Fimmtudagur 26.11.2009 - 14:38 - 11 ummæli

The Biggest Loser

Ég hef lengi velt fyrir mér hvenær risaskandall eigi eftir að spretta út í tengslum við þættina The Biggest Loser, eitt hryllilegasta sjónvarpsefni sem til er hvað varðar fituhatur og megrunarsýki. Nú eru kurlin smám saman að koma til grafar og sýna að það er síður en svo allt með felldu innan herbúða þáttanna. Þetta ætti auðvitað ekki að koma neinum á óvart sem séð hefur þessa þætti, en af því að þarna eru misþyrmingar og niðurlæging settar fram með brosi á vör, undir formerkjum heilbrigðis, þá telja áhorfendur sig vera að fylgjast með farsælum skrefum í átt til betra lífs. Þættirnir ganga jú út á að það sé heilsusamlegt að lifa í krónískri fæðutakmörkun, keyra sig út í ræktinni klukkutímum saman og leggja allt í sölurnar til að missa sem flest kíló á sem skemmstum tíma. Það er þó hvorki skynsamlegt né heilbrigt og aðeins tímaspursmál hvenær alvarlegur skaði hlýst af. Það er ágætis mælikvarði á okkar sjúka umhverfi að svona efni skuli vera sýnt í sjónvarpi, að mestu gagnrýnislaust, og ekki einu sinni bannað börnum.

Flokkar: Fitufordómar · Megrun · Stríðið gegn fitu

«
»

Ummæli (11)

  • Margrét Rún Guðmundsdóttir Kraus

    Bíð enn spennt eftir 2. hluta pistilsins „Af hverju höfum við fitnað?“

    Hvenær kemur hann?

  • Halló, halló… verð að segja að ég get ekki deilt þessu viðhorfi til Biggest Looser þáttanna. Nenni reyndar ekki að horfa á þá lengur vegna þess að hver serían er annarri lík eins og í flestum amerískum seríum. Mér hefur öfugt við þig fundist þeir vera nokkuð heilbrigðir í viðhorfum.
    Þarna er fjallað um fólk sem er nú þegar í lífshættu vegna offitu og er komið í algert öngstræti en vill fá hjálp.
    Það losnar enginn við fitu á eðlilegan hátt nema borða minna og hreyfa sig meira eða hvað?
    Ég upplifi þættina þannig að þátttakendur vilja auðvitað fá sem mest á sem skemmstum tíma á meðan þeir eru í vernduðu umhverfi búgarðsins. Þeir fá fræðslu um næringu og eru undir eftirliti lækna.
    Hvaða meðferð myndir þú t.d. ráðleggja konu sem er 150 kíló 165cm og er að þrotum komin??
    Það verður að gera mun á því hvort verið er að hjálpa fólki sem er í vandræðum vegna offitu eða hvort verið er að selja fólki óraunhæfar líkamsímyndir með skyndilausnum og töfrakúrum. Það , að „fá gott start“ í megrun eykur ánægjuna og styrkir viljann til áframhaldandi vinnu og Biggest Looser leggur mikla áherslu á að árangur kostar vinnu og viljastyrk, hvað er svona óheilbrigt við það? Seinast í gær var í Kastljósinu Nóbelsverðlaunahafi sem sagði að til að losna við 90% hjarta- og æðasjúkdóma þyrfti fólk að borða fisk og grænmeti og hreyfa sig. Við verðum að horfast í augu við það að við erum of feit mestmegnis vegna þess sem við borðum.
    Orð eins og fituhatur og megrunarsýki eru sterk orð sem ég tel ekki eiga við um þessa þætti og að mínu viti eru „fréttir“ á frægu fólki á Vísi.is og umfjöllun um appelsínuhúð og augnhrukkur mun hættulegri en Biggest Looser.

  • Hrönn. Er það sem sagt heilbrigt að láta allt of feitt fólk sem hefur kannski ekki hreyft sig í mörg ár eða jafnvel áratugi allt í einu æfa líkamsrækt klukkutímum saman á dag með öskrandi þjálfara yfir sér? Og ef það missir ekki nógu mikið að þá er það búið að eyðileggja fyrir liðinu sínu. Ég sé bara einfaldlega ekki heilbrigðið í þessu.

  • Það er ekki heilbrigt að „láta“ fólk gera þetta. Þeir sem þarna eru hafa SÓTT UM og þau vita að hverju þau ganga eftir að hafa horft á hina þættina. Hvernig vilt þú hjálpa offeitu fólki sem vill breyta lífi sínu, léttast og fá gott start?
    Svo virðist þetta vera spurning um mismunandi upplifun af þættinum og það er þýðingarlaust að þrátta um það, eins og að þrátta um hvort málverk sé fallegt eða ekki 🙂

  • Dagný Daníelsdóttir

    Sammála Gudrúnu. Hronn tú hefur greinilega ekki lesid fréttina sem fylgdi med tessum pistli. Tessir svo kolludud læknar voru víst ekki jafn hæfir og látid var uppi. Auk tess er ekkert sem stydur tá kenningu ad tad sé hollt ad missa 15 pund á viku, aftur á móti eru heilu bunurnar af rannsóknum sem sýna fram á hættulegar afleidingar tess, t.d. fyrir hjartad. Keppandi í biggest looser sem missir 1 til 2 pund á viku kæmist nú ekki sérstaklega langt en væri hinns vegar sá eini sem væri ad fara vel med líkama sinn og gefa honum tækifæri á ad venjast breyttum lifnadarháttum. Tad er hvorki edlilegt né á nokkurn hátt heilsusamlegt ad pissa blódi í sambandi vid breyttas matarvenjur og líkamsrækt. Ef einhver nákominn tér myndi segja tér ad vidkomandi hefdi keyrt sig svo út á æfingum og svelti ad sá hinn sami endadi med ad vera med blód á tvaginu, myndiru, í stadinn fyrir ad óttast um heilsu vinar tíns eda fjolskyldumedlims, klappa honum á bakid og segja „til hamingju! Tú átt skilid verdlaun!“

  • Ég hugsa að þeim gangi best sem detta fyrst út og halda áfram heima hjá sér í sínu umhverfi. Þar gera þau þetta á sínum hraða og missa „eðlilegt“ magn af kílóum, en missa ekki allt þetta í vernduðu umhverfi og þurfa svo að byrja nýtt líf þegar heim er komið. Þá fyrst eru hindranirnar !

  • Slakið aðeins á, hvar lest þú það að ég sé hlynnt hraðmegrun og ofreynslu? Ég hef sjálf megrað mig um nokkur kíló með erfiðismunum (mataræði og þjálfun) og get ekki ímyndað mér að standa framan við þann vegg að þurfa annaðhvort að tapa 50 kílóum eða fara í hjólastól. Það sem mér finnst Biggest Looser sýna fram á að það er hægt og það getur kveikt vonarneista hjá einhverjum. Hvernig vilt þú fara að þessu?

  • Jón H. Eiríksson

    Takk fyrir að vekja máls á þessu. Ofbeldið og ranghugsunin við þessa þætti er skelfileg. Beinlínis hættulegt fólki sem á við offituvanda að stríða. Síðan ýta þættirnir undir fordóma og vanskilning almennt gagnvart offituvandamálinu og of feitu fólki.

    Hræðilegt sjónvarpsefni.

  • Hrönn. Ég myndi vilja fara að þessu á þann hátt að fólk, sem hefur kannski ekki hreyft sig í áraraðir og jafnvel áratugi, þurfi ekki að hreyfa sig klukkutímum saman til að vera í lagi. Til að skemma nú ekki fyrir liðinu sínu.

    Fólk á bara einfaldlega að byrja hægt. Það getur verið frústrarandi já en það er eina leiðin til að gera þetta á heilbrigðan hátt. Líkami sem er ekki vanur hreyfingu fer bara í sjokk þegar hann er svo allt í einu látinn ganga klukkutímum saman á hlaupabretti og lyfta lóðum þar að auki. Ég fæ líka alltaf í magann þegar ég sé fólkið vera látið hlaupa og hoppa þegar það er í svona slæmu ástandi. Ég hugsa alltaf að þetta muni bara einfaldlega skemma á þeim hnén. Það er ekki eins og það sé gott fyrir hnén að stökkva og hlaupa þegar fólk er þetta þungt.

    Það er bara allt of mikill æsingur í þessum þætti til að mér finnist hann í lagi. Fólk er látið byrja of skart, það æfir allt of mikið með einhvern brjálaðan þjálfara öskrandi í eyrun á þeim að hlaupa nú bara einn kílómeter enn.

    Algjört rugl.

  • væri hægt að fá tengil á þessa frétt?

  • sorry, var að sjá hann núna. fór fram hjá mér fyrst

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af tveimur og fimm? Svar:

Höfundur

Líkamsvirðing er vettvangur þeirra sem vilja breytt samfélagsviðhorf varðandi útlit, heilsu og holdafar. Við viljum efla heilbrigði í víðum skilningi, vellíðan og virðingu fyrir fjölbreyttum líkamsvexti. likamsvirding@gmail.com