Það er ömurlegt að horfa upp á LÍÚ misbeita valdi sínu þessa dagana – í afar gamalkunnum stíl sem maður var farinn að halda að tilheyrði kannski einkum síðustu öld öndverðri: þeim Bogesen og Pétri þríhross í sögum Kiljans. Úr bréfi í morgun frá áhugamanni um sjávarútvegsmál: Ég hef undanfarna daga haft aðstöðu til að […]
Vænn áfangi í stjórnarskrármálinu í dag: Alþingi samþykkir þjóðaratkvæðagreiðslu um stjórnarskrárfrumvarpið frá stjórnlagaráðinu – gegn atkvæðum þeirra sem aldrei hafa viljað nýja stjórnarskrá nema þeir hafi öll völd á henni sjálfir, og – því miður – gegn atkvæðum velflestra Framsóknarmanna sem þó lofuðu hvað háværast nýrri stjórnarskrá frá sérstöku stjórnlagaþingi í síðustu kosningum. Atkvæðagreiðslan verður í […]
Tók fyrst núna eftir forsíðu Moggans í gær, miðvikudag. Morgunblaðið er sem kunnugt er systurfyrirtæki Ísfélags Vestmannaeyja, og í gær fagnar blaðið komu nýjasta fiskiskips félagsins, Heimaeyjar VE-1, sem er komið yfir hafið frá Síle. Af því tilefni eru eigendurnir sjálfir á forsíðunni. Það er nefnilega vá fyrir dyrum, segir Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson, formaður stjórnar […]
Adieu Sarkozy — Salut Hollande! Forsetaskiptin í Frakklandi koma auðvitað ekki á óvart eftir úrslitin fyrir hálfum mánuði og forustu Hollandes í könnunum samfellt síðan baráttan hófst. Þetta eru samt mikil tíðindi í frönskum stjórnmálum – bara annar vinstriforsetinn fimmta lýðveldisins frá 1958 – og sigur Hollandes gæti strax haft verulega áhrif á þróunina í […]
Við Valgerður Bjarnadóttir höfum á alþingi lagt fram breytingartillögu sem ætlað er að tryggja jafnræði og afnema í áföngum forræði tiltekinna útgerðarmanna á veiðiheimildum. Við gerum ráð fyrir tuttugu ára aðlögunartíma þar sem útgerðir fái í sinn hlut verulegan hluta af andvirði þeirra heimilda sem þær láta af hendi en borga veiðigjald af öllum heimildum. […]
Fyrrverandi ráðherra í ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins og Samfylkingarinnar, flokksbróðir minn, telur samkvæmt Eyjufréttum að sú ríkisstjórn beri ekki sök á bankahruninu og hafi ekki átt kost á að grípa til neinna aðgerða til að afstýra því. Þetta segi Landsdómur. Skrýtið. Í hinni frægu skýrslu rannsóknarnefndar alþingis er talið að ríkisstjórn Geirs H. Haarde hin síðari hefði að […]
Þótt deila megi um hvort bréf dómsforseta Efta-dómstólsins til utanríkisráðherra um aðildarstefnu framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins inn í Icesavemálið teljist „meiri háttar utanríkismál“ í skilningi 24. greinar þingskapa um samráð ríkisstjórnar og utanríkismálanefndar alþingis – þá áttu utanríkisráðherrann og samninganefndin að kveikja á perunni strax og þetta bréf barst um mánaðamótin og láta nefndina vita. Punktur basta. […]
Ég held með íslenska landsliðinu í fótbolta, handbolta, skíðum, skák et cetera – en ég skil ekki þennan hávaða útaf ESB og Icesave. Evrópusambandið heldur vel utan um hagsmuni þeirra ríkja sem það mynda. Eru það tíðindi? Það sýnist mér ekki – heldur einmitt ein af ástæðunum fyrir því að Íslendingar eiga að gerast aðilar. […]
Ég hef nú komist að því að það allra mikilvægasta við sérhvert verk er að ná jafnvæginu. Kannski fyrir utan að vilja. HKL: Fyrst er að vilja; afgangurinn er tækni. Fyrir utan viljann þarf til dæmis verulega tækni til að hjóla á reiðhjóli, og er ekki endilega einfalt mál fyrir fólk sem er börn og […]
Ef löggan grunar venjulegt fólk um eitthvað misjafnt – þá kemur fyrir að venjulegt fólk skiptir skapi, en snýr sér fljótlega að því að hjálpa löggunni að finna út að það er saklaust, með aðstoð lögfræðings ef þurfa þykir og innan þeirra laga og reglna sem gilda um persónuhelgi og stöðu sakbornings. Það er að […]