Fimmtudagur 12.08.2010 - 17:29 - 10 ummæli

Samfélagsbreytingar

rainbow_flag

Hinsegin dagar gera mig alltaf svo glaða. Þetta er auðvitað gleðihátíð svo hvernig er annað hægt? En þessir dagar gefa mér líka svo áberandi staðfestingu á því að samfélagsbreytingar eru mögulegar. Það er erfitt að efast um að hægt sé að breyta samfélaginu þegar sönnunin blasir við í allri sinni dýrð. Auðvitað þarf ég samt ekkert að horfa til samkynhneigðra til að finna staðfestingu á þessu. Mér nægir að minna mig á að ég sé háskólagengin kona með kosningarétt og bílpróf.

Hvað sem því líður þá er barátta samkynhneigðra um margt sérstök. Og mjög til eftirbreytni að mínu mati. Hún hefur kosið að leggja áherslu á hið jákvæða, mæta andstöðu með brosi, vera sterk, óhrædd og hvika hvergi en leita samt ekki uppi slagsmál eða leiðindi. Í stað þess að berjast við myrkrið, sem er tilgangslaust og þreytandi, þá kveikir hún ljós. Meira þarf ekki til.

Auk þess hefur barátta samkynhneigðra snúist um það að vera sýnileg. Opinber og ekki í felum. Þetta er grundvallaratriði. Að þora að vera þau sjálf og kalla sig homma og lesbíur þótt þessi orð hafi iðulega verið notuð sem uppnefni og nánast blótsyrði. Með þessum hætti hefur tekist að breyta þeirri merkingu sem tengd er við homma og lesbíur. Þegar við þekkjum öll venjulegt, elskulegt, duglegt og klárt fólk sem kallar sig homma og lesbíur, þá hættum við að hugsa um það sem eitthvað agalegt. Persónuleg reynsla okkar af þessum hugtökum verður önnur.

Þetta er ástæðan fyrir því að lögð er áhersla á það í mannréttindabaráttu feitra, að feitt fólk kalli sig feitt. Það er til að endurheimta þetta orð – sem er í eðli sínu ekki slæmt eða neikvætt heldur hefur sú merking komið frá samfélaginu – og breyta merkingu þess. Þegar við sjáum að „feit manneskja“ getur verið duglegur starfskraftur, frábært foreldri, flinkur fagmaður,  skemmtileg vinkona, hraustur útivistargarpur og endalaust margt fleira, þá hættir „feit manneskja“ að þýða eitthvað ömurlegt í hugum okkar.

En til þess að svo megi verða þurfum við að fara að nota orðin „feitur“ og „feit“. Ekki sem uppnefni eða áfellisdóm heldur sem hlutlausa og raunsanna lýsingu á manneskju. Það að fara í felur með orðið er að segja að það sé eitthvað neikvætt eða skammarlegt – og þannig viðhalda neikvæðri merkingu þess. Við þurfum að þora að segjast vera feit, alveg eins og við þorum að segjast vera lágvaxin eða hávaxin. Við þurfum að þora að koma fram eins og við erum. Við það öðlumst við frelsi og reisn og útrýmum neikvæðum viðhorfum um líkama okkar.

Flokkar: Fjölbreytileiki

«
»

Ummæli (10)

  • Feitt fólk getur nú bara líka drifið sig í megrun og hætt þessu væli. Hvers konar prozac-heimspeki er nú þetta hjá þér??
    Ég þekki fullt af feitu og jafnframt frábæru fólki, og það getur allt saman bara drifið sig í ræktina ef þetta er eitthvað mál.

  • Eða viltu meina að vera feit/ur sé ekki óhollt? Bara bull.

  • Gott að Palli útskýrir það fyrir okkur að ef feitu fólki er sýnd vanvirða, þá á það bara að megra sig.

  • Vertu ekki með þetta bull og útúrsnúning, EG. Þetta er bara bull. „Mannréttindi feitra“??? Wtf??

    ..og ég er sjálfur feitur, by the way. Ef einhver kallar mig feitan sem svona níðyrði, þá segi ég viðkomandi að ég geti farið í megrun en hvað geti hann gert í því að vera heimskur og óþroska. Ég fer samt ekki að væla og heimta að almenningur noti orðið öðruvísi. Að vera feitur er óhollt og neikvætt. Ef ég hef þörf fyrir að losa mig við níðyrði frá óþroska fólki (sem rakkar aðra niður til að upphefja sjálfan sig í samanburðinum og ber vott um lágt sjálfsálit), þá fer ég bara í ræktina eða megrun eða eitthvað. Ég fer ekki að væla og heimta að annað fólk breyti sínum skoðunum.

  • Og já, feitt fólk getur bara drullað sér í ræktina! Það á við um sjálfan mig sem og allt annað feitt fólk. En það á að fara í ræktina fyrir sjálft sig, en ekki vegna ummæla annars fólks. Það er óhollt og neikvætt (fyrir það sjálft, líkamlega og andlega) að vera feitur. Allt væl í heiminum breytir því ekki.

  • Anna María

    Þegar hugtakið feit/feitur er oft notuð á þann hátt að það lýsi eigindum einhvers. Það er líklega það sem verið er að tala um hér. Manneskja sem er feit er sannarlega aldrei fyrst og fremst feit manneskja, ekki frekar en horuð mannsekja er fyrst og fremst horuð manneskja. Manneskja sem er hávaxin, lágvaxin, örvhent, ljóshærð, rauðhærð, bláeyg, gráeyg, stórfætt eða smáfætt er aldrei fyrst og fremst eitthvað svona. Ekkert af þessu lýsir manneskjunni á neinn hátt. Sumt af þessu er þó notað einsog til að niðra fólk. Eða er ekki stundum sagt að einhver sé ljóshærður, bláeygur eða feitur, og það notað til að kalla fram einhverjar hugmyndir um manneskjuna sjálfa. Ekkert er fráleitara í raun og veru. Við eigum ófeimin að nota þessi orð og sleppa því að hlaða þau neikvæðum gildum

  • Þú velur hvort þú ert feit eða ekki. Þú velur ekki hvort þú ert hávaxin, ljóshærð bláeygð o.s.frv.
    Það er ekki heilbrigt að vera feitur, hvorki líkamlega né andlega, og þar af leiðandi neikvætt.
    Fólk sem kallar annað fólk feitt lýsir sjálfur sér meira en nokkru öðru. Það félagslega vanþroskað, bendir til lágs sjálfsmat og kanski líka óþroska að horfa á fólk með feitt/ekki feitt augum, eins og það sé yfirleitt mikilvægur samanburður á fólki.

    Ég hefði búist við að sálfræðingur áttaði sig á þessu. Þetta snýst ekki um eitthvað orð heldur hegðun, og fyrir feitt fólk sem verður fyrir aðkasti þá snýst þetta um jákvætt/neikvætt sjálfsálit sem kemur að innan eða að utan frá öðrum, og þroskann til að láta aðra ekki rakka sig niður.

    Merking orðs fer eftir notkun þess.

    Að reyna að hjálpa feitum einstaklingi með að líða betur með sjálfan sig vegna aðkasts frá heimskingjum með því að ætlast til að fólk breyti almennri málvenju, er eins og að ætla að laga vélarbilun í bíl með því að þvo hann að utan eða leggja nýjan veg. Ef það er virkilegt vandamál þá á að laga vélina (drulla sér í ræktina og hætta þessu væli), en vandamálið stafar af áhrifum af aðkasti. Ef það eru engin áhrif þá er ekkert vandamál, en bíllinn ætti engu að síður að fara í ræktina til að starfa betur. Þá getur hann keyrt lífsleiðina lengra og hraðar.

  • Palli, mjog vitsmunaleg ummæli hjá tér, hljómar á engn hátt eins og tú hafir lidid fyrir tad frá samfélagsins hendi ad vera kalladur feitur og tú ert augljóslega ekki í neinni vorn gagnvart tessari pælingu. En engu ad sídur vill ég benda tér á ad fyrir alls ekki svo longu var samkynhneigd talin valin hegdun, og fólk gat bara látid lækna sig og hætt tessum ólifnadi, rétt eins og tú bendir fólki á ad hoppa bara inn í tetta tofrahús“ ræktin“ og snúa frá sínum afvegaleidda lifnadi sem feit manneskja. Og ádur en tú svarar mér á tann máta ad nú séu jú merkir vísindamenn búnir ad SANNA tad ad tetta sé einfalt reikningsdæmi med orku inn vs. orku út, tá er gaman ad geta tess ad tad var sá tími tar sem ALLIR voru sammála um ad jordin væri flot , líka snjollu vísindamennirnir.

  • Oft hef ég rokkað feitt og allir voru hæstánægðir.

  • Danton-María (María Jónsdóttir)

    Umræðan hérna er sem fyrr – reynt er með öllum ráðum að gera of feita einstaklinga að minnihlutahóp.

    Þetta er alveg rétt hjá Palla. Ég hef áður lýst þeirri skoðun minni að málflutningurinn er frekar einkennilegur. Offita er mikið vandamál í hinum vestræna heimi á meðan sumt fólk í þróunarlöndum hefur ekki borðað sæmilega máltíð á ævi sinni. Mér finnst það verulega ógeðfellt tilhugsunar.

    Enn og aftur: Fólk velur ekki kynhneigð sína frekar en hæð. Hins vegar er hægt að velja að vera of feitur ef enginn gerir neitt í sínum málum. Mér finnst að fólk sem velur að vera of feitt og reynir síðan að fá aðra til að sýna þeim skilning eins og það sé minnihlutahópur, þá er eitthvað mikið að. Það hefur ekkert að gera með það að áður hefði fólk haldið að jörðin væri flöt.

    Fita er óholl. Punktur. Jörðin er ekki flöt. Annar punktur. Lifið heil.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af sex og átta? Svar:

Höfundur

Líkamsvirðing er vettvangur þeirra sem vilja breytt samfélagsviðhorf varðandi útlit, heilsu og holdafar. Við viljum efla heilbrigði í víðum skilningi, vellíðan og virðingu fyrir fjölbreyttum líkamsvexti. likamsvirding@gmail.com