Færslur fyrir flokkinn ‘Óflokkað’

Miðvikudagur 05.08 2009 - 11:08

Hvað það verður veit nú enginn

Nýjasta nýtt í Icesave-málinu er mat Hagfræðistofnunar Háskólans á útreikningum Seðlabanka og fjármálaráðuneytisins. Matsskýrslan er kynnt í sumum miðlum sem „svört“ skýrsla, en þar segir þó ekki nema það sem allir vissu: Óvissa er veruleg um afdrif Icesave-skuldanna, annarsvegar af því við vitum ekki hvað mikið kemur inn frá þrotabúi Landsbankans, og hinsvegar vegna þess […]

Þriðjudagur 04.08 2009 - 09:42

Runnu á rassinn!

(s)Kaupþing rann á rassinn með lögbannið og merkilegheitin, og þar sitja bankaleiðtogarnir nú öllum til aðhláturs – urðu að gefast upp fyrir almennri andstöðu við varðstöðu bankastjórans, skilanefndarinnar og bankaráðsins við þá leyndarveröld sem var. Þetta var líka eitthvað það vitlausasta sem bankinn gat gert í stöðunni! Vissulega eru í lekaskjalinu miklu fleiri en almenning varðar um – því […]

Sunnudagur 02.08 2009 - 12:19

Takk, Eva

Íslandsgrein Evu Joly í nokkrum merkum Evrópublöðum er snjöll pólitísk ádrepa á tregðu ýmissa helstu leiðtoga í Evrópusambandsins við að yfirgefa fagnaðarboðskap hins óhefta markaðar og koma á regluverki sem tryggir að almenningur verði ekki leiksoppur glæfra-kapítalista einsog og gerst hefur undanfarið um alla Evrópu og raunar heiminn – en alveg sérstaklega á Íslandi. Hún ávítar […]

Laugardagur 01.08 2009 - 20:28

Traust, trúnaður, Kaupþing

„Nýja Kaupþing og skilanefnd Kaupþings telja að upplýsingar um viðskiptavini Kaupþings eigi ekki erindi til almennings og sé brot á þeirri vernd sem bankaleynd á að veita viðskiptamönnum. Mikilvægt er að traust og trúnaður ríki milli fjármálastofnana og viðskiptavina.“ Sannarlega rétt. Ég er í viðskiptum við Kaupþing – og þætti ekkert sérlega þægilegt að þau […]

Fimmtudagur 30.07 2009 - 18:26

Til hamingju, Ísland

Til hamingju, Ísland, söng Silvía Nótt  – í fullkominni 2007-sannfæringu um að eigin frami jafngilti þjóðarheill. Nú ættu hinir hatrömmu andstæðingar samninganna um Icesave-málið að syngja fyrir okkur svipaðan söng – því þeir hafa vissulega unnið góðan áfangasigur. Tafir við að gera út um Icesave valda því að endurreisnin dregst, krónan fellur, fjárfestar halda að sér höndum, kröfuhafar […]

Fimmtudagur 30.07 2009 - 09:59

Hneykslið á Hjarðarhaganum

Sjónvarpið komst í feitt í gær: Jóhanna Sigurðardóttir er komin í frí! Meðan Róm brennur! Fríið fer að vísu fram ekki langt frá stjórnstöðinni, nefnilega heima hjá sér á Hjarðarhaganum, og Jóhanna er daglega á fundum um brýn úrlausnarefni – en leyfir sér þó að vera í fríi – og þarmeð ekki í viðtölum við […]

Sunnudagur 26.07 2009 - 21:47

Finnum út hvað hann meinar

Mikið skil ég Sigríði Ingibjörgu Ingadóttur að spyrja um framhald á ráðherradómi Jóns Bjarnasonar eftir yfirlýsingar hans í dag. Reyndar talaði hann líka þannig um stuðningsmenn ESB-aðildar um daginn að maður skilur ekki hvað hann er yfirhöfuð að gera í ríkisstjórn með slíku fólki. Að sinni er spurningin sem Jón þarf að svara þó ekki […]

Föstudagur 24.07 2009 - 10:12

En hvað viljið þið gera?

Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins hefur lýst yfir andstöðu Sjálfstæðisflokksins við Icesave-samningana. Í gær var lína formannsins sú að samninganefndin hefði samið af sér. Í Sjónvarpsfréttum vildi hann samt engu svara um það hvað Sjálfstæðisflokkurinn vildi gera í málinu: Bjarni: Við munum aldrei fallast á þessa samninga einsog þeir liggja fyrir þinginu óbreyttir. Jóhanna Vigdís: Hvað […]

Fimmtudagur 23.07 2009 - 09:50

Glæpur Verhagens

Óvinur Íslands númer eitt heitir núna Maxime Jacques Marcel Verhagen og er utanríkisráðherra í Hollandi. Það sem herra Verhagen vann til óhelgi sér var að tilkynna blaðamönnum að Hollendingar yrðu tregir í samningataumi um Evrópusambandsaðild Íslendinga ef Icesave-málið yrði ekki klárað. Þar með gerði hann það sem ekki má: Að tengja Icesave við aðra þætti […]

Miðvikudagur 22.07 2009 - 14:25

En hvað segir Árni Matt?

Þjarkið um Icesave hefur nú færst inn á vettvang lögfræðinga í fullnusturétti – sérfræðinga í gjaldþrotum – og við hin stöndum eiginlega bara og horfum á. Fyrst kom Ragnar Hall, svo Eiríkur Tómasson, síðan Ástráður Haraldsson og Ása Ólafsdóttir, Eiríkur aftur í morgun, og þessar skylmingar hljóta að halda áfram næstu daga. Viðurkennt skal að á […]

Höfundur

Mörður Árnason
sjálfstætt-starfandi íslenskufræðingur og stjórnmálamaður. Netfang: mordurarna@gmail.com. Vinir velkomnir á Fb.:
www.facebook.com/mordurarna.
RSS straumur: RSS straumur