Að vel ígrunduðu máli hef ég tekið ákvörðun um að gefa kost á mér í 1. sæti á lista Framsóknarflokksins í Suðvesturkjördæmi fyrir næstu Alþingiskosningar. Suðvesturkjördæmi og áður Reykjaneskjördæmi hafa átt öfluga fulltrúa úr framvarðasveit Framsóknarflokksins um langt skeið. Það er mikilvægt að svo verði áfram og að forysta framsóknarmanna verði leiðandi á framboðslistum flokksins […]
Leiðari Fréttablaðsins í dag og laugardagsgrein Þorsteins Pálssonar náðu athyglisverðum samhljómi varðandi Framsóknarflokkinn. Ég hugsaði eftir lestur þeirra: “ Við erum greinilega aftur farin að ýta við ákveðnum öflum í samfélaginu.“ Fyrir síðustu kosningar var hamrað á því við kjósendur að eina leiðin út úr vandanum væri Evrópusambandið. Þar væri að finna lægri vexti, enga […]
Sr. Kristján Valur Ingólfsson, vígslubiskup flutti líflega og innblásna ræðu við þingsetninguna. Í ræðunni komu skýrt fram áhyggjur hans af því að samband þjóðkirkjunnar og ríkisins væri að rofna sem og túlkun hans á því hvert hlutverk trúarinnar ætti að vera í íslensku samfélagi. Þar vitnaði hann m.a. í Angelu Merkel, kanslara Þýskalands þar sem […]
Ung kona fer heim úr skóla vegna mikilla tíðaverkja. Hún tekur strætó og í vagninum líður yfir hana af verkjum. Þegar hún rankar við sér, veltir hún fyrir sér hvort þetta eigi í alvöru að vera svona sárt. Kona mætir á heilsugæslustöðina með þvagsýni vegna sársauka við þvaglát. Verkir við blæðingar eru einnig sárir. Ekkert […]
Ræða á fundi Samfylkingarfélagsins í Kópavogi 10. september 2012 um verðtrygginguna – böl eða blessun? Frummælendur voru Vilhjálmur Þorsteinsson og ég: „Er ekki hægt að gera eitthvað í þessari verðtryggingu.“ spurði rúmlega tvítug systir mín fyrir stuttu í fjölskyldumatarboði. Ég sat og horfði á hana og hugsaði: Mikið vildi ég að ég gæti bara sagt […]
Síðastliðinn fimmtudag skrifaði Jón Steinsson mikla lofræðu um ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur í Fréttablaðið. Jóni svíður að stjórnvöld skuli ekki njóta sannmælis meðal íslensks almennings og tínir til ýmis atriði sem hann telur henni til tekna. Vissulega er rétt hjá Jóni að ríkisstjórnin er ekki alslæm og ýmislegt hefur áunnist við að reisa landið úr rústum […]
Landssamtök lífeyrissjóða hafa lagst alfarið gegn nauðsynlegri skuldaleiðréttingu og fært skýr rök fyrir máli sínu. Nú síðast með álitsgerð um skattlagningu séreignasparnaðarins frá hæstaréttarlögmanninum Einari Gauti Steingrímssyni. Þar kemst lögmaðurinn að þeirri niðurstöðu að almenn skattlagning á séreignasparnaðinum stangist á við 65., 72. og 77. gr. stjórnarskrárinnar. Þar er verið að tala um jafnræðisákvæði stjórnarskrárinnar, […]
Magnús Kristinsson ákvað að selja fjölskyldufyrirtækið Berg – Huginn til Síldarvinnslunnar. Af því tilefni ákvað meirihluti Sjálfstæðismanna í bæjarstjórn Vestmannaeyja að leggja til hliðar stuðning við óbreytt kerfi og frjálsan markað stundarkorn í ljósi neikvæðrar áhrifa af flutningi aflaheimilda á efnahag Vestmannaeyja. Þeir kröfðust þess að fá að ganga inn í kaupin á grundvelli forkaupsréttarákvæðis […]
Á undanförnu hefur verið fjallað um börn og heimilisofbeldi. Ég vil því benda á nýsamþykkt ákvæði barnalaga, í lögum nr. 61/2012 en lögin eiga að taka gildi 1. janúar 2013: Í 3. gr. laganna segir að forsjá barns felur í sér skyldu foreldra til að vernda barn sitt gegn hvers kyns ofbeldi og annarri vanvirðandi […]
Ragnheiði Elínu Árnadóttur hefur verið skipt út fyrir Illuga Gunnarsson sem þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins. Og ég er hugsi. Við Ragnheiður Elín höfum verið ósammála í stórum málum. Hún er mjög ákveðin, og ekki allra – svo sem ekki frekar en ég. En hún er hörkudugleg, vel gefin og leiðtogi í Suðurkjördæmi. Í kosningunum 2009 náði hún […]