Gott hjá umhverfisráðuneytinu að gera athugasemdir við fréttaflutning New York Times. Í greinarlista um bestu ferðastaði árið 2014 sagði blaðið að nú væri sniðugt að ferðast um Ísland áður en það hyrfi í virkjanir og veitugarða. Þetta er sannarlega ofsagt um Þjórsáráform Landsvirkjunar, Sigurðar Inga Jóhannssonar umhverfisráðherra og Ragnheiðar Elínar Árnadóttur iðnaðarráðherra. En umhverfisráðuneytið fylgist […]
Svokallaður umhverfisráðherra er á hröðum fjölmiðlaflótta undan ákvörðun sinni um veituframkvæmdir í Þjórsárverum eða á áhrifasvæði þeirra. Samt er það þannig að hann er núna að fullkomna hlýðni sína við Landsvirkjun og Ragnheiði Elínu Árnadóttur iðnaðarráðherra frá í haust þegar hann hætti við nýja friðlýsingargjörð sem var svo langt komin að ráðuneyti hans var búið […]
Ég sendi umhverfis- og samgöngunefnd alþingis umsögn um frumvarp ríkisstjórnarinnar og Sigurðar Inga Jóhannssonar um að fella niður náttúruverndarlögin – fresturinn rennur út í dag. Það er óvenjulegt að fyrrverandi alþingismaður skrifi ótilkvaddur umsögn um þingmál veturinn eftir að hann hverfur af þingi, og hafi sjálfur vélað um málið sem um er rætt. En þetta er […]
Margir muna að Ofviti Þórbergs Þórðarsonar var áhugamaður um gang himintungla og athugaði stöðu mála á næturhimninum reglulega úr Bergshúsi við Skólavörðustíg. Og svo kemur að kvöldi föstudagsins 20. október árið 1911. Ofvitinn á von á heimsókn: Pilsaþytur í sálinni, ljúfur andblær í stráum. Fram úr tindrandi stjörnudýrðinni stígur falleg stúlka, há vexti, dökkt hár, […]
Gústav Adolf Skúlason framkvæmdastjóri Samorku kvartar undan því í Fréttablaðsgrein á fimmtudaginn (hér, bls. 24) að ekki hafi farið mikið fyrir samráði við gerð og afgreiðslu náttúruverndarlaganna sem núverandi umhverfisráðherra ætlar nú að „afturkalla“. Vissulega hafi verið tekið við athugasemdum á ýmsum stigum vinnunnar og hlustað á gagnrýni – en síðan þegar til átti að […]
Athyglisvert en ekki beinlínis óvænt – að Jón Steinar Gunnlaugsson skuli hafa fundið út að veiðigjaldið sé kolólöglegt og að sjálf stjórnarskráin banni afskipti Íslendinga af veldi útgerðarmanna á hafinu. Athyglisvert en ekki beinlínis óvænt að Jón Steinar Gunnlaugsson skuli neita að gefa upp fyrir hvaða útgerðarfyrirtæki lögfræðiálitið var skrifað, og hvað eftirlaunahæstaréttardómarinn fékk fyrir […]
Sigurður Ingi Jóhannsson umhverfisráðherra virðist ekki vita sérlega mikið um nýju náttúruverndarlögin sem hann hefur ákveðið að „afturkalla“. Í slitróttum símtölum við fjölmiðla í gær voru tínd út úr honum nokkur atriði sem hann vildi láta leggjast yfir. Sumt auðvitað athyglisvert – og umrætt öll þau fjögur ár sem lagasmíðin tók. Annað afar einkennilegt, og […]
„Umhverfis- og auðlindaráðherra hefur ákveðið að afturkalla lög um náttúruvernd nr. 60/2013 sem voru samþykkt á Alþingi rétt fyrir þinglok í vor.“ Upphaf fréttar sem birtist á vefsetri umhverfisráðuneytisins í gærkvöldi? Skrýtið orðalag – ráðherra „hefur ákveðið“? En þingið? Er það ekki alþingi sem samþykkir lög og breytir þeim? Og „afturkalla“? Hvað merkir það orð […]
Allar helstu ákvarðanir um utanríkistengsl Lýðveldisins Íslands hafa verið teknar með fulltingi alþingis. Til eru undantekningar en þau tilvik hafa sætt verulegri gagnrýni, svo sem ákvörðun tveggja ráðherra um opinbera afstöðu í Íraksstríðinu fyrir nokkrum árum. Þar var þó ekki gengið þvert gegn ályktun alþingis heldur vanrækt samráð sem skylt er við þingið samkvæmt stjórnarskrá. […]
Fróðlegt að fylgjast með heimsókn Bans framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna. Hann kom hingað í boði utanríkisráðherra, sem nú heitir Gunnar Bragi Sveinsson, en hinn raunverulegi gestgjafi var allan tímann Ólafur Ragnar Grímsson, princeps eternus Islandiæ. Forseti Íslands sótti að sjálfsögðu fyrirlestur Bans Ki-Moons í hátíðasal Háskóla Íslands, sem haldinn var á vegum utanríkisráðuneytisins, Háskólans og Félags […]