Færslur fyrir flokkinn ‘Óflokkað’

Fimmtudagur 14.02 2013 - 09:43

Með réttlætið á heilanum

Um hver mánaðamót sitja íslenskar fjölskyldur við eldhúsborðið og velta fyrir sér hvaða reikninga eigi að borga.  Hvernig borga eigi bæði stökkbreytt verðtryggð húsnæðislán og mat fyrir fjölskylduna.  Á flokksþingi lofaði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins því að eitt meginverkefnið Framsóknarmanna yrði að leggja fram raunhæfar tillögur um hvernig leysa megi, eða létta mjög, vanda […]

Miðvikudagur 13.02 2013 - 15:05

Heimilisofbeldi. Íslenskur veruleiki.

Ég hef lagt fram eftirfarandi fyrirspurn til velferðarráðherra um heimilisofbeldi. Hún er svohljóðandi: Hvernig er háttað skráningu mála vegna heimilisofbeldis? Eru til samræmdar verklagsreglur innan félagsþjónustu og barnaverndar um viðbrögð og afgreiðslu mála vegna heimilisofbeldis? Ef ekki, er setning slíkra reglna fyrirhuguð? Fyrir hvaða aðgerðum til að draga úr heimilisofbeldi hefur ráðherra beitt sér? Er […]

Þriðjudagur 12.02 2013 - 10:36

Staðfesta í skuldamálum

Helsta baráttumál okkar Framsóknarmanna á þessu kjörtímabili hefur verið skuldavandi heimila og fyrirtækja. Þess vegna höfum við ítrekað lagt fram tillögur til lausnar.  Yfirleitt við litlar vinsældir annarra flokka. Jafnvel talin vera með vanda heimilanna á heilanum. En í stórum málum dugar ekkert annað en staðfesta. Aðeins þannig nær maður árangri. Hér má finna lista […]

Miðvikudagur 06.02 2013 - 19:36

Drög að ályktun um stöðu heimilanna

Þetta eru drög að ályktun um stöðu heimilanna fyrir flokksþingið sem hefst á föstudaginn: „Heimilin eru undirstaða þjóðfélagsins. Það þarf að taka á skuldavanda þeirra því hann heftir framgang  efnahagslífsins. Framsóknarflokkurinn hefur lagt fram ítarlegar tillögur til lausnar skuldavanda  heimila. Ekkert getur réttlætt annað en að ófyrirséð efnahagshrun deilist á lánveitendur jafnt sem lántakendur. Enn […]

Mánudagur 04.02 2013 - 10:55

Af hverju skipta skólamáltíðir máli?

Hollari og bragðbetri skólamáltíðir leiða til betri árangurs í prófum, 14% minni fjarvista og hærri tekna út ævina vegna betri lestrarkunnáttu.  Rannsóknir sem unnar voru á áhrifum átaks Jamie Olivers fyrir hollari skólamáltíðum í breskum skólum leiddu þetta í ljós. Hollur matur fyrir börn er því fjárfesting til framtíðar. Engin samnorræn stefna Samnorrænt verkefni um […]

Miðvikudagur 30.01 2013 - 10:40

Fá kynferðisbrot leiða til ákæru

Allsherjar- og menntamálanefnd hélt áfram að funda um ofbeldi gegn börnum og þá sérstaklega kynferðislegt ofbeldi. Á fundinum kom fram að unnið væri að því að skýra notkun tálbeitna auk skoða aukið eftirlit með dæmdum afbrotamönnum. Ég tók upp ábendingu frá Mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna frá því í fyrra um að fá kynferðisbrot gegn börnum sem […]

Mánudagur 28.01 2013 - 09:50

Lausn úr skuldafjötrum

Ung hjón keyptu íbúð með yfirtöku á tuttugu milljónir króna láni á tæplega 6% verðtryggðum vöxtum.  Nokkrum mánuðum áður hafði sambærileg íbúð selst á sautján milljónir. „Ég get ekki mælt með kaupum á þessari eign, íbúðin er of dýr og lánið óhagstætt.“ sagði fasteignasalinn þeirra.  Hjónin létu ekki segjast: „Við verðum að tryggja okkur öruggt […]

Fimmtudagur 24.01 2013 - 09:00

Evrusnuðið

Mér líður stundum eins og  ég sé að taka snuð af ungabarni þegar ég bendi á að evran er ekki lausn á okkar vandamálum. Staðreyndin er þó að stundum þarf að gera meira en gott þykir. Undir það tók samráðshópur um mótun gengis- og peningamálastefnu sem skilaði af sér til fjármálaráðherra 4. október 2012.  Þar […]

Miðvikudagur 23.01 2013 - 07:47

Höfnum afneitun og ótta

Umfjöllun Kastjós um kynferðisbrot gegn börnum hefur verið erfið en nauðsynleg fyrir samfélagið. Við höfum öll þurft að velta fyrir okkur hvað væri hægt að gera öðruvísi. Hvernig við getum komið í veg fyrir að brotið sé á börnunum okkar? Hugrakkir einstaklingar hafa stigið fram, sagt frá og hafnað afneitun og ótta. Nú er komið […]

Þriðjudagur 22.01 2013 - 12:28

Óþarfa áhyggjur af Icesave?

Katrín Júlíusdóttir, fjármálaráðherra virtist hafa eilitlar áhyggjur af niðurstöðu EFTA dómstólsins í Icesave málinu í viðtali á Bylgjunni í hádeginu. Einkennilegt.  Ráðherrann hefur hingað til verið sannfærð um að Evrópusambandið vilji gefa okkur 1000 milljarða króna + í evrum til að losa gjaldeyrishöftin og flest önnur vandamál hér á landi s.s. verðtrygginguna, okurvextina og hátt matvælaverð. […]

Höfundur

Eygló Harðardóttir
og lífið eftir pólitík.
RSS straumur: RSS straumur