Nú er runninn upp sá árstími sem við getum öll kynnt okkur hvað nágranninn er með í laun.
Í tekjublaði DV er að finna laun 2.737 Íslendinga.
Skoðum aðeins menntamálaráðuneytið og yfirmenn ýmissa undirstofnana ráðuneytisins.
- Katrín Jakobsdóttir, menntamálaráðherra, 934.368 kr./mán.
- Páll Magnússon, útvarpsstjóri RÚV, 1.109.338 kr./mán.
- Egill Helgason, sjónvarpsmaður, 1.054.730 kr./mán.
- Óðinn Jónsson fréttastjóri RÚV, 906.868 kr./mán.
- Kristín Ingólfsdóttir, rektor HÍ 1.605.188 kr./mán.
- Baldur Gíslason, skólastjóri Tækniskólans – skóla atvinnulífsins, 1.248.388 kr./mán.
- Bryndís Hlöðversdóttir, rektor Háskólans á Bifröst, 1.138.807 kr./mán.
Einnig er áhugavert að skoða innanríkisráðuneytið sem fer með dómskerfið, samgöngur og sveitastjórnarmál.
- Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra, 956.058 kr./mán.
- Ingibjörg K. Benediktsdóttir, hæstaréttardómari, 1.163.382 kr./mán.
- Markús Sigurbjörnsson, hæstaréttardómari, 1.077.746 kr./mán.
- Karl Ágúst Ragnars, forstj. Umferðarstofu, 988.369 kr./mán.
- Snorri Olsen, tollstj. í Reykjavík, 1.042.298 kr./mán.
- Björn Óli Hauksson, forstjóri Isavia, Flugstoða, 1.533.686 kr./mán.
- Karl Sigurbjörnsson, biskup Ísl. 970.030 kr./mán.
Ég sá að ég var með 586.683 kr. á mánuði og tekjur flestra samstarfsmanna minna virðast vera ámóta. Þannig erum við á svipuðu róli og fréttamenn hjá RÚV, veðurfræðingar á Veðurstofu Íslands og fangapresturinn.
Sögulega er þekkt að þegar konum fjölgar í ákveðnum starfsstéttum þá lækka laun og virðing stéttarinnar, sbr. t.d. kennarar og prestar.
Það skyldi nú ekki vera að gerast í pólitíkinni?
PS: Látið mig vita hvað ykkur finnst. Hægt er að setja „like“ inn á Facebook eða setja inn ummæli. Athugið að ég áskil mér rétt til að eyða út grófum, ómálefnalegum og nafnlausum ummælum.