Mánudagur 23.03.2009 - 21:17 - Rita ummæli

Heilsa óháð holdafari


Heilsa óháð holdafari (Health at Every Size) er ný nálgun að heilbrigði sem hafnar þeirri hugmynd að grannur vöxtur sé forsenda heilsu og hamingju. Í stað þess er lögð áhersla á:

• Að bæta heilsu
– áhersla á tilfinningalega, líkamlega og andlega velferð án áherslu á þyngd eða þyngdartap.
• Að bæta sjálfs- og líkamsmynd
– að bera virðingu fyrir dásamlegum fjölbreytileika líkamsvaxtar í stað þess að keppa að hinni „réttu“ þyngd eða líkamslögun.

• Að njóta þess að borða
– að borða samkvæmt innri merkjum hungurs og saðningar í stað þess að fylgja utanaðkomandi  reglum, boðum og bönnum.

• Að njóta þess að hreyfa líkamann

– að stunda reglulega og ánægjulega hreyfingu sem eykur lífsþrótt, hreysti og vellíðan í stað þess að hreyfa sig fyrst og fremst í þeim tilgangi að grennast.

• Að sporna gegn fitufordómum

– að gera sér grein fyrir því að líkamsstærð og þyngd segja ekki til um matarvenjur, hreyfingu, persónuleika eða mannkosti fólks. Fegurð og manngildi koma fyrir í öllum stærðum og gerðum.

Flokkar: Heilsa óháð holdafari

«
»

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af átta og sex? Svar:

Höfundur

Líkamsvirðing er vettvangur þeirra sem vilja breytt samfélagsviðhorf varðandi útlit, heilsu og holdafar. Við viljum efla heilbrigði í víðum skilningi, vellíðan og virðingu fyrir fjölbreyttum líkamsvexti. likamsvirding@gmail.com