […]

Fimmtudagur 23.10 2014 - 12:42

Húsum okkur upp með skynseminni

Enn fjölgar sveitarfélögum sem telja skort á leiguhúsnæði. Á höfuðborgarsvæðinu telur aðeins Garðabær að framboð leiguíbúða í sveitarfélaginu sé nóg. Samtímis eru um 1.800 manns á biðlista hjá sjö stærstu sveitarfélögunum, þorrinn á höfuðborgarsvæðinu. Stuttu eftir að ég tók við ráðherraembætti minnti ég á júlísamkomulag aðila vinnumarkaðarins frá 1965 um stórátak til að leysa brýnan […]

Miðvikudagur 08.10 2014 - 18:00

Háholt og ungir fangar

Mikil umræða hefur verið um málefni Barnaverndarstofu og Háholts í fjölmiðlum síðustu daga. Þessi tímalína er tekin saman þar sem misvísandi upplýsingar hafa komið fram um ákvarðanir er tengjast tímabundnum samningi Barnaverndarstofu og Háholts. 16. nóvember 2012 Fundur Barnaverndarstofu (BVS) og Velferðarráðuneytisins (VEL).  Rætt er um Háholt.  Ráðherra óskar eftir skýrslu frá BVS um þróun, […]

Höfundur

Eygló Harðardóttir
og lífið eftir pólitík.
RSS straumur: RSS straumur