Færslur fyrir flokkinn ‘Óflokkað’

Fimmtudagur 01.04 2010 - 09:21

Mögnuð sýn af Þórólfsfelli

Fórum í gær fimm saman úr fjölskyldunni í Fljótshlíðina og upp á Þórólfsfell að horfa á gosið. Maður byrjar strax að gá að bólstrunum á Kambabrún og allur vafi hverfur fljótlega á leiðinni austur frá Selfossi – og þar sem sól á sumarvegi skín yfir landið er strókurinn nánast í seilingarfjarlægð. Við rætur Þórólfsfells um […]

Þriðjudagur 23.03 2010 - 21:00

Hækkar þá kaupið?

Samtök atvinnurekenda eru farin i fýlu út af skötuselnum og ætla ekki lengur að vera með í stöðugleikasáttmálanum. En einhvernveginn man ég ekki eftir neinu sérstöku framlagi SA til stöðugleikasáttmálans. Kannski atvinnurekendur séu núna að hóta því að hækka kaupið?

Þriðjudagur 23.03 2010 - 11:26

Þjóðaratkvæði um skötuselinn!

Forysta atvinnurekenda býr sig undir stríð útaf skötuselnum! Nýsamþykkt lög eru brot á stöðugleikasáttmálanum, segir Vilhjálmur – og Gylfi tekur auðvitað undir. Stöðugleikasáttmálinn – hann virðist hafa snúist um þann stöðugleika að ekkert mætti gerast til að bæta samfélagið eftir hrunið – nema meira af því sem til hrunsins leiddi. Þetta er auðvitað ekki annað en […]

Sunnudagur 21.03 2010 - 19:36

Við getum þetta – ef við viljum

Eldgosið í Eyjafjallajökli er auðvitað enginn meginviðburður í jarðsögunni – en engu að síður náttúruhamfarir sem minna okkur á að við búum í stórfenglegu landi sem bæði býr yfir ógnum og dásemdum. Það hefur verið athyglisvert að fylgjast með viðbrögðunum frá því í morgun. Ráðamenn allir, sérfræðingar, bændur og aðrir heimamenn, almenningur og ferðafólk – […]

Föstudagur 19.03 2010 - 11:41

Því ekki geislavirkan úrgang?

Tíu prósent atvinnuleysi er óþolandi, og atvinnulífið verður að komast á skrið aftur. Hinir óþolinmóðu vilja gera þetta með gömlu aðferðunum: Rányrkju á miðunum, náttúruspjöllum til að selja billegt rafmagn, byggingum sem enginn vill kaupa eða nota. Einhver fiskivöruþróun og grænn iðnaður og menningardútl, þetta tekur alltof langan tíma. Nú eru meira að segja uppi […]

Þriðjudagur 16.03 2010 - 08:49

Villi I og Villi II

Athyglisverð forsíðufrétt í Fréttablaðinu um fjármögnunarvanda Orkuveitunnar. Einsog allir vita gengur illa að fá fé til framkvæmda og undirtektir eru tregar í skuldabréfaútboði sem yfir stendur hjá Orkuveitunni í því skyni, en þar var einkum róið á lífeyrissjóðamið. Stjórnarformaður Gildis, þriðja öflugasta lífeyrissjóðsins í landinu, segist ekki geta lagt fé umbjóðenda sinna í fyrirtækið. Meðal annars […]

Sunnudagur 07.03 2010 - 10:50

Þrír ljósir punktar

Og þá er það búið líka. Niðurstöðurnar virðast hafa verið nokkurnveginn þær að rétt rúmur helmingur atkvæðisbærra manna fór á kjörstað og sagði nei við úreltum samningi. Um fimm af hundraði skiluðu auðu – eða sögðu já, nánast í gríni – og um 40% sátu heima. Svo er strax byrjað að takast á um túlkunina, skilaboðin […]

Fimmtudagur 25.02 2010 - 09:08

Hundrað tómar íbúðir

Hundrað íbúðir á Austurlandi ganga ekki út. Íbúðalánasjóður þarf að taka þær til sín, segir i Fréttablaðinu – og sá kostnaður eykur vextina á almennum íbúðarlánum. Íbúðirnar hundrað urðu auðvitað til þegar Alcoa kom og allt átti að verða gott. Vituð þér enn?

Sunnudagur 21.02 2010 - 20:46

Birtið tilboðið

Nú er kominn tími til að birta tilboð Breta og Hollendinga opinberlega – þegar flokksformennirnir eru farnir að lýsa áliti sínu á því í fjölmiðlum. Forsendan fyrir að halda tilboðinu leyndu var að gefa forystumönnum í íslenskum stjórnmálum svigrúm til að ná samstöðu um næstu skref. Eftir viðbrögð formanns Framsóknarflokksins í kvöld, og raunar alla […]

Laugardagur 20.02 2010 - 19:48

Leynimakk og svikabrölt

Það einkenndi einusinni Morgunblaðið að þar var haft fremur hátíðlegt málfar. Bæði blaðamenn og pólitískir stjórnendur forðuðust gildishlaðnar upphrópanir í eigin texta, enda reyndi blaðið að sverja sig í ætt við fyrirmyndir sínar, stórblöð einsog Times og Mondinn og Berlingske og svo framvegis. Nú er annað hljóð í strokknum og gamli Moggi farinn að leika […]

Höfundur

Mörður Árnason
sjálfstætt-starfandi íslenskufræðingur og stjórnmálamaður. Netfang: mordurarna@gmail.com. Vinir velkomnir á Fb.:
www.facebook.com/mordurarna.
RSS straumur: RSS straumur