Færslur fyrir flokkinn ‘Líkamsmynd’

Þriðjudagur 20.07 2010 - 16:36

Um lífsins kraftaverk

Það er sérstök upplifun að vera barnshafandi. Mörgum konum finnst þær sjaldan vera í eins miklum tengslum við líkama sinn og einmitt þá, enda minnir líkaminn stöðugt á sig með endalausum breytingum og örum vexti annarrar manneskju innan í sér. Fyrir flestar konur er þetta ánægjulegt ferli en fyrir alltof margar er það meira eins og myllusteinn um hálsinn: […]

Föstudagur 12.03 2010 - 14:59

Um líkamsvöxt og líkamsmynd

Skelfilega grunnhyggin umfjöllun um holdafar og líkamsmynd birtist í DV í dag sem undirstrikar vel þá meinloku sem ríkir um þessi mál. Rætt er við Dr. Ársæl Arnarsson, dósent í sálfræði við Háskólann á Akureyri, sem greinir frá niðurstöðum rannsóknar sem sýnir að líkamsmynd íslenskra unglinga er ekki upp á marga fiska. Um 40% stúlkna […]

Laugardagur 10.10 2009 - 09:08

Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn

Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn er í dag. Af því tilefni er rétt að leiða hugann að líkamsmyndinni og þýðingu hennar fyrir geðheilbrigði. Við búum í umhverfi sem gerir margt til þess að brjóta niður heilbrigða líkamsmynd. Þetta hefur að vonum slæm áhrif á geðheilsu, en rannsóknir sýna að slæm líkamsmynd tengist vanda á borð við átraskanir, útlitsröskun, þunglyndi og félagskvíða. Það skiptir máli fyrir góða geðheilsu […]

Höfundur

Líkamsvirðing er vettvangur þeirra sem vilja breytt samfélagsviðhorf varðandi útlit, heilsu og holdafar. Við viljum efla heilbrigði í víðum skilningi, vellíðan og virðingu fyrir fjölbreyttum líkamsvexti. likamsvirding@gmail.com