Færslur fyrir flokkinn ‘Óflokkað’

Miðvikudagur 18.05 2011 - 07:34

Játning

Ég ætlaði að vera ægilega dugleg í síðustu viku og helst bæta tímann frá því vikunni áður.  Svo tóku við annir vegna skila á skýrslu verðtryggingarnefndar, – já, ég veit… afsakanir, afsakanir… Þetta var planið: Sunnudagur (hvíla), mánudagur (30-36 mín, 4,8 km), þriðjudagur (30-40 mín cross-train), miðvikudagur (30-36 mín, 4,8 km), fimmtudagur (30-40 mín cross-train), […]

Þriðjudagur 17.05 2011 - 20:24

Fundur um verðtrygginguna

Efnahags- og viðskiptaráðuneytið stendur fyrir morgunverðarfundi um verðtryggingu miðvikudaginn 18. maí kl. 8.30-10.00. Fundurinn fer fram í Háskólanum í Reykjavík, stofu M1.01 – Bellatrix. Dagskrá fundarins: Eygló Harðardóttir, alþingismaður og formaður nefndar um verðtryggingu, kynnir stuttlega niðurstöður nefndarinnar Marinó G. Njálsson, framkvæmdastjóri Betri ákvarðana Vilhjálmur Þorsteinsson, fjárfestir og fulltrúi Samfylkingar í nefnd um verðtryggingu Pétur […]

Þriðjudagur 17.05 2011 - 16:56

Þjóðareign á auðlindum

Í ályktun flokksþings Framsóknarmanna um sjávarútvegsmál segir: „Tryggja verður sameign þjóðarinnar á sjávarauðlindinni m.a. með ákvæði í stjórnarskrá sbr. lög nr. 116 frá 2006. – 1.gr. – Nytjastofnar á Íslandsmiðum eru sameign þjóðarinnar.“ Þessi áhersla Framsóknarmanna á að nytjastofnar á Íslandsmiðum séu sameign þjóðarinnar er ekki ný.  Helsta gagnrýnin sem við höfum fengið á þetta […]

Sunnudagur 15.05 2011 - 10:06

Nýtt húsnæðislánakerfi, – án verðtryggingar

Almenn verðtrygging inn- og útlána og launa var lögbundin árið 1979.  Með lagasetningunni varð ætlunin að ná betri tökum á efnahagsmálum og verðbólgu. Fátt hefur þó verið umdeildara í íslensku efnahagslífi en verðtryggingin. Kostir og gallar verðtryggingar Talið er að verðtrygging skapi hvata til útlána, ekki síst þegar eftirspurn eftir lánsfjármagni er mikil, þar sem […]

Fimmtudagur 12.05 2011 - 08:32

Verðtrygging

Verðtryggingarnefnd skilar skýrslu sinni til efnahags- og viðskiptaráðherra í dag kl. 9.00.  Hlutverk hennar var að kanna forsendur verðtryggingar á Íslandi og meta kosti og galla þess að draga úr vægi verðtryggingar í íslensku fjármálakerfi án þess að fjármálastöðugleika væri ógnað.  Í nefndinni sátu fulltrúar allra þingflokka, efnahags- og  viðskiptaráðuneytis og fjármálaráðuneytis, auk áheyrnarfulltrúa frá […]

Þriðjudagur 10.05 2011 - 22:08

Að eltast við belju

Menn hafa töluvert rætt beljur síðustu daga.  Ég hef verið kölluð belja af misjafnlega skynsömum mönnum og hef aldrei skilið af hverju þetta orð er skammaryrði.  Kýr eru yndislegar skepnur,  skapgóðar og umburðarlyndar gagnvart mannskepnunni. Aðeins einu sinni óskaði ég kúm alls ills, og þá voru það léttlyndar kvígur. Ég og vinnukonan sáum um mjaltirnar […]

Laugardagur 07.05 2011 - 10:56

Þú ert klikkuð!

Viku 1 er lokið samkvæmt plani og ég hljóp/gekk samtals 16 km. Æfingarplanið var sunnudagur 4, 8 km á 40 mín (hljóp og gekk), mánudagur 40 mín á skíðavél, þriðjudagur 4,8 km á 36 mín (þurfti að ganga e 20 mín aðeins) og miðvikudagur 40 mín á skíðavél og æfingar fyrir efri hluta líkamans.  Fimmtudagurinn var […]

Fimmtudagur 05.05 2011 - 14:14

Að hlaupa 21,1 km

Ég hef ákveðið að hlaupa 21,1 km í Reykjavíkurmaraþoninu þann 20. ágúst nk.  Þetta var ekki auðveld ákvörðun þar sem ég er ekki neinn íþróttagarpur, – þoldi ekki leikfimi í grunnskóla og fór ekki að hreyfa mig fyrr en ég var komin á þrítugsaldurinn og þá með hléum. En stundum verður maður að leggja eitthvað á […]

Fimmtudagur 05.05 2011 - 09:33

Falið fylgi…

Í fyrrakvöldi birti RÚV niðurstöður Capacent könnunar um fylgi flokka. Aðalfréttin varað Framsóknarflokkurinn mælist með 16% fylgi, að Vinstri Grænir eru með 15% og fylgi stjórnarflokkanna heldur áfram að minnka. Því var  hálf fyndið að fylgjast með fjölmiðlum fela þessa frétt.  RÚV birti niðurstöðurnar í seinni fréttum (á vefnum 22.26), ég hef aldrei séð jafn […]

Miðvikudagur 04.05 2011 - 10:43

Heimskt er heimaalið barn

Íslenska orðið heimskur á uppruna sinn í heimaalinn, sbr. heimskt er heimaalið barn. Því hefur það lengi verið talið vera kostur að ferðast út fyrir landsteinana, kynnast nýjum menningarheimum og mennta sig erlendis. Æ meiri áhersla varð þó i íslenska menntakerfinu á að bjóða upp á sem fjölbreyttast nám hér heima. Nýjar námsbrautir spruttu upp […]

Höfundur

Eygló Harðardóttir
og lífið eftir pólitík.
RSS straumur: RSS straumur