Laugardagur 03.03.2012 - 13:04 - 64 ummæli

Er þátttaka í fitness heilsusamleg?

Hvað er fitness?

Flestir hafa sennilega heyrt um „fitness“ eða hreysti eins og mætti þýða orðið á íslensku. Mikil umfjöllun hefur verið um þetta fyrirbæri í fjölmiðlum um nokkurt skeið og iðkendum fitness gjarnan stillt upp sem fyrirmyndum hvað varðar heilbrigt líferni. En snýst fitness um heilsueflingu? Margir hafa bent á að fitness hafi lítið með hreysti og heilbrigði að gera en sé fyrst og fremst útlitsdýrkun undir formerkjum heilsueflingar. Hildur Edda Grétarsdóttir (2009), sem gerði lokaverkefni sitt við Menntavísindasvið Háskóla Íslands um þetta efni,  lýsir málinu á þessa leið:

Keppni í fitness felst í því að koma fram, yfirleitt mjög fáklædd/-ur, fyrir dómnefnd sem leggur mat á útlit keppenda, svo sem líkamsbyggingu, vöðvastærð og jafnvel andlitsfegurð. Undanfari keppninnar er stíf styrktarþjálfun þar sem markmiðið er að stækka vöðva en síðan er líkamsfita skorin niður eins mikið og hægt er til þess að gera vöðvana meira áberandi, eða að vera „skornari“ eins og oft er sagt. Því fylgir yfirleitt strangt mataræði, sem er miðað að því að halda sem mestum vöðvamassa en skera burt fitu. Langflestir keppendur bera síðan á sig gríðarlegt magn af brúnkukremi og/eða stunda sólböð sem á enn frekar að skerpa ásýnd vöðvanna.

Í raun má því segja að keppni í fitness sé fyrst og fremst keppni í ákveðnu útliti og erfitt að sjá hvernig slík keppni er frábrugðin dæmigerðri fegurðarsamkeppni að öðru leyti en því að það útlit sem keppt er í er ólíkt.

 

Hverjar eru afleiðingar þess að taka þátt í fitness?

Lesendur þessarar síðu vita líklega flestir að megrun og tilraunir til fitutaps eru eru alla jafna gagnslítið og jafnvel áhættusamt athæfi. Í rannsókn Andersen, Bartlett, Morgan og Brownell frá árinu 1995 kom fram að keppendur í vaxtarrækt höfðu endurtekið farið í megrun, og  tæpur helmingur sagðist hafa stundað ofát (binge-eating) eftir þátttöku í keppni. Langflestir, eða rúm 80%, sögðust einnig hafa þrálátar hugsanir um mat. Þá kom í ljós að allt að því helmingur þátttakenda sagðist glíma við sálræna erfiðleika á meðan þeir bjuggu sig undir keppni, svo sem kvíða, skapvonsku eða reiði. Í stuttu máli sagt áttu þátttakendur í afar óheilbrigðu sambandi við mat og glímdu margir við andlega vanlíðan.

Áhrif fitnessiðkunar á Íslandi hafa einnig verið könnuð. Sigurður Heiðar Höskuldsson og Sigurður Kristján Nikulásson (2011) könnuðu áhrif undirbúnings og þátttöku í fitness á líkamlega og andlega líðan kvenna, bæði meðal fyrrverandi keppenda í fitness og þeirra sem bjuggu sig undir keppni á þeim tíma sem rannsóknin fór fram. Í ljós kom að hitaeiningafjöldi sem keppendur neyttu var langt undir ráðlögðum viðmiðum Lýðheilsustöðvar, en keppendur stunduðu stífar æfingar allt að því sjö sinnum í viku. Tæp 40% þátttakenda sögðust finna fyrir aukinni skapstyggð við mikið æfingaálag, líkt og á undirbúningstímabili fyrir keppni og um 30% sögðust finna fyrir svefntruflunum. Um það bil 70% þátttakenda rannsóknarinnar sem voru þá við það að keppa í fitness sögðust hafa fundið fyrir átröskunareinkennum á þjálfunar-/keppnistímabilinu. Rúm 50% þátttakenda í sama hópi sögðust hafa fundið fyrir röskun á tíðahring miðað við um 90% fyrrum keppenda í fitness sem tóku þátt í rannsókninni. Einn fyrrum fitness keppandi gekk m.a.s. svo langt að fullyrða að nær allir kvenkyns keppendur í fitness finni fyrir röskun á tíðahring og að það sé jafnvel takmark margra þeirra að fara ekki á blæðingar. Það sé til marks um að fituprósentan sé komin niður fyrir ákveðin mörk, sem sé álitið einkar eftirsóknarvert. Rúmur helmingur allra þátttakenda rannsóknarinnar taldi notkun stera og annarra ólöglega lyfja algenga í fitness. Enginn fyrrum keppenda sem rannsakendur ræddu við hafði hug á að taka aftur þátt en flestir þeirra sem bjuggu sig undir fitness á þeim tíma sem rannsóknin fór fram sögðust hafa áhuga. Það er í raun ekki undarlegt ef litið er til þess að þeir sem eru í undirbúningi fyrir keppni hafa fórnað miklu og lagt á sig gríðarlega mikið erfiði til þess að ná árangri. Á þeim tímapunkti finnst fólki gjarnan að tilgangurinn helgi meðalið og það er erfitt að viðurkenna fyrir sjálfum sér að eitthvað sem maður eyðir miklum tíma, orku og fjármunum í sé ekki þess virði. Afleiðingarnar verða oft ekki ljósar fyrr en seinna, þegar litið er til baka.

 

Hvar er gagnrýnin hugsun fjölmiðla?

Stanslaus upphafning granns eða vöðvamikils líkamsvaxtar í fjölmiðlum og í daglegu tali hlýtur að móta hugmyndir okkar um hvað telst eðlilegt og fallegt. Fitness og vaxtarrækt fá afar jákvæða athygli og umfjöllun í fjölmiðlum þrátt fyrir að þessi iðja snúist mest um útlit og minna um líkamlega hreysti, jafnvel þannig að fólk skaðar líkama sinn til þess að geta náð sem mestum árangri. Fólki er hrósað í hástert fyrir að hafa sigrast á líkama sínum, náð tökum á lífi sínu og jafnvel sigrast á átröskunum með því að keppa í fitness. Stóru orðin eru ekki spöruð! Það hlýtur að teljast ámælisvert hversu gagnrýnislaust fjölmiðlar hampa og hvetja til þessa lífsstíls þegar litið er til þess hversu alvarlegar afleiðingar hann getur haft. Hvergi er minnst á neikvæða fylgifiska eða mögulega skaðsemi heldur tekið undir að þessi lífsstíll sé heilbrigður og öllum til eftirbreytni. Vitundarvakningar er þörf! Heilbrigður lífsstíll á ekkert skylt við þær öfgar og þá áhættusömu hegðun sem oft virðist einkenna fitness. Þvert á móti getur þetta verið önnur birtingarmynd útlitsþráhyggju, neikvæðrar líkamsmyndar og átraskana sem aldrei ætti að hvetja til, hvað þá að upphefja sem ímynd heilsu.

 

Heimildir:

Andersen, R.E., Bartlett, S.J., Morgan, G.D. og Brownell, K.D. (1995). Weight-loss, psychological, and nutritional patterns in competitive male body builders. International Journal of Eating Disorders, 18, 49 – 57.

Hildur Edda Grétarsdóttir. (2009). Fitness og Þrekmeistarinn: Þjálffræðilegur bakgrunnur fitness- og þrekmeistarakeppni, fræðileg umfjöllun og almennar upplýsingar. Óbirt BS ritgerð, Menntavísindasvið Háskóla Íslands.

Sigurður Heiðar Höskuldsson og Sigurður Kristján Nikulásson. (2011). Áhrif þátttöku kvenna í fitness á andlega og líkamlega heilsu þeirra. Óbirt BS ritgerð, Tækni- og verkfræðideild Háskólans í Reykjavík.

Flokkar: Líkamsmynd · Útlitskröfur · Þyngdarstjórnun

«
»

Ummæli (64)

  • Jóhannes

    Auðvitað er þetta ekki besta leiðin til að stunda heilbrigðan lífsstíl, en það sama má segja um ýmsar aðrar íþróttir þar sem þú tekur vissa áhættu til að ná árangri, svosem hnefaleikar, kappakstur, ruðningur og skíðaíþróttir.

    Síðan er myndin photoshoppuð.

  • Haukur Kristinsson

    Að líkja skíðaíþróttum við „body building“, er hámark vitleysu.

  • Það hefði nú kannski verið viðeigandi að láta pistlinum fylgja mynd af fitnesskeppanda, en ekki ýktasta vaxtarræktarmanni í heimi, Markusi Ruhl (bæ eða vei….ég óttast að þessi mynd sé EKKI fótósjoppuð).

    Hins vegar má segja að það sé stigs-, en ekki eðlismunur á fitness og vaxtarrækt. Markmiðið er ákveðið vaxtarlag og engin fita. Þetta er klárlega ekki hollt, sérstaklega til lengri tíma litið.

  • Guðmundur

    „Á þeim tímapunkti finnst fólki gjarnan að tilgangurinn helgi meðalið og það er erfitt að viðurkenna fyrir sjálfum sér að eitthvað sem maður eyðir miklum tíma, orku og fjármunum í sé ekki þess virði. Afleiðingarnar verða oft ekki ljósar fyrr en seinna, þegar litið er til baka.“

    Hvað hefuru fyrir þér með þessar aðdróttanir?

    „Stóru orðin eru ekki spöruð! Það hlýtur að teljast ámælisvert hversu gagnrýnislaust fjölmiðlar hampa og hvetja til þessa lífsstíls þegar litið er til þess hversu alvarlegar afleiðingar hann getur haft.“

    Eða hér ?

    „Vitundarvakningar er þörf! Heilbrigður lífsstíll á ekkert skylt við þær öfgar og þá áhættusömu hegðun sem oft virðist einkenna fitness. Þvert á móti getur þetta verið önnur birtingarmynd útlitsþráhyggju, neikvæðrar líkamsmyndar og átraskana sem aldrei ætti að hvetja til, hvað þá að upphefja sem ímynd heilsu.“

    Jahá.
    Hefur þú, Bergljót Gyða, nokkra hugmynd um hvað þú ert að tala?

  • Bergljót Gyða er að vísa í vísindalegar rannsóknir á viðhorfum og líðan fitness keppenda. Hún hefur því greinilega einhverja hugmynd um hvað hún er að tala.

    Hverjar eru þínar heimildir, Guðmundur, aðrar en brjóstvitið?

  • Svo löngu orðið tímabært að opna umræðu um þetta…Sú mynd er dregin upp í fjölmiðlum að vaxtarrækt sé “hreysti og hollusta“ …ef lífið er meira og minna farið að snúast um útlitsdýrkun, strangar reglur, aga, “rétt“ mataræði er ekki orðið langt bilið í skilgreiningu átröskunar! Ekki hollusta.
    Við Íslendingar erum svo öfgafullir í hverju sem við tökum okkur fyrir hendur. Hvað varð um hinn gullna meðalveg? Lifa í sátt við sjálfan sig? og hætta þessum endalausa samanburði og metingi…

  • Anna Berglind

    Guðmundur mér þykir þú djarfur að véfengja umræðu sem gerð er í samræmi við niðurstöður rannsókna.

  • Greg Plitt

    Mesta rugl sem ég hef lesið, hér er quote handa ykkur sófadýrunum sem er vel við hæfi…

    There will always be critics in your life. The bigger you become, the larger the population will grow with them. They will beat you down at the first sign of any shortcoming on your part. If there isn’t any shortcomings then they will make them up or do anything to bring you down. Laugh at these people and feel sorry for them, for they are the ones who never tried, the ones who chose the path that was easiest to them, ones that lived in a comfort zone and are now trying to justify their life by turning your courage into stupidity to help bring peace to the haunting memories of when they had a chance to be something and passed on it.

  • Þura Björg

    Greg Pitt, þú hlýtur að vera að grínast með að kalla „hina“ sófadýr! Það er hægt að lifa mjög heilbrigðu lífi án þess að taka þátt í fitness þakka þér fyrir.

    Annars finnst mér þetta frábær grein og algjörlega nauðsynleg í umræðuna.

  • Þessi grein er frekar hlægileg og jaðar við það að vera grátleg.

    Ég fæ alltaf illt í hjartað þegar ég sé greinar eins og þessa, þegar einstaklingar lesa 2-3 ritgerðir eða greinar og ákveða svo að skrifa grein eins og þeir séu orðnir sérfræðingar í efninu.

    Að doktorsnemi noti hluti eins og: „Margir hafa bent á..“ og „Í raun má segja..“ án þess að koma með heimildir eða benda á að þessir hlutir eru einfaldlega hennar skoðanir. Þetta er grátlegi parturinn við þess a grein.

    Hlægilegi parturinn er að greinarhöfundur er vísvitandi að búa til og að mistúlka tilvitnanir úr heimildum sínum til þess að koma með rök fyrir sínu máli og það er greinilegt að greinarhöfundur er langt því frá að vera hlutlaus í greinarskrifum sínum.

    T.d. segir hún að „Um það bil 70% þátttakenda rannsóknarinnar sem voru þá við það að keppa í fitness sögðust hafa FUNDIÐ FYRIR (áherslan er mín) átröskunareinkennum á þjálfunar-/keppnistímabilinu. “

    Sem er tekið úr BS ritgerðinni Áhrif þátttöku kvenna í fitness á andlega og líkamlega heilsu þeirra eftir Sigurður Heiðar Höskuldsson og Sigurður Kristján Nikulásson.

    En í BS ritgerð þeirra er spurningin: „Varðst þú VAR VIÐ (áherslan er mín) einkenni átröskunarsjúkdóms/a í KRINGUM (áherslan er mín) þátttöku þína í Fitness?“

    Veit ekki hvernig greinarhöfundur fær það út að fólk hafi fundið fyrir átröskunareinkennum þegar í raun og veru voru vör við þau í kringum sig.

    Virkilega hlægilegt ef þú spyrð mig, en það er kannski bara ég. Maður spyr sig hvernig doktorsritgerð hennar verður…

    ps. Hér er BS ritgerðin þeirra: http://skemman.is/handle/1946/9239

    @Anna Berglind – Þú hlýtur að vera grínast. Hverskonar fáviska er þetta?
    Tekur þú allri „umræðu um sem er gerð í samræmi við niðurstöður rannsókna“ sem heilagar og það megi ekki vefengja þær eins og hvað annað? Gleypir þú við öllu svo lengi sem að það sé vottur af rannsóknum á bakvið án þess að skoða málið sjálf og mynda þér þína eigin skoðun?

    Ég vakna á morgnanna og þakka fyrir að fólk er ekki eins og þú, því þá myndum við enn þá halda að jörðin væri flöt.

  • Mér finnst þessi grein fullkomlega eiga rétt á sér. Umfjöllun fjölmiðla um lífstíl fólks í þessum bransa virðist alltaf impra á því að lífstíllinn þeirra sé heilbrigður og frábær. Er í alvörunni heilbrigt fyrir stúlkur að fara niður fyrir heilbrigða fituprósentu, í sumum tilfellum svo alvarlega að hún finnur fyrir röskun á tíðarhring? Þrátt fyrir að það líkamsform vari einugis í nokkra daga þá getur það ekki talist heilbrigt að fara svona með líkamann. Þess má meðal annars geta að það er þekkt hjá anorexiu og bulemiu sjúklingum að tíðarhringur brenglast. Eðlilegt? Heilbrigt? nei ég held ekki.
    Heilbrigður lífstíll er þegar manneskja hugsar vel um matarræðið, stundar hreyfingu reglulega og heldur sér í góðu líkamsformi og eðlilegri fituprósentu.
    Ljósabekkir, sterar, gelneglur, hárlengingar, efnislítil bikini, níðþröngar speedos, svelti, og hættulega lágar fituprósentur er ekki það sem ætti að vera almennt talið heilbrigt eða eftirsóknarvert.
    Það að ákveðnir þjóðfélagshópar vilji stunda þetta kemur mér ekki við, það sem mér finnst fáránlegt er að þessi lífstíll sé í alvörunni stimplaður sem heilbrigður af fjölmiðlum.

  • Daði Heiðar

    „Greg Plitt.“

    Mjög áhugaverð tilvitnun hjá þér og líklega margt til í henni. Af þeim ástæðum langar mig til að greina röksemdafærslu tilvitnunarinnar nánar.

    Í fyrsta lagi er að sjá, að því meiri velgengni sem viðkomandi öðlast, því meira munu aðrir reyna að eyðileggja fyrir þér.

    Í öðru lagi munu þeir sem vilja eyðileggja fyrir þér reyna að gera allt sem í þeirra valdi stendur til þess að áætlunarverk þeirra náist, s.s. með tilbúningi (þ.e. einhverju sem ekki er rétt).

    Í þriðja lagi eru þetta einstaklingar/fólk sem valdi auðveldu leiðina í lífinu og árásir þeirra eru gerðar í þeim tilgangi að réttlæta sín eigin mistök.

    Nú er að skoða hversu vel þessi rök eiga við í raun og veru. Ég mun annars vegar heimfæra þau upp á þitt dæmi og síðan greinina og óhjákvæmilega greinarhöfund.

    Fyrsta röksemdin verður hér nefnd velgengnisrökin. Velgengni í þínu dæmi er líklegast (með tilliti til andlags greinarinnar og nafni þess manns sem þú kemur fram undir) frami á sviði líkamsræktar (e. Bodybuilding). Því mætti halda fram að slíkur frami sé öðrum betri. Einnig mætti halda fram að gildi slíks frama sé háð skoðanda hverju sinni, þ.e. slíkt sé afstætt. Að lokum væri enn fremur hægt að fullyrða að frami á mörgum öðrum sviðum sé merkilegri en frami í líkamsrækt. Í raun er auðveldast að rökstyðja seinustu röksemdafærsluna með vísan í þjóðfélagslega þýðingu, þjóðfélagslega hagkvæmni og ekki síst, vegna þeirrar staðreyndar að frami á því sviði getur haft skaðleg áhrif á þátttakandann sjálfann.

    Önnur röksemdin verða hér kölluð eyðileggingarrökin. Þessi rök eru sérstaklega áhugaverð í þessari umræðu. Greinarhöfundur styður niðurstöðu sína við rannsóknir sem gerðar eru með vísindalegum aðferðafræðum. Þetta þýðir í sjálfu sér ekki að þær séu sannar, enda er yfirleitt aldrei hægt að segja að neitt sé sannað, heldur að niðurstaða rannsóknarinnar sé líklegast rétt. Eina leiðin til að sýna fram á annað er með rannsókn sem einnig styðst við vísindalegar aðferðir. Af þessu sést annars vegar að þessi röksemdafærsla á ekki við í tilfelli umræddrar greinar, enda er hún hvorki uppspuni né hefur verið sýnt fram á annað með haldbærum rökum. Og hins vegar að hún á við um þína eigin gagnrýni. Gagnrýni sem ekki styðst við neitt nema þína eigin hugmynd.

    Að endingu er forvitnilegt að skoða þriðju rökin, sem hér verða kölluð öfundarökin. Þar er vísað til þess að greinarhöfundur hafi valið auðveldu leiðina í lífinu og deili á aðra af þeirri ástæðu. Þessi rök eru sérstaklega áhugaverð í ljósi þess að greinarhöfundur er háskólamenntuð og stundar nú framhaldsnám í sálfræði erlendis. Engum ætti að vera erfitt að sjá að þessi röksemdafærsla á engan veginn við. Og vil ég leyfa mér að fullyrða að erfiðara sé að ná slíkum frama á mennta- og fræðasviði en að ná af sér nokkrum kílóum, eða setja á sig nokkur aukakíló, með utanaðkomandi hjálp.

    Af framangreindu má telja að röksemdafærslan, þó ágæt sé, eigi engan veginn við um umrædda grein og greinarhöfund. Hún á þó ágætlega við um ummælanda sjálfan. Eins og stundum er tekið til orða, hann skaut sjálfan sig í fótinn.

  • Daði Heiðar

    Sæll Karl.

    „En í BS ritgerð þeirra er spurningin: „Varðst þú VAR VIÐ (áherslan er mín) einkenni átröskunarsjúkdóms/a í KRINGUM (áherslan er mín) þátttöku þína í Fitness?“

    Veit ekki hvernig greinarhöfundur fær það út að fólk hafi fundið fyrir átröskunareinkennum þegar í raun og veru voru vör við þau í kringum sig.“

    Það er svo sem óþarfi að eyða miklu púðri í þessa tilraun þína til rökhugsunar. Í fyrsta lagi þýðir voða lítið að skoða rannsóknarspurninguna til að finna út hver niðurstaða rannsóknarinnar var. Í öðru lagi þá segir „í kringum þátttöku þína í Fitness.“ Þetta þýðir sem sagt í „tengslum við þátttöku í Fitness.“ Ekki átröskunareinkenni sem þátttakendur sáu í kringum sig.

    Ég hef svo sem ekki skoðað rannsóknina sjálfur, enda hef ég ekki þekkinguna til að lesa úr henni. Að lokum, ég mun ekki svara þér nema þú reynir að rökstyðja mál þitt frekar, s.s. með beinum tilvitnunum úr rannsókninni. Þótt mér finnist gaman að rökræða þá finnst mér voðalega leiðinlegt að þræta.

  • Það sem að mér finnst gaman við svona greinar er það að hún er skrifuð af fólki sem hefur bara lesið hluti, það er alltaf þannig að greinarhöfundur og hans „fylgismenn“ í commenta kerfinu hafa aldrei prófað þessa hluti. Þeir hafa bara lesið um þá og eru orðnir sérfræðingar á sínu sviði. Oft á tíðum er þetta fólk að skrifa eins vandað og það getur til að sýna hversu “öflugt” það er málefnalega séð og hefur greinilega margar internet deilur að baki. Ég ætla nú ekki að reyna að vera mjög málefnalegur því fyrir mér er þetta bara svart á hvítu.

    Mér langar að segja ykkur eitt, fitness keppendur hafa lagt muuuun meira á sig en þið gerið ykkur grein fyrir til þess eins að komast á svið. Þið viljið benda á að þetta sé ekki „holt“? Okey. Keppendur sem taka þátt í þessum keppnum vita hvað hollusta er en þið greinilega ekki. Þeir vita að þessir 6-5 dagar í ræktinni þar sem þau keyra sig út hverja viku eru heilbrigt líferni, þau vita að fiskurinn, skyrið og kjúklingurinn sem þau setja ofan í sig í kílóatali hvern mánuð eru hollari en súkkulaðið sem þið borðið í sófanum á laugardagskvöldum. Þessir keppendur neyta sér um allan þann munað sem þið leyfið ykkur, það kalla ég hollustu.

    Það sem að skiptir máli er að þau virkilega UNNU fyrir því að komast þarna á svið. Svo koma vitleysingjar eins og þið, sem hafið „lesið“ ykkur til um þetta og ákveðið að fyrst þau þurfa brúnkukrem, gelneglur, háa hæla og að klæðast baðfötum á sviðinu að þá er þetta bara „fegurðarsamkeppni“ sem er að espa upp neikveið áhrif útlitsdýrkunar í samfélaginu. Eins og ég sagði, þau UNNU fyrir því að komast á svið, hverju unnu þið fyrir? Hverju hafið þið áorkað til að setja ykkur í dómarasæti og segja þessu fólki hvað er holt og hvað ekki? Já einmitt, þú last þig til um þetta og fannst þig knúinn til að hafa vit fyrir okkur hinum, takk.

    Fyrir mér er þessi fitness þróun það besta sem hefur gerst hér á landi í langan tíma, fólk er farið a verða meðvitaðara hvað það setur ofan í sig fólk er hætt í “megrun” og er bara farið að hunskast í ræktina og taka á því. Þessar keppnir verða vinsælli með hverju árinu, fólk reynir að sýna líkama sinni í sinni bestu mynd, hvað er að því? Hvernig væri að leggja tobleronið á hilluna, skottast í ræktina og prófa þessa hluti? Ekki bara sitja á bumbunni, lesa “rannsóknir” og ráfa svo af stað og segja fólki hvað er holt og hvað ekki. Ég get lofað ykkur því að það er ekki leiðinleg tilfinning að vera uppi á sviði fyrir framan fullt Háskólbíó af fólki sem er mætt til þess að sjá árangur erfiðisins sem þú fórst í gegnum síðastliðið ár. Ekki bara sitja og dæma fólk fyrir hluti sem þið nennið ekki að gera, getið ekki gert eða hafið ekki áhuga á að gera. Skiljið internet egóið ykkar eftir heima og farið og takið á því, ekki rakka niður annað fólk sem gerir það.

    – Obsessed is a word the lazy use to describe the dedicated

  • Greg Plitt

    Daði Heiðar, ég er ekki að fara að rökræða við neinn né rífast en ætla að koma með eitt comment í viðbót.

    Ps. ekki taka quote-inu svona bókstaflega, hættu að lesa svona djúpt í þessa tilvitnun og greina hana í einhver þrep, það hjálpar málstað þínum ekkert og þú hljómar ekkert gáfaðari fyrir vikið. Tilvitnunin á fullan rétt á sér, sama hver menntun höfundar er, ekki illa meint en svona er þetta bara.

    Að draga upp neikvæða mynd af fitness-heiminum með þessum hætti er bara hræsni. Í fyrsta lagi er mynd greinarinn af Markus Ruhl einum hrikalegasta vaxtarræktarmanni heims (þe. bodybuilding) ekki fitness keppanda. Það er stór munur þar á og er ég sammála að það sem fer fram hjá félögum eins og honum er ekkert tengt hollustu. En að tala sem sálfræði doktorsnemi og fullyrða það að 50% keppenda í fitness séu ekki heilir á geði er ekkert nema fáfræði og móðgandi ef þú spyrð mig. Bentu mér á íþróttamann sem finnur alderi fyrir love/hate relationship við mat, skapstyggð, vanlíðan, sársauka eða geðvonsku þegar stutt er í keppni. Það eru öfgar í öllum íþróttum og að draga upp verstu dæmi líkamsræktar-heimsins sannar ekki mál þitt sama hver menntun þín er. Ef þetta eru rök eru keppnisíþróttir almennt ekki „hollar“. Öfgarnar sem fara fram í td. hjólreiðum eru alveg jafn slæmar ef þú spyrð mig svo þessi grein á bara ekki rétt á sér.

    Um leið og einhver fer að gera góða hluti í ræktinni finnst mér ég alltaf heyra sama skítinn frá sófadýrunum (já ég sagði það aftur Þura Björg).

    Fólk er stimplað útlitsdýrkenndur og heilsufrík, einfaldlega afþví það lýtur betur út en þú? Það breytir um lífstíl sem fer að snúast meira um hreyfingu og mataræði. Fólki dettur ekki í hug að þetta er eitthvað sem einstaklingnum langar að gera. Nei, hann er sko alveg búinn að missa sig í þessari „megrun“ hann Jói og hann örugglega á sterum líka! (veit ekki afhverju meðal-jóninn kallar þetta megrun, þetta er lífstíll, megrun er fyrir aumingja.

    Fólk sem er í fitness bransanum er þar af ástæðu, þetta er eitthvað sem þeim langar að gera. Þetta er erfið íþrótt og maður þarf að herða sig upp ef maður ætlar að ná langt. Til hvers að reyna að koma í veg fyrir það með einhverjum svona dæmum sem eru algjört rugl og eiga sér hliðstæðu í öllum keppnisgreinum sem til eru…!

    Að byrja að rækta sinn eigin líkama og hugsa hvað þú setur ofan í hann er það besta sem þú getur gert í lífinu. Að kalla einhvern útlitsdýrkanda bara afþví að þú vilt frekar sitja á bumbunni heima fyrir framan sjónvarpið er lágkúrulegt. (ath. ég er ekki að segja að höfundur geri það heldur almenningur)

    Ps. ég mun ekki kommenta hér aftur svo það er óþarfi að svara…

  • Sannar bara enn og aftur að best er að hlýða eigin hyggjuviti 0g almennri skynsemi. Merkilegt hve margir nenna að eyða orku í athafnir sem engu góðu skila fyrir umheiminn, allt fyrir gróðahyggju og sjúklega þörf fyrir athygli. – Fín grein og þörf ábending.

  • Daði Heiðar

    Greg. Ég er þér sammála í veiga miklum atriðum. Enda er ég mjög hlynntur líkamsrækt, meira segja vaxtarækt. Tilgangurinn með athugasemdum mínum er ekki að setja út á slíkar keppnir eða þátttakendur. Það skiptir þó miklu máli að þeir sem vilja taka þátt í fitness eða öðrum slíkum íþróttu, geti tekið upplýsta ákvörðun. Eina leiðin til þess er að vita hverju því fylgir og það sem greinarhöfundur bendir á er óneitanlega hluti af því.

    Hilmar. Í fyrsta lagi ættir þú að byrja á því að lesa greinina aftur en þar er bent á hversu óhollur undirbúningur fyrir fitness getur verið. Það er í raun til fleiri rannsóknir en þessar sem benda til þess að slíkur undirbúningur sé óhollur. Ég held líka að flestir í þessum bransa myndu fúslega viðurkenna að undirbúningsferlið sé ekki hollt og ég hef heyrt marga í þessum geira kvarta undan andlegum sem og líkamlegum vanlíða á þessu tímabili. Að lokum er gaman að nefna að ég hef sjálfur stundað íþróttir svo til allt mitt líf. Ég er með íþróttafræðimenntun á bakinu og hef komið að þjálfun. Ég hef sjálfur stundað líkamsrækt hvort sem það er í þeim tilgangi að stækka vöðva og líta sem best út, eða þrek þjálfun eins og Crossfit eða bardagaíþróttir. Hef ég minnst náð fituprósentunni niður í 5%. Ef ég hefði meiri tíma á höndum þá myndi ég eflaust æfa oftar en sex sinnum í viku eins og ég geri nú. En já, ég hef víst einhverja þekkingu á þessum hlutum, vegna reynslu.

  • Ég er við hesta heilsu, fimmtug kellingin að fara í mínar 5,6 og 7 fitnesskeppnir á árinu 2012. Ekki veit ég hvað fólk er að býsnast yfir þessu, sé engan óskapast svona yfir öðrum íþróttum. Þegar upp er staðið er þetta allt saman gert af því fólk hefur gaman af.

  • Þú ert örugglega mjög feit.

  • Kristján

    Þetta er skemmtilega umræða og þörf að ég vill meina. Til að hún geti haldið áfram þarf að „núllstilla“ vettvang hennar sem ég tel að þurfi að fela í sér það að við sameinumst um skilgreiningar á hugtökum eins og „hollusta“, hreysti“ (íslenskun á fitness), „heilsusamlegt“, og jafnvel fleiri hugtök. Hér eru hraðsoðnar tillögur að skilgreiningum á einhverjum af þessum hugtökum:

    Hollusta:
    Matarvenjur og matarval sem stuðla að bestu mögulegu virkni mannslíkamans til skemmri og lengri tíma.

    Hreysti:
    Líkamsástand tilkomið vegna vali á hreyfingu ásamt stýringu á álagi og hvíld sem til skemmri og lengri tíma stuðlar að hámarks líkamlegri getu og lágmarks meiðslatíðni.

    Heilsusamlegt:
    Hollusta, hreysti og heilbrigt sálarástand.

    Mitt persónulega mat er að innan hreysti-hugtaksins geti ekki rúmast útlitlegir þættir og því eru vaxtarækt og fitness-keppnir í raun bara eitt form af fegurðarsamkeppnum. Ég held að það sé margt í undirbúningi vaxtarræktar- og fitness keppandans sem ekki sé „heilsusamlegt“ til lengri tíma, annars væri keppnislíftími iðkendanna ekki svona stuttur að meðaltali.

    Enginn efast um að það að kosti ekki blóð, svita og tár að ná því líkamlega útliti sem sóst er eftir í þessum fegurðarsamkeppnum (annars litu líklega fleiri svona út) – en að því er ekkert spurt hér! Greinarhöfundur er að velta fyrir sér hvort „þátttaka í fitness sé heilsusamleg“.

    Ég held að svarið sé „Nei“.

  • Datt í hug að leggja smá í þessa umræðu. Ég keppti í fitness og get sagt að þetta fer bara alls ekki vel með líkaman. Meðan ég var að skera niður fyrir þetta var ég að undirbúa mig undir próf í háskóla um leið og vegna orkuskorts og vannæringar hafði ég litla sem enga einbeitingu og endaði með lægstu meðaleinkunn skólagöngu minnar. Æfingar urðu erfiðaru eftir því sem nær dróg, ekki vegna þess hve mikið var tekið á heldur vegna ástands líkamans. Eftir þátttöku mína var þolið mitt horfið, styrkurinn hélst en ég gat ekkert hlaupið af viti. Ég fékk anorexíu einkenni og þunglyndi eftir að ég byrjaði að reyna að þyngja mig aftur. Þetta er smá mynd af minni reynslu af þessu og þeir sem ég tala við segja flestir það sama.
    Að mínu mati er þetta bara útlitsdýrkun og segir ekkert um hversu hraustur þú ert í raun og veru. Ég var allavega í mínu versta formi allar vikurnar í kringum þetta 🙂

  • Allir höfðu misst áhugann á „Líkamsvirðing“, höfðu engan áhuga á að rita ummæli við bull skrifin um ágæti fitubollanna.

    Hvað er þá hægt að gera? Jú dissum fitness og segjum hvað öfgarnar í því eru óhollar, þá getum við kannski fengið einhver viðbrögð.

    Pathetic.

    p.s. Annars er Hilmar með’etta.

  • @Daði
    kringum
    1. umhverfis
    2. nálægt

    heimild: Íslenska Orðabókin, Ritstjóri: Árni Böðvarsson, Önnur útgáfa.

    Ef við myndum umorða spurninguna samkvæmt þessu að þá væri hún:
    Varðst þú var við einkenni átröskunarsjúkdóms/a í umhverfi þátttöku þinni í Fitness?
    Eða:
    Varðst þú var við einkenni átröskunarsjúkdóms/a (í) nálægt þátttöku þinni í Fitness?

    Þó svo að ,,þátttöku þína,, sé bætt fyrir aftan ,,í kringum“ að þá breytir það ekki merkingu ,,í kringum“ (sjá að ofan) yfir í ,,tengslum við“, a.m.k. eins og ég skil þetta.

    Annars mátt þú alveg eyða þínu púðri í að finna fyrir mig heimild þar sem „kringum“ er það sama og „í tengslum“, því sko.. annars mun ekki rökræða meir við þig, drengur minn, og hvað þá þrætast! 🙂

  • Kristján H.

    „Lesendur þessarar síðu vita líklega flestir að megrun og tilraunir til fitutaps eru eru alla jafna gagnslítið og jafnvel áhættusamt athæfi. “

    ..Ha? Ef ég er feitur ætti ég þá bara að sætta mig við það því það er víst alla jafna gagnslaust að reyna við tilraun til fitutaps?

    Ég býst við að þú sért að meina að öfga megrunkúrar sem að fólk missir þyngd voða hratt og byrja svo að háma aftur í sig og fá allt aftur (jójó-kúrar) en þetta er mjög illa orðað.

  • Helga Bryndís

    Ég missi pínu trúna á mannkyninu þegar ég les sum kommentin við þessari grein.

    Innilega vel skrifuð og löngu tímabær grein!

  • Sigríður

    Mér finnst mjög áhugavert að skoða kynja skiptingu kommentanna hérna!

    Annars mjög þörf umræða, flott grein.

  • Dagný Pálsdóttir

    Mig langar bara segja eitt: Að allar iþróttir hafa sinn ,,djöful“ að draga eins og góð setning segjir…Við veljum okkar sport, við veljum það sem vekur áhuga okkar og hvað hver og einn vill gera….Þetta sport byggir á 90% alfarið hugurinn, andlegi parturinn en 10% er ræktin sjálf…Ég var með átröskun í alveg 7 og halft ár, svo prufaði ég fitnessið og það hjálpaði mér að betri lífstíl…ég fæ að reyna á líkamann, ná fullkomnunarþörf en ég fæ að borða…Þetta sport er ekkert létt alveg eins og með aðrar íþróttir…Það hentar ekki allt öllum, við erum öll mismunandi og veljum ekki allt það sama, hvernig væri heimurinn þá?

    Í dag fæ ég að reyna á andlega partinn minn, í dag fæ ég að reyna á hve megnug ég er …Fitness er ákveðin leið fyrir suma sem vilja prufa extrím á sjálfa sig, hafa aðeins svona öðruvísi gulrót fyrir framan sig…Afhverju að setja út á þetta sport eitthvað frekar en annað: Það leynist ,,djöfull“ í hverri íþrótt, sumir ,,djöflar“ eru bara meira sjáanlegri en aðrir…En þetta er kannski í köttinu sjálfu ekki leið að heilbrigðum lífstíl, eins og vinkona min kallaði þetta: Dagný þetta er svona fína formið þitt…og núna ertu bara þú…Ég er ekki skorin eða eins le´tt og á sviðinu í dag, en núna fæ ég að reyna finna sjálfa mig, fá nýja áskorun á lífið.

    Þeir sem eru í þessu sporti hafa gaman og njóta þess að fara aðeins út í öfgar ef svo má segja, reyna á sitt líkamlega form og andlega form….Eins og Kai Greene sagði: Mind is the most powerful thing in the world, have control of your thougts!
    Eitt veit ég að ég dýrka það sem ég geri, og neikvæðnina vil eg frekar blogga út og setja inni í það jákvæða…Allt hefur sína galla, en það er líka spurning að líta LÍKA á kosti hvers og eins, þeir leynast allstaðar, það er bara spurning hvar og hvort maður sjái það…:)

  • María Björk

    „Lesendur þessarar síðu vita líklega flestir að megrun og tilraunir til fitutaps eru eru alla jafna gagnslítið og jafnvel áhættusamt athæfi. “

    Ég á ekki orð…ætla vona að greinarhöfundur hafi mjög slæmt vald á íslensku máli og sé í raun að tala um öfgafulla megrunarkúra en ekki heilbrigðar tilraunir til fitutaps.

  • I just want to mention I am just beginner to weblog and actually enjoyed you’re blog. Probably I’m going to bookmark your website . You surely have awesome well written articles. Regards for sharing with us your blog.

  • I simply want to tell you that I am just very new to blogs and absolutely enjoyed your web site. Probably I’m want to bookmark your site . You absolutely have exceptional articles and reviews. Thank you for sharing with us your website page.

  • Faytech North America is a touch screen Manufacturer of both monitors and pcs. They specialize in the design, development, manufacturing and marketing of Capacitive touch screen, Resistive touch screen, Industrial touch screen, IP65 touch screen, touchscreen monitors and integrated touchscreen PCs. Contact them at http://www.faytech.us, 121 Varick Street, New York, NY 10013, +1 646 205 3214

  • Excellent blog! Do you have any recommendations for aspiring writers? I’m planning to start my own blog soon but I’m a little lost on everything. Would you recommend starting with a free platform like WordPress or go for a paid option? There are so many options out there that I’m totally confused .. Any ideas? Thanks!

  • Excellent weblog right here! Also your web site lots up fast! What host are you the usage of? Can I am getting your associate hyperlink on your host? I wish my web site loaded up as quickly as yours lol musical artist nick vivid

  • Emeryeps is a SEO(Search Engine optimzation) and Internet Marketing company. They help businesses to get traffic from various search engine and online community. They have seo experts and consultants with many years of SEO Experiences. No matter where your business is located, EmeryEPS.com can help your business to secure your highly convertible leads online.

  • Faytech North America is a touch screen Manufacturer of both monitors and pcs. They specialize in the design, development, manufacturing and marketing of Capacitive touch screen, Resistive touch screen, Industrial touch screen, IP65 touch screen, touchscreen monitors and integrated touchscreen PCs. Contact them at http://www.faytech.us, 121 Varick Street, New York, NY 10013, +1 646 205 3214

  • MetroClick specializes in building completely interactive products like Photo Booth for rental or sale, Touch Screen Kiosks and Digital Signage, and experiences. With our own hardware production facility and in-house software development teams, we are able to achieve the highest level of customization and versatility for Photo Booths, Touch Screen Kiosks and Digital Signage. MetroClick, 121 Varick St, New York, NY 10013, +1 646-843-0888

  • You actually make it seem so easy with your presentation but I find this topic to be actually something which I think I would never understand. It seems too complicated and extremely broad for me. I’m looking forward for your next post, I will try to get the hang of it!

  • Emeryeps is a SEO(Search Engine optimzation) and Internet Marketing company. They help businesses to get traffic from various search engine and online community. They have seo experts and consultants with many years of SEO Experiences. No matter where your business is located, EmeryEPS.com can help your business to secure your highly convertible leads online.

  • Faytech North America is a touch screen Manufacturer of both monitors and pcs. They specialize in the design, development, manufacturing and marketing of Capacitive touch screen, Resistive touch screen, Industrial touch screen, IP65 touch screen, touchscreen monitors and integrated touchscreen PCs. Contact them at http://www.faytech.us, 121 Varick Street, New York, NY 10013, +1 646 205 3214

  • MetroClick specializes in building completely interactive products like Photo Booth for rental or sale, Touch Screen Kiosks and Digital Signage, and experiences. With our own hardware production facility and in-house software development teams, we are able to achieve the highest level of customization and versatility for Photo Booths, Touch Screen Kiosks and Digital Signage. MetroClick, 121 Varick St, New York, NY 10013, +1 646-843-0888

  • What i do not understood is in truth how you are no longer actually a lot more well-appreciated than you might be now. You are very intelligent. You already know therefore considerably relating to this matter, made me in my view believe it from a lot of numerous angles. Its like women and men aren’t interested unless it¡¦s something to do with Girl gaga! Your own stuffs excellent. All the time maintain it up!

  • Hi there, I discovered your website by means of Google even as looking for a comparable matter, your web site got here up, it seems to be great. I have bookmarked it in my google bookmarks.

  • I will immediately take hold of your rss as I can’t in finding your email subscription hyperlink or newsletter service. Do you have any? Kindly allow me recognize so that I could subscribe. Thanks.

  • Magnificent beat ! I wish to apprentice while you amend your web site, how could i subscribe for a blog web site? The account helped me a acceptable deal. I had been a little bit acquainted of this your broadcast offered bright clear concept

  • I’ve been absent for some time, but now I remember why I used to love this website. Thank you, I’ll try and check back more often. How frequently you update your web site?

  • Hi there very cool web site!! Guy .. Excellent .. Amazing .. I’ll bookmark your web site and take the feeds also…I am glad to find numerous useful info here in the put up, we’d like work out more techniques in this regard, thanks for sharing.

  • Thanks , I’ve recently been searching for information about this subject for ages and yours is the greatest I have discovered till now. However, what concerning the conclusion? Are you certain in regards to the supply?

  • Thanks a lot for sharing this with all folks you really realize what you’re speaking about! Bookmarked. Kindly additionally seek advice from my website =). We could have a link change arrangement between us!

  • It¡¦s really a cool and useful piece of info. I¡¦m satisfied that you shared this useful information with us. Please keep us informed like this. Thanks for sharing.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af fjórum og fimm? Svar:

Höfundur

Líkamsvirðing er vettvangur þeirra sem vilja breytt samfélagsviðhorf varðandi útlit, heilsu og holdafar. Við viljum efla heilbrigði í víðum skilningi, vellíðan og virðingu fyrir fjölbreyttum líkamsvexti. likamsvirding@gmail.com