Færslur fyrir flokkinn ‘Óflokkað’

Föstudagur 02.11 2012 - 09:35

Samfylkingin – forystuafl í næstu stjórn

Það er síðasti vetur kjörtímabilsins og við í Samfylkingunni erum að undirbúa okkur fyrir kosningar, með prófkjörum og stefnuumræðu. Það er gott að sem flestir viðri sjónarmið sín fyrir opnum tjöldum, og beri sig saman við aðra – á meðan sótt er í boltann, ekki manninn. Mér hefur þótt bera skrýtillega á því í skrifum […]

Miðvikudagur 31.10 2012 - 08:01

Sátt um leikreglur

Við höfum nú deilt um stóriðju, náttúruvernd og umhverfisspjöll í rúma fjóra áratugi í síðari hálfleik – miðað við að hinn fyrri hafi byrjað uppúr aldamótum með Milljónafélögunum og Sigríði í Brattholti. Það er sannarlega kominn tími til að komast fram úr þessum illvígu deilum, ekki síst vegna þess að virkjanlegt vatnsafl og jarðvarmi er […]

Mánudagur 29.10 2012 - 16:27

Umhverfis stjórnmálin

Ég rifjaði upp um daginn í grein og bloggi þau góðu orð Igibjargar Sólrúnar Gísladóttur að í nútímanum væri ekki hægt að vera jafnaðarmaður án þess að vera líka kvenfrelsis- og umhverfissinni. Þegar nálgast prófkjör fer maður að líta í eigin rann til að ydda framgöngu sína og stefnumál – og ég viðurkenni að frammistaðan […]

Þriðjudagur 23.10 2012 - 12:42

3. sæti – til þjónustu reiðubúinn

Sendi frá mér áðan fréttatilkynningu um framboð, svona efnislega: „Framundan er flokksval hjá Samfylkingunni í Reykjavík. Ég hef ákveðið að vera með og óska eftir 3. sæti, sem jafngildir öðru sæti á framboðslista í Reykjavíkurkjördæmi norður eða suður í alþingiskosningunum í apríl. Ég býð mig fram til þjónustu við Reykvíkinga í samræmi við stefnu jafnaðarmanna. […]

Laugardagur 20.10 2012 - 23:55

Flottar fyrstu tölur

Fyrstu tölur um það bil kl. 23.40 benda til að kjörsókn sé milli 45 og 50% — yfir helmingur í báðum Reykjavíkurkjördæmunum, og að já-atkvæðin við aðalspurningyunni sé um 75—80%. Birgir Ármansson er fulltrúi Sjálfstæðisflokksins og sameinaðra fýlupoka í Sjónvarpsfréttunum og virðist hafa fundist sú lína best að leggja saman nei-atkvæðín og þá sem ekki […]

Fimmtudagur 18.10 2012 - 08:43

Þjóðhollusta

Á 19. öld fólst þjóðhollusta í sjálfstæðisbaráttu, framfaratrú og Danahatri. Þeir tímar eru liðnir, sem betur fer! – en kannski getur hugtakið haft gildi ennþá á 21. öld: Að vera hollur þjóð sinni, vilja veg hennar sem mestan og þó einkum sem bestan, auðvitað án nokkurra illinda við annað fólk í heiminum. Mér sýnist einmitt […]

Miðvikudagur 17.10 2012 - 09:42

Gísli Halldórsson — In memoriam

Útför Gísla Halldórssonar fer fram í dag, miðvikudag, frá Dómkirkjunni. Ég sendi í Morgunblaðið svolitla minningargrein sem ekki komst fyrir í blaðinu núna og birtist þar væntanlega seinna í vikunni. Vona mér fyrirgefist að setja hér í bloggið mitt aðeins lengri útgáfu af þessari kveðju.   Í hárri elli er látinn Gísli Halldórsson, arkitekt, borgarfulltrúi og […]

Mánudagur 15.10 2012 - 15:44

Herdísarfrumvarp um búfjárbeit

Til að hefta uppblástur og landspjöll verður búfé framvegis aðeins beitt innan girðingar – samþykki alþingi frumvarp sem við Birgitta Jónsdóttir leggjum fram og verður dreift á morgun, þriðjudag. Gert er ráð fyrir að hin nýju „lög um búfjárbeit“ taki gildi eftir rúman áratug og ef frumvarpið verður samþykkt gefst góður tími til að undirbúa hina […]

Fimmtudagur 11.10 2012 - 15:23

Samfylkingin og jafnaðarstefnan

Samfylkingin er hreyfing jafnaðarmanna á Íslandi. Því miður eru ekki allir íslenskir jafnaðarmenn félagar í Samfylkingunni, stuðningsmenn hennar eða kjósendur. En við í Samfylkingunni erum öll jafnaðarmenn, hvert með sínum hætti. Við teljum að jöfnuður í lífskjörum og jöfn tækifæri séu heilladrýgst fyrir einstaklinga og samfélag. Við teljum að hver maður skuli vera frjáls gerða […]

Laugardagur 06.10 2012 - 19:53

Skríll

Gengjaliðið sem ógnar einstökum lögreglumönnum og fjölskyldum þeirra, situr um heimili þeirra og sendir þeim hótanir um að þeir viti í hvaða skóla börnin ganga – þetta er sannkallaður skríll. Þessi skrílslæti bitna ekki bara á lögreglumönnunum sem eru að vinna vinnuna sína, og á fjölskyldum þeirra, heldur á samfélaginu sem slíku. Samfélagið hlýtur með […]

Höfundur

Mörður Árnason
sjálfstætt-starfandi íslenskufræðingur og stjórnmálamaður. Netfang: mordurarna@gmail.com. Vinir velkomnir á Fb.:
www.facebook.com/mordurarna.
RSS straumur: RSS straumur