Í nótt var tilkynnt um dráp á Osama bin Laden og fögnuður Bandaríkjamanna virðist vera mikill. Auga fyrir auga, tönn fyrir tönn? Ég vil frekar huga að fórnarlömbum þessara átaka, – í Bandaríkjunum, Afghanistan og Írak. Og hvernig eitt dráp réttlætir ekki annað.
Ég var hugsi eftir leiðarann Áróðurstækni Davíðs. Þar skrifar Jón Trausti Reynisson: „Vandi íslenskrar umræðuhefðar verður varla betur greindur en með orðum Davíðs Oddssonar um sjálfan sig í bókinni Í hlutverki leiðtogans, eftir Ásdísi Höllu Bragadóttur. „Ég gerði öll mál tortryggileg og fylgdi þeirri reglu veiðimannsins að maður má ekki einungis kasta flugu sem manni […]
Jónas Kristjánsson, fv. ritstjóri og bloggari endurtekur rangfærslur Kristins H. Gunnarssonar í pistlinum Framsókn styður kvótagreifa og passar sig á að bæta um betur gagnvart Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni formanni Framsóknarflokksins og fjölskyldu hans. Í bókinni The Truth eftir Terry Pratchett sem fjallar um blaðaútgáfu og tjáningarfrelsi segir: „A lie can run round the world before the […]
Á stundum verður maður sleginn yfir þeirri ósanngirni og ósannindum sem fólk leyfir sér að viðhafa um Framsóknarflokkinn, ekki hvað síst þegar um fyrrum flokksmenn er að ræða. Kristinn H. Gunnarsson skrifar pistil undir fyrirsögninni Framsókn gengin í LÍÚ og fjallar þar um nýja sjávarútvegsstefnu Framsóknarflokksins. Þar fullyrðir hann: „Hin nýja forysta hefur gengið lengra […]
Nicolas Sarkozy, forseti Frakklands, kynnti nýlega hugmyndir sínar um að skilyrða arðgreiðslur fyrirtækja við bónusgreiðslur til starfsmanna. Hann bendir á að þegar erfiðlega gengur hjá fyrirtækjum þurfa starfsmenn að taka á sig launaskerðingar og minnkun vinnutíma og því sé sanngjarnt að þeir njóti einnig góðs af því þegar betur gengur. Bónusreglan ætti aðeins að […]
Ég er að skoða svör sem Tryggvi Þór Herbertsson fékk um viðmælendur í frétta- og þjóðlífsþáttum RÚV út frá kynjahlutföllum árið 2010. Ég er eiginlega mjög hugsi yfir niðurstöðum útreikninganna, sem eru mínir. Það sem kemur á óvart er að Silfur Egils er eini þátturinn þar sem þingkonur og þingkarlar komu jafn oft fram. Þetta […]
Jakob Bjarnar Grétarsson skrifar grein í Fréttablaðinu undir fyrirsögninni Fáránleg fjölmiðlalög þar sem hann ergir sig sérstaklega á áherslu fjölmiðlalaganna um jafnrétti. Þar segir hann: „Algerlega burtséð frá því hvað fólki finnst um femínisma í sinni róttækustu mynd – í þessu kristallast grundvallarmisskilningur á eðli fjölmiðla. Þarna er verið að fara fram á að þeir […]
Hugsjónir og hugrekki Oft hef ég orðið fyrir vonbrigðum með skort á hugsjónum í stjórnmálum. Það sem hefur sviðið sérstaklega undan er hin háværa krafa um það eigi ekki að vera neinar hugsjónir í stjórnmálum. Stjórnmálamenn eigi bara að fara í verkin og ljúka þeim. Ef þeir geta það ekki þá eigi bara að fá […]
Árið 1965 gaf Félagsmálaráðuneytið út bækling um stjórnmálaflokka og stefnur þeirra. Þar skrifaði Eysteinn Jónsson, fv. formaður Framsóknarflokksins: „Framsóknarflokkurinn vill byggja upp á Íslandi sannkallað frjálst lýðræðis- og menningarþjóðfélag efnalega sjálfstæðra manna, sem leysa sameiginleg verkefni eftir leiðum samtaka, samvinnu og félagshyggju. Þjóðfélag, þar sem manngildi er metið meira en auðgildi, og vinnan, þekkingin og framtak er […]
Flestir þættir hins íslenska samfélags fengu falleinkunn í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis; stjórnmálin, viðskiptalífið, háskólasamfélagið og fjölmiðlar. Þar er talað um að almennt virtist vera litið á lög og reglur sem hindranir sem átti að sniðganga frekar en leiðbeiningar um vandaða starfshætti. Ekkert skyldi leggja hömlur á frelsi manna til athafna og umsvifa. Og við klöppuðum […]