Þriðjudagur 01.09.2009 - 19:44 - 1 ummæli

Ný grein í Newsweek

Ágætis grein birtist í Newsweek í síðustu viku þar sem litið er gagnrýnum augum yfir offitufaraldurinn. Þar er m.a. rætt um umdeilda aðgerð CDC stofnunarinnar frá því fyrr í sumar þegar svokölluð „offitureiknivél“ var sett upp á heimasíðu stofnunarinnar svo atvinnurekendur gætu reiknað út hve mikið feitt starfsfólk myndi kosta fyrirtækið. Einnig er fjallað um nýjar rannsónknarniðurstöður sem benda til þess að offita í Bandaríkjunum fari ekki lengur vaxandi, þversagnarkenndar niðurstöður sem sýna betri afkomulíkur fólks í yfirþyngd að lokinni skurðaðgerð o.s.frv.

Greinina í heild sinni má lesa hér: http://www.newsweek.com/id/213807.

Mæli einnig með því að lesendur kíki á gluggann „Fat on film“ þar sem fjallað er um hvernig fita birtist okkur í dægurmenningunni.

Flokkar: Fitufordómar · Samband þyngdar og heilsu · Stríðið gegn fitu

«
»

Ummæli (1)

  • Elva Björk

    Góð grein! Þvílíkir fordómar sem felast í þessari reiknivél. Hvað yrði sagt ef reiknað yrði út kostnaður við veikindi kvenna umfram karla og annað kynið frekar ráðið í starf út frá því, eða veikindi hvítra umfram annarra

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af þremur og fjórum? Svar:

Höfundur

Líkamsvirðing er vettvangur þeirra sem vilja breytt samfélagsviðhorf varðandi útlit, heilsu og holdafar. Við viljum efla heilbrigði í víðum skilningi, vellíðan og virðingu fyrir fjölbreyttum líkamsvexti. likamsvirding@gmail.com