Færslur fyrir flokkinn ‘Óflokkað’

Laugardagur 04.06 2011 - 10:34

Málssókn í leynum?

Hvað í ósköpunum er að því að saksóknari alþingis noti aðferðir nútímans – netið – til að kynna málsskjöl í máli sem honum hefur verið falið að reka gegn fyrrverandi forsætisráðherra landsins ? – um vanrækslu í trúnaðarstarfi sem hafi átt þátt í efnahagshruninu haustið 2008. Hafa þeir sem hæst láta kannski ekki nennt að […]

Fimmtudagur 02.06 2011 - 20:44

Harðir og linir

Kannski ætti að taka upp félagaskiptaglugga í pólitíkinni einsog fótboltanum? Þá yrði skipulagður einskonar pólitískur fengitími, til dæmis á vorin, og rétt fyrir áramót, en þar á milli yrðu kjörnir fulltrúar að vera rólegir á þeim stað sem kjósendur skipuðu þeim, eða þeir sjálfir síðast þegar þeir hoppuðu milli glugga – eða hvernig sem þetta er […]

Þriðjudagur 26.04 2011 - 10:12

Þingflokkur Vinstri-móti

Í dag ætla þau Atli, Ásmundur Einar og Lilja Mós að stofna nýjan þingflokk. Kannski. Til þess þarf einmitt þrjá þingmenn, og þetta „borgar sig“ samkvæmt þingsköpum og reglum alþingis. Þrjú saman fá þau sérstakan starfsmann og meiri pening en sitt í hverju lagi, og í innanþingspólitíkinni komast þau sem þingflokkur að samráðsborði með hinum þingflokkunum, sem skiptir miklu […]

Fimmtudagur 21.04 2011 - 19:42

Vel, eða alls ekki, takk

Í kvöld var þess minnst á 15 sekúndum í fréttatíma Sjónvarps að fyrir fjörutíu árum komu handritin heim. Nokkrar svipmyndir af bryggjunni og flett gömlum skinnskræðum. Síðan komu almennilegar skemmtifréttir úr dýragörðunum og af eftirmálum bikarkeppninnar á Spáni. Í gærkvöldi var á sama stað frétt af svipaðri lengd um sýningaropnun í Þjóðmenningarhúsinu. Einmana kvenvera glápti […]

Þriðjudagur 19.04 2011 - 07:56

LÍÚ og Vilhjálmur

LÍÚ og Vilhjálmur láta einsog einhver sé að svindla á þeim – gott ef ekki ræna þá. Samt voru LÍÚ og Vilhjálmur líka að syngja og leika í kosningunum vorið 2009, þegar flokkarnir Samfylkingin og Vinstri hreyfingin – grænt framboð fengu hreinan meirihluta á þingi, meðal annars vegna skýrrar stefnu í sjávarútvegsmálum. Og í samstarfsyfirlýsingu […]

Fimmtudagur 14.04 2011 - 12:45

Icesave í Strassborg

Þátttaka Íslendinga á Evrópuráðsþinginu í Strassborg var heldur endaslepp í þetta skiptið – þetta stendur heila virka viku í hvert sinn, en núna komu skipanir um heimferð á öðrum degi, og í gærkvöldi voru Strassborgarfarar komnir í sætin sín á alþingi Íslendinga og skiluðu hver sínu áliti á vantrauststillögu Sjálfstæðisflokksins: Ég sagði nei, en þau Birkir Jón […]

Fimmtudagur 07.04 2011 - 08:38

Meirihlutinn er þarna

Það þýðir ekkert að fárast yfir könnunum. Munum hinsvegar að þegar kosningabaráttan hófst var í kortunum góður meirihluti. Fólk vildi ljúka málinu með viðunandi samningi og byrja að takast á við önnur verkefni. Fólk vildi standa við skuldbindingar sínar og ganga reistu höfði til samstarfs við grannþjóðir. Og fólk skildi að Icesave-klúðrið er aðeins lítill hluti […]

Miðvikudagur 16.03 2011 - 13:17

Vaðlaheiðargöng í samgöngunefnd

Hinn ágæti formaður samgöngunefndar, Björn Valur Gíslason, hefur afar góðfúslega fallist á að hafa sérstakan fund í nefndinni um hin fyrirhuguðu Vaðlaheiðargöng – að öllum líkindum á miðvikudag í næstu viku. Þangað verða boðaðir fulltrúar frá nýja fyrirtækinu, Vaðlaheiðargöngum hf., forystumenn FÍB sem hafa gagnrýnt áformin vægðarlítið og svo vegamálastjóri – sem reyndar er orðinn einhverskonar […]

Föstudagur 11.03 2011 - 10:59

Hryðjuverkamaðurinn í Seðlabankanum

Magnað viðtal Sigrúnar Davíðsdóttur við Alistair Darling í Sjónvarpinu í gær. Rauði þráðurinn í máli fjármálaráðherrans fyrrverandi var sá að ekkert hefði verið að marka íslenska stjórnmálamenn. Niðurstaða sín eftir samskiptin við þá – íslenska viðskiptaráðherrann, íslenska fjármálaráðherrann og íslenska forsætisráðherrann – hefði verið að annaðhvort hefðu þessir menn ekkert vitað hvað á gekk í […]

Föstudagur 25.02 2011 - 09:42

Árbót

Skýrsla Ríkisendurskoðunar um Árbótarmálið er komin. Hér eru  tvær málsgreinar úr samantektarkaflanum: Lokauppgjörin vekja sérstaka athygli, ekki aðeins vegna þess að þau varða umtalsverða fjármuni, þ.e. alls um 84 m.kr. að núvirði, heldur einnig vegna þess að þau orka um margt tvímælis. Miðað við hvernig staðið var að uppsögn samninga við meðferðarheimilin að Torfastöðum og […]

Höfundur

Mörður Árnason
sjálfstætt-starfandi íslenskufræðingur og stjórnmálamaður. Netfang: mordurarna@gmail.com. Vinir velkomnir á Fb.:
www.facebook.com/mordurarna.
RSS straumur: RSS straumur