Færslur fyrir flokkinn ‘Óflokkað’

Mánudagur 11.04 2011 - 11:55

VG og jafnréttið

Vinstri Grænir hafa skilgreint sig sem flokk sem hefur kvenfrelsi og jafnrétti í hávegum.  Því hljóta fylgismenn flokksins að vera klóra sér í kollinum yfir fréttum um að þingflokkurinn hafi ákveðið að víkja konu úr sæti þingflokksformanns fyrir karl. Árni Þór Sigurðsson tók við starfi þingflokksformanns í fæðingarorlofi Guðfríðar Lilju Grétarsdóttur, og í frétt á Eyjunni kemur […]

Mánudagur 11.04 2011 - 08:52

Eftirköst Icesave…

Það er búið að vera áhugavert að fylgjast með viðbrögðum Breta og Hollendinga frá því að nei-ið lág fyrir.  Þeir eru frekar varkárir.  Aðstoðarráðherrar og efnahagslegri ráðgjafar eru að tjá sig, ekki ráðherrarnir sjálfir. Þetta er sambærilegt og þegar Hrannar mætir í stað Jóhönnu = kemur ákveðnum skilaboðum á framfæri en skuldbindur ekki ráðherrann. Vantrú þeirra á eignum […]

Sunnudagur 10.04 2011 - 08:58

Afgerandi nei

Niðurstöður Icesave kosninganna liggja fyrir.  Meirihluti Íslendinga sagði nei við Icesave samningunum og varð nei-ið ofan á í öllum kjördæmum. Niðurstaðan eru sár vonbrigði fyrir stjórnarflokkana og forystu Sjálfstæðisflokksins. Ráðherrar ríkisstjórnarinnar verða nú að tala fyrir íslenskum hagsmunum og útskýra forsendur þess að við höfnum ríkisábyrgð á þessum kröfum. Í fyrsta lagi, það er ekki lagaleg forsenda fyrir […]

Laugardagur 09.04 2011 - 19:04

Framsókn gegn ESB aðild

Flokksþing Framsóknarmanna ályktaði í dag að Framsóknarflokkurinn telji að Ísland eigi ekki að verða aðili að Evrópusambandinu.  Ályktunin er svohljóðandi: „Framsóknarflokkurinn telur hag lands og þjóðar best borgið utan Evrópusambandsins. Nú sem fyrr standa auðlindir þjóðarinnar undir velferð hennar og fullt og óskorað forræði á þeim er forsenda farsældar til framtíðar. Framsóknarflokkurinn telur að þjóðin […]

Laugardagur 09.04 2011 - 08:09

Nefndi ekki „orðið“

Fréttablaðið birtir í dag smáfrétt af flokksþingi Framsóknarmanna og virðist telja lykilatriðið af öllu sem gerðist í gær að í 50 mínútna yfirlitsræðu formanns hafi hann ekki sagt „orðið“.  Það er til skýring á þessu fyrirbæri.  Blaðamenn Fréttablaðsins hafa legið yfir Icesave (oops, skrifaði orðið…) núna dögum og vikum saman, fengið innsendar tugi ef ekki hundruðir greina um málið og fátt […]

Fimmtudagur 07.04 2011 - 16:28

Beina brautin ekkert bein..

Allir tala um mikilvægi þess að tekið verði hratt og vel á vanda starfandi fyrirtækja í fjárhagsvanda.  Núverandi staða er vítahringur hvort sem litið er til fyrirtækjanna sjálfra, bankanna, heimilanna eða hagskerfisins í heild. Heildarfjöldi fyrirtækja í hlutafélagaskrá er 32.565, og þarf af eru um 15 þúsund fyrirtæki í virkri starfsemi.  Creditinfo heldur utan um […]

Miðvikudagur 06.04 2011 - 10:28

Umboðsmaður skuldara bregst við

Í tilkynningu á vef Umboðsmanns skuldara kemur fram að gerð verður könnun á endurútreikningi fjármálafyrirtækjanna á ólögmætum gengistryggðum lánum. Kallað verður eftir upplýsingum frá fjármálafyrirtækjunum og mun Raunvísindastofnun Háskóla Íslands fara yfir útreikningana og aðferðafræði þeirra, og skoða hvort þeir séu í samræmi við lög nr. 151/2010. Því ber að fagna að Umboðsmaður skuldara hefur brugðist […]

Þriðjudagur 05.04 2011 - 16:13

Kjóstu eins og ég vil, annars hefurðu verra af!

Þingmenn fá marga tölvupósta með hvatningu, ábendingum og já, skömmum um hin ýmsu mál.  Í dag barst okkur tölvupóstur frá Hrafni Gunnlaugssyni þar sem hann hvatti okkur, stjórnlagaráðsmenn og ýmsa fjölmiðla til að segja nei í þjóðaratkvæðagreiðslunni um Icesave.  Ekkert svo sem nýtt í því. Mér brá hins vegar hastarlega við svarpósti sem kom frá Guðmundi Gunnarssyni, formanni Rafiðnaðarsambands Íslands.  Þar óskar hann […]

Þriðjudagur 05.04 2011 - 11:43

Bréf frá Eygló, Birki og Sigmundi Davíð

Kæru félagar! Nú styttist í 31. flokksþing framsóknarmanna, sem hefst föstudaginn 8. apríl næstkomandi. Á flokksþinginu 2009 hófst mjög umfangsmikið endurskoðunar- og uppbyggingarstarf sem hefur  staðið í tvö ár og nær hámarki á flokksþinginu, en þá verður skýrsla skipulagsnefndarinnar lögð fram. Flokkurinn hefur gengið í gegn um kosningar til Alþingis og sveitarstjórna á þessum tíma. […]

Mánudagur 04.04 2011 - 11:23

Siðlaus lögleysa?

Sigurður G. Guðjónsson lögfræðingur skrifar pistil á Pressunni undir fyrirsögninni Siðleg lögleysa þar sem hann fjallar um gengislánalögin svokölluð (nr. 151/2010).  Lögin voru sett í kjölfar dóms Hæstaréttar um ólögmæti gengistryggingar og afnám vaxtaákvæðis lánasamninganna. Gunnlaugur Kristinsson, löggiltur endurskoðandi skrifaði einnig nýlega grein þar sem hann veltir upp þeirri spurningu hvort fjármálafyrirtækin séu vísvitandi að […]

Höfundur

Eygló Harðardóttir
og lífið eftir pólitík.
RSS straumur: RSS straumur