Bjarni Benediktsson hefur nú með sínum hætti svarað spurningum DV um hlut sinn að Vafningsmálinu. Hann kallar spurningarnar að vísu pólitískar árásir, en eftir að DV birti skjal sem augljóslega var búið til annan dag en dagsetning þess sagði til um ákvað Bjarni að svara. Það ber auðvitað að meta við hann. Svarið er tvennskonar: 1) […]
Var að lesa hina frægu grein Hallgríms Helgasonar um Glitni, Milestone, Sjóvá og Vafning – hef satt að segja ekki kynnt mér þetta mál áður að gagni og var utan landsteina þegar greinin birtist. Bjarni brást við grein Hallgríms með einum saman fúkyrðum. Í helgarblaði DV (bls. 12–13) er enn spurt sjö spurninga um málið af því […]
Ein af skýrslunum í málinu sem yfir stendur um Vaðlaheiðargöng er frá fyrirtækinu „IFS Greiningu“, unnin á vegum fjármálaráðuneytisins. Í skýrslunni er fjallað um ýmis álitaefni um gangaáætlunina, og meðal annars komist að því að ríkið þyrfti að leggja til sirka hálfan annan milljarð í hlutafé til að dæmið gangi upp. Nú er einmitt verið […]
Í „orðinu á götunni“ (aldrei skilið það dálksheiti á íslensku) á Eyjunni í dag er fjallað um meint tíðindi í þingflokki Samfylkingarinnar í gær. Þar er rætt um „tilfinningahita“ sem „lýsti sér meðal annars í yfirlýsingum Marðar Árnasonar um að hann myndi hætta að styðja ríkisstjórnina ef tillögu Bjarna yrði ekki vísað frá“. Og þá […]
Atli Gíslason sagði í ræðu nú eftir hádegið að sér hefðu orðið á mistök — að greiða atkvæði með lokatillögunni um landsdómsmálið í september 2008. Kjarninn í málflutningi Atla var sá að fjórir hefði verið í lagi fyrir landsdóm, ekki einn. Þegar orðið var ljóst í atkvæðagreiðslunni að tillaga hans um fjóra var fallin, þá hefði […]
Ég er ósammála Ögmundi Jónassyni um að nú eigi að afturkalla ákæruna á hendur Geir Haarde, og hissa á því að ráðherra dómsmála vilji stöðva réttarhald í miðjum klíðum. Drottningargein Ögmundar í opnu Morgunblaðsins vekur ýtarlegar spurningar sem er rétt að leggja fyrir ráðherrann í þingumræðu á föstudaginn – en að einu verður að spyrja […]
Ég er víst orðinn fullorðinn – Linda konan mín minnir mig stundum á þetta og telur að það eigi að hafa gerst fyrir nokkrum áratugum … og eitt sem ég tek eftir núna í borginni þar sem ég hef alltaf átt heima er það að það eru horfnar í henni stjörnurnar á nóttunni. Þegar ég […]
Einn helsti vandinn í atvinnu- og efnahagsmálum þjóðarinnar er sá að mati bankastjóra og bankaráðs Landsbankans að þar fær yfirmaðurinn ekki nógu há laun. Hann er ekki með nema milljón plús á mánuði – ekki einusinni jafnt og forsætisráðherrann. Margir væru til í að skipta á áhyggjumálum við Steinþór Pálsson – en við verðum auðvitað […]
Ágætur fundur í flokksstjórn Samfylkingarinnar. Hressilega tekist á en að lokum gert út um málin: Mikill og skýr meirihluti með Jóhönnu og tillögu hennar um nýja ráðherraskipun. Þessir flokksstjórnarfundir – sem ég hef líklega setið flestalla að einhverju marki – hafa því miður verið heldur syfjulegar samkomur. Fyrstu árin voru flokksmenn logandi hræddir við allt […]
Stefán Snævarr hefur lag á því að koma viðmælanda sínum á óvart – með því að orða hugmyndir sínar og röksemdir þannig að maður þarf að fara að hugsa upp á nýtt. Og kemst þá að því að viðtekin sannindi eru bara rugl – eða þá að hin viðteknu sannindi eru einmitt sannindi hvað sem […]