Ein magnaðasta auglýsing sem ég hef séð er Clint Eastwood auglýsingin Hálfleikur. Er ekki ansi auðvelt að yfirfæra hana líka á okkur Íslendinga og spyrja hvernig viljum við að okkar seinni hálfleikur verði? (Mín þýðing á textanum: Það er hálfleikur. Bæði liðin eru í búningsherbergjunum og ræða hvað þau þurfa að gera til að vinna […]
Góð kona, traust og heiðarleg sagði við mig nýlega að hún væri reið. Hún væri reið yfir óréttlætinu, ábyrgðarleysinu, – að þeir sem hún hefði treyst væri sama um velferð hennar. Hún er ekki ein. Fréttablaðið birtir nýja skoðanakönnun sem endurspeglar vel þessa reiði. Þessa tilfinningu fólks fyrir óréttlætinu. Þar kemur fram að 21, 3% […]
Ég hef unnið tillögu að þingsályktun um rannsókn á lífeyrissjóðunum frá 1997 til dagsins í dag, sem er svohljóðandi: Tillaga að þingsályktun um rannsókn á lífeyrissjóðunum frá 1997 til 2011 Alþingi ályktar, í samræmi við lög um rannsóknarnefndir (68/2011), að skipa þriggja manna rannsóknarnefnd er rannsaki starfsemi lífeyrissjóðanna frá 1997 til 2011. Rannsóknarnefndin skal varpa […]
Í ályktun þingmannanefndar sem samþykkt var 63-0 segir að fara skal fram óháð og sjálfstæð rannsókn á starfsemi lífeyrissjóðanna frá 1997. Í framhaldinu skal fara fram heildarendurskoðun á stefnu og starfsemi lífeyrissjóðanna. Þegar þetta var samþykkt lág fyrir að lífeyrissjóðirnir ætluðu sjálfir í óháða rannsókn. Þrátt fyrir það samþykkti Alþingi að fara sjálft í rannsókn. […]
Í júní 2011 setti innanríkisráðherra fram tilmæli um að dómsúrskurður þyrfti að liggja fyrir áður en vörslusvipting fer fram. Þrátt fyrir það er enn verið að svipta fólk bifreiðum án dómsúrskurðar. Því hef ég lagt fram eftirfarandi spurningar til ráðherrans. Hvernig rökstyður ráðherra þá afstöðu sína sem fram kom í svari við fyrirspurn (þskj. 719, […]
Fyrir 25 árum kom móðir mín nær orðlaus heim úr vinnunni sinni. Yfirmaður hennar (kona) hafði tilkynnt henni að þvi miður gæti hún ekki fengið þá yfirvinnu sem hún hafði óskað eftir. Ástæðan var að samstarfsmaður hennar (karl) þyrfti á meiri yfirvinnu að halda, „…enda hefði hann fyrir fjölskyldu að sjá.“ Móðir mín var þá einstæð […]
Niðurstaða síðustu spurningakönnunar var að sjálfsögðu að þar sem enginn Framsóknarmaður var í Silfrinu (hvorki um síðustu helgi né þessa) hafi enginn toppað sig. Nýjasta spurningakönnunin fer nú í loftið. Þar er spurt þeirrar djúpu spurningar… Vinsamlegast svarið, deilið, dreifið eða gerið athugasemdir fram til 5. febrúar.
Það hefur verið bráðskemmtilegt að sjá RÚV og MBL takast á um hlutdrægni eða hlutleysi sitt. Sérstaklega í ljósi þess að ritstjórn Morgunblaðsins hefur rekið mjög ákveðna ritstjórnarstefnu. Sú stefna virðist vera í góðri sátt við eigendur blaðsins, og litlu skipta færri lesendur eða minnkandi traust á blaðinu. Ekkert að því að hafa skýra ritstjórnarstefnu. […]
Sögulega hefur lítill sparnaður verið á Íslandi. Því hafði það alvarlegar afleiðingar þegar lög um sparnað vegna húsnæðis voru afnumin í lok síðustu aldar. Það unga fólk sem keypti sína fyrstu eign á árunum 2000 til 2008 átti lítið sem ekkert eigið fé. Til að koma til móts við takmarkað eigið fé stóðu því til […]
Innanríkisráðherra hefur svarað fyrirspurn minni um starfsreglur lögreglunnar við kærum vegna vörslusviptinga. Þar staðfestir hann að lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu hefur gefið út leiðbeinandi reglur til starfsmanna sinna um að vísa frá kærum vegna vörslusviptinga þar sem þær séu einkaréttarlega eðlis. „Embætti lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu hefur gefið út leiðbeinandi reglur um meðferð erinda vegna vörslusviptinga meðal […]