Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins hefur gefið sínum mönnum línuna gagnvart nýrri stjórnarskrá: Hann ætlar að segja nei í þjóðaratkvæðagreiðslunni 20. október. Fróðlegt. Ný stjórnarskrá var ein af kröfum almennings eftir hrunið – af því sú gamla átti auðvitað sinn þátt í öllu klandrinu – þar er skipting framkvæmdavalds og löggjafarvalds óglögg, óljóst verksvið og starfshættir […]
Í frumvarpi sem við Valgerður Bjarnadóttir og níu aðrir þingmenn höfum lagt fram á þinginu er gert ráð fyrir að alþingismenn hætti með öllu að skammta sér laun. Þetta er í þriðja sinn sem við Valgerður flytjum frumvarp um kjör þingmanna, og nú er von til að eitthvað gerist – vegna þess að margir þingmenn […]
Þótt ég sé eldheitur aðdáandi Jóhönnu Sigurðardóttur í pólitík og viti að margt hefur breyst undir hennar forustu síðustu ár er ég ekki öðrum Íslendingum trúaðri á skilvirkni og vinnuhraða í Stjórnarráði Íslands. Þessvegna kom það mér ánægjulega á óvart þegar forsætisráðherra svaraði fyrirspurn frá mér á þinginu um mótun málstefnu í stjórnarráðinu. Alþingi samþykkti sérstakan […]
Það þarf að gera höfuðborgarsamning, milli Reykjavíkur og ríkisins. Þar eiga að koma fram þær sérstöku skuldbindingar sem borgin hlýtur að standa við sem höfuðborg lýðveldisins en á móti verður að vera tryggt að forystumenn í ríkisstjórn og á alþingi taki tillit til þeirrar ábyrgðar sem á höfuðborginni hvílir – og hætti að líta á […]
Ljóðabók eftir Jónas Þorbjarnarson kom út í vikunni, heitir Brot af staðeynd, og þarna fer þroskaður höfundur sem ekki hikar við að deila með okkur brotum frá ýmsum tímum ævi sinnar af verðskulduðu sjálfstrausti, fer með okkur út um heiminn talsverðan spöl öðru hvoru, í Alpafjöll meðal annars og einusinni alla leið til Gvatemala, en […]
Yðar einlægur naut þess heiðurs að vera í hádeginu framsögumaður á fundi Heimssýnar um meint andlát umsóknarinnar um aðild Íslands að Evrópusambandinu. Hinn framsögumaðurinn var Styrmir Gunnarsson . Þetta var skemmtilegt, bæði að kynnast Heimssýnarfólkinu og rökræða við Styrmi – það hef ég reyndar gert oft áður yfir Morgunblaði fyrri tíma, en aldrei að honum […]
Þeir Björn Zoëga og Guðbjartur Hannesson hafa nú gefist upp á launahækkuninni góðu fyrir aukastörf forstjórans við lækningar. Þá er að vona að Björn haldist í vinnu þrátt fyrir lélegu launin. Getur kannski kennt okkur sitthvað. Annarsvegar að hafi menn markað sér stefnu þá á að standa við hana, jafnvel þótt hún sé fyrst og fremst táknræn […]
Megintíðindin úr skýrslu Seðlabankans um gjaldeyriskosti (hér, 622 bls.) eru þau að þeir séu tveir. Annarvegar er það evran eftir inngöngu í Evrópusambandið, hinsvegar krónan með höftum. Aðrar tillögur fá falleinkunn í skýrslunni, að taka einhliða upp dollara, norska krónu, svissneskan franka o.s.frv. – eða þá evru án aðildar, að halda krónunni með fastri tengingu […]
Steingrímur J. Sigfússon íhugar nú hvernig nýtt fiskveiðistjórnarfrumvarp á að líta út. Eftir þrjá haustfundi í karlanefndinni góðu er komin greinargerð (hér) þar sem fjórir af körlunum fimm gera grein fyrir því um hvað þeir eru sammála og um hvað ekki. Og hafið er túlkunarstríð um framhaldið – Einar K. Guðfinnsson úr Sjálfstæðisflokknum segir að […]
Vinstri hreyfingin – grænt framboð samþykkti í dag á Hólum í Hjaltadal að vara við framkomnum hugmyndum um að leggja sæstreng til rafmagnsflutninga milli Íslands og Skotlands. Því fylgir nefnilega „stórfelld rányrkja“ á íslenskum nátturauðlindum. Af hverju að slá þessa hugmynd út af borðinu í ágústmánuði 2012? Meðan einmitt er að störfum starfshópur sem er […]