Færslur fyrir flokkinn ‘Óflokkað’

Fimmtudagur 28.05 2009 - 13:03

Lásu þeir ekki tillöguna sína?

Allir þingmenn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks eru skráðir flutningsmenn tillögunnar um að utanríkisnefnd alþingis hugsi um ESB-málið til 31. ágúst. Framsóknarmennirnir virðast ekki hafa lesið tillöguna. Þeir samþykktu á flokksþingi í vor að Íslendingar „hefji aðildarviðræður við Evrópusambandið“. Já, já – með allskonar skilyrðum og á grundvelli „samningsumboðs frá Alþingi sem tryggi hagsmuni almennings og atvinnulífs“ […]

Miðvikudagur 27.05 2009 - 11:10

Skrýtið réttindafélag

Óska velfarnaðar karlmanninum Andrési Inga Jónssyni sem nú tekur við af Silju Báru Ómarsdóttur sem fulltrúi Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs í stjórn Kvenréttindafélags Íslands. Ha? Fulltrúi Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs í stjórn KRFÍ? Er það virkilega þannig að stjórnmálaflokkarnir tilnefni menn í þessa stjórn? Ansi er þá orðið skrýtið réttindafélag úr hinni fornu súffragettusveit Bríetar […]

Þriðjudagur 26.05 2009 - 15:03

Ótti, eymd og hótanir

Sannarlega eftirtektarvert að sveitarstjórar og sveitarstjórnarmenn eru ekki allir undir hælnum á LÍÚ eða útgerðareigendum í byggðarlaginu – þeir Grímur Atlason í Dölum, áður Bolungarvík, og ekki síður Ómar Már Jónsson á Súðavík eru harðorðir í Fréttablaðinu í dag (hér) eftir mikla áróðursherferð LÍÚ, Sjálfstæðisflokksins og ýmissa sveitarstjórna undanfarnar vikur gegn fyrningarleiðinni. Ómar telur að […]

Laugardagur 16.05 2009 - 14:04

ESB og herinn … Munurinn

Ég er sammála forseta Íslands: Við eigum að gera allt sem hægt er til að komast hjá því að kljúfa þjóðina í tvær fylkingar sem standa hvor á móti annarri gráar fyrir járnum í marga áratugi. Ekki endurtaka í deilum um ESB þau átök um hersetuna sem við erum loksins laus við. Hef reyndar sagt […]

Þriðjudagur 12.05 2009 - 09:40

Réttlæti, skynsemi, ESB

Einsog Jóhann Ársælsson fyrrverandi alþingismaður hefur bent á – margoft – er ómögulegt að ganga í Evrópusambandið án þess að hafa leyst deiluna um eignarhald sjávarauðlindarinnar. Nytjastofnar á Íslandsmiðum eru sameign íslensku þjóðarinnar, stendur í 1. grein laga um stjórn fiskveiða frá 1990, en í nokkrum áföngum – fyrst og fremst framsalinu í sömu lögum […]

Sunnudagur 10.05 2009 - 21:05

Góður dagur

Þeir voru arfaslappir í fyrri hálfleik, sérstaklega eftir Fjölnismark uppúr þurru – þá klikkuðu allar sendingar og vörnin úti að aka og við máttum þakka fyrir að vera bara einu marki undir í hálfleik. En einsog Kiddi Jóns sagði spekingslegur eftir hlé þá er allt í lagi að vera lélegur í fyrri hálfleik ef menn […]

Sunnudagur 10.05 2009 - 07:52

Ó, ó

Ó, ó! Er maðurinn ekki örugglega með íbúðarlán líka? Er ekki  rétt að færa það niður um 20%? Eða  láta erlendan kröfuhafa borga það einhvern veginn? Getur ekki  Sigmundur Davíð Gunnlaugsson — eða þá Guðmundur Steingrímsson — hjálpað þessu aumingjans fórnarlambi? http://www.visir.is/article/20090502/FRETTIR01/163733883

Laugardagur 09.05 2009 - 08:43

Játningar hins útstrikaða, og fleira

Magnús Siguroddsson var um daginn óhress með blogg hér á síðunni um ákveðinn pólitíkus og taldi að ég ætti að líta mér nær: „Þú bloggar ekkert um 656 útstrikanir sem þú fékkst í síðustu alþingiskosningum.“ En nú er einmitt komið að því, svona meðan við bíðum eftir nýrri ríkisstjórn. Menn sem taka þátt í stjórnmálum […]

Fimmtudagur 07.05 2009 - 14:40

En af hverju aðrar kosningar?

Það étur hver upp eftir öðrum að þing og ríkisstjórn sitji ekki út kjörtímabilið af því að það þurfi kosningar til að ganga í Evrópusambandið. Ef við ákveðum að sækja um þá verði kosningar eftir ár eða tvö – en ekki ef sú ákvörðun dettur niður milli stóla. Þetta sé staðan eftir að Sjálfstæðisflokkurinn kom […]

Miðvikudagur 29.04 2009 - 07:39

VG og ESB: Textinn sjálfur

Vinstriflokkarnir tveir hljóta að koma sér saman um Evrópusambandsumsókn, hvaða leið sem menn velja að henni og hvað sem hún er látin heita. Auðvitað hafa stjórnmálamenn úr öðrum flokkum gert mikið úr ágreiningi þeirra um þetta, og svo auðvitað Morgunblaðið, en þeir hafa sér til afsökunar að yfirlýsingar Steingríms J. Sigfússonar og Atla Gíslasonar hafa verið […]

Höfundur

Mörður Árnason
sjálfstætt-starfandi íslenskufræðingur og stjórnmálamaður. Netfang: mordurarna@gmail.com. Vinir velkomnir á Fb.:
www.facebook.com/mordurarna.
RSS straumur: RSS straumur