Færslur fyrir flokkinn ‘Óflokkað’

Laugardagur 28.11 2009 - 08:41

Hindrun sem ryðja þarf úr vegi

Stefán Jón Hafstein skrifar Katrínu Júlíusdóttur iðnaðarráðherra opið í bréf í dag út af fyrirheitum ríkisstjórnar Samfylkingarinnar og VG um Helguvíkurálver og Suðvesturlínu. Hann spyr þessara spurninga í Fréttablaðinu: 1) Hvaða virkjanir eiga að útvega 360.000 tonna álveri í Helguvík þau megavött sem þarf? 2) Hversu mikið virkjanlegt afl og nýtanlegt afl (núna) verður þá […]

Mánudagur 23.11 2009 - 08:31

Ný flugstöð!

Nú hafa jafnvel ráðherrar og borgarfulltrúar komið auga á að hin fræga samgöngumiðstöð neðan við Hringbraut er peningasóun à la 2007 – og þá kemur önnur hugmynd næstum alveg eins snjöll: Ný flugstöð á rústum hinnar gömlu! Fréttablaðið segir í dag að lífeyrissjóðirnir ætli að vera svo vinsamlegir að fjármagna dæmið með peningunum okkar og […]

Laugardagur 21.11 2009 - 18:55

Árásin á EES

Bjarni Benediktsson hefur nú komist að því að hið mikla ESB-veldi hafi vígbúist og gert árás … á EES. Þetta segir hann okkur í Fréttablaði dagsins, og árásin felst í því að Evrópusambandið skuli ekki fyrir lifandis löngu hafa boðið EES-ríkjunum að ganga í myntbandalagið og taka upp evru. Það sé nánast rof á EES-samningunum. […]

Þriðjudagur 17.11 2009 - 09:49

Refaveiðar eru rugl

Í eymdinni og volæðinu sem þessa daga ríkir um allt samfélagið áður en niðurstaða fæst um skatta og fjárveitingar má þó hafa nokkra skemmtun af því hversu hetjulega vörn hinir fjölmörgu fulltrúar og forystumenn veita bæði niðurskurði og skattaálögum. Við vorum að tala um það í ræktinni í fyrradag að núna væru á nokkrum vikum komnir […]

Mánudagur 16.11 2009 - 08:01

Sé ekki, heyri ekki, segi ekki

Menn þekkja apana þrjá sem einn heldur fyrir eyrun, annar fyrir augun, þriðji fyrir munninn – þeir eru víst japanskir, segir á Vísindavefnum. Speki apanna þriggja felst í því að ef maður lokar skilningarvitunum fyrir hinu illa, þá er það þarmeð ekki til. Nú heldur íslenskur Sjálfstæðismaður fyrir eyru, munn og augu, og heitir Gísli Marteinn Baldursson: „Þetta […]

Sunnudagur 15.11 2009 - 19:56

Af hverju fagnar ekki Ragnar?

Ragnar Arnalds er hættur að vera formaður Heimssýnar, félags Evrópusambandsandstæðinga, og við tekur yngri maður úr sama stjórnmálaflokki, Ásmundur Einar Daðason. Ásmundur hefur vissulega kraftinn – en vantar þó mikla reynslu Ragnars, sem á sínum annars ágæta stjórnnmálaferli hefur afrekað að vera á móti nokkurnveginn öllu starfi Íslendinga í alþjóðasamtökum með skammstöfun. Ragnar, Ásmundur Einar, […]

Þriðjudagur 03.11 2009 - 09:16

Bankar úti í móa

Hagamálið sýnir mistök við endurreisn bankanna, gerð í tíð síðustu ríkisstjórnar, haldið áfram í tíð þessarar. Í miðjum rústunum eftir hrunið voru stjórnmálamenn svo fullir lotningar gagnvart skilunum gagnvart viðskiptalífinu að hver af nýju bönkunum átti að stjórna sér sjálfum á einhverskonar viðskiptaforsendum. Að vísu voru engir hluthafar að taka tillit til, engar hefðir sem […]

Sunnudagur 01.11 2009 - 13:31

Lilju snýst hugur

Lilju Mósesdóttur snerist hugur, sagði hún í Silfrinu – hafði ætlað að styðja Icesave-frumvarpið nýja en þegar hún las það betur ákvað hún að vera á móti því. Lilju snýst gjarna hugur. Síðast snerist henni hugur á fundi í septemberlok í Strassborg – þar voru hún og tveir aðrir alþingismenn á Evrópuráðsþingi og ræddu í leiðinni […]

Föstudagur 30.10 2009 - 08:16

Ráða skattinum sjálfir

Loksins skil ég tillögur SA og ASÍ um hvað á að koma í staðinn fyrir orkuskattinn, og þurfti til sjálfan Gylfa Arnbjörnsson forseta Alþýðusambands Íslands að skýra það út fyrir mér í Kastljósi í gær. Í staðinn kemur nefnilega skattur sem SA og ASÍ ætla að ráða sjálf og hækkar og lækkar eftir þörfum. Aðrir geta svo […]

Fimmtudagur 29.10 2009 - 08:53

Fyrir hverja vinnur Gylfhjálmur?

Ég er alinn upp í virðingu, lotningu næstum því, við verkalýðshreyfinguna og störf hennar í þágu alþýðu frá upphafi sínu í lok 19. aldar: Að skapa réttlátt þjóðfélag. Og hef enn ekki brugðist þeim lærdómi úr foreldrahúsum að leggja við eyrun þegar forystumenn alþýðusamtakanna tala. Meginstefna Alþýðusambandsins hefur frá því á sjöunda áratugnum verið svokallaður korpóratismi, sem einmitt hefur […]

Höfundur

Mörður Árnason
sjálfstætt-starfandi íslenskufræðingur og stjórnmálamaður. Netfang: mordurarna@gmail.com. Vinir velkomnir á Fb.:
www.facebook.com/mordurarna.
RSS straumur: RSS straumur