Mér finnst það almennt gott fyrirkomulag að ríkisvaldið láti sveitarstjórnirnar um skipulagsvaldið. Eðlilegt að heimamenn ráði hvernig þeir skipuleggja byggðina og nærumhverfi hennar. Svo koma ýmsar spurningar, svosem sú hvort allt landflæmi viðáttumikilla sveitarfélaga sé í raun eðlilegt skipulagssvæði þeirra, þar á meðal á miðhálendinu. Þegar ríkir almannahagsmunir liggja við er skynsamlegt að fulltrúar allra […]
Skammt stórra högga á milli – og samt einsog kemst nýja stjórnin ekkert áfram (hvar er Helguvík eiginlega, og öll hin verðmætasköpunin sem átti að borga skuldir heimilanna?). Eftir djarflega framrás Framsóknarmannsins í mörgu ráðuneytunum gegn rammaáætlun og veiðigjaldi er komið að ráðherrum Sjálfstæðisflokksins. Nú ætlar Hanna Birna Kristjánsdóttir að rústa Teigsskógi og þvera tvo firði […]
Aumingja litlu og meðalstóru fyrirtækin sem eru að fara á hausinn vegna veiðigjaldsins. Brim, Þorbergur, Rammi. Vísir, Ögurvík, Fisk-Seafood. Og fleiri bónbjargaútgerðir. Sjá vefsetur HA-nema. En nú ætlar blessuð ríkisstjórnin að aumkva sig yfir þessa vesalinga. Samherji litli og meðalstóri er að vísu ekki þarna – en dóttirin ÚA er þó mætt fyrir hönd þeirrar […]
Ný kynslóð á þinginu, var sagt í stefnuumræðunum – ætli Illugi Gunnarsson sé af þeirri kynslóð? Þá er kynslóðin ekki verulega ný – því fyrsta verk Illuga Gunnarssonar er að fara með blessað Ríkisútvarpið í sama gamla. Með breytingunum á lögunum um Ríkisútvarpið í vor var meðal annars samþykkt athyglisverð leið við að velja stjórn […]
Í tillögu sem laga- og mannréttindanefnd Evrópuráðsþingsins leggur fyrir næsta fund þingsins 24.–28. júní er hvatt til þess að aðildarríkin geri skýran greinarmun á pólitískri ábyrgð stjórnmálamanna – sem þeir eiga um við borgarana og kjósendurna – og sakarábyrgð þeirra, hvort sem þeir hafa brotið af sér í starfi eða sem almennir borgarar. Í tillögunni er […]
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson fer mikinn á heimasíðu sinni um strá og sorgir. Og segir meðal annars þetta um þá sem hafa sett spurningarmerki við yfirlýsingar hans og Sigurðar Inga Jóhannssonar um rammaáætlun: Það fór varla framhjá neinum að þegar ríkisstjórn Samfylkingarinnar og Vinstri grænna fór að krukka í niðurstöðum faghópanna og gera pólitískar breytingar á rammaáætlun þá […]
Nýja ríkisstjórnin og Sigurður Ingi Jóhannsson umhverfisráðherra ætla að „taka upp“ rammaáætlun. Markmiðið er að koma átta kostum í orkunýtingarflokk: þrjár Þjórsárvirkjanir, þrjár á hálendinu við Vatnajökul norðvestanverðan, Hólmsárvirkjun austan Mýrdalsjökuls, Hagavatnsvirkjun (Farið) við Langjökul. Kenningin er sú að á síðasta stigi faglegs ferils sérfræðinga hafi fyrrverandi stjórnarflokkar með skítugum pólitískum fingrum breytt hinum vísindalegu […]
Sumir segja að í kosningunum í apríl hafi íslenska þjóðin í raun og veru ákveðið að setja skóinn út í glugga. Og nú bíða menn eftir því að sjá hvað jólasveinninn ætlar að setja í skóinn. Fáum við afnám verðtryggingar þannig að með betri hagstjórn sé í áföngum hægt að lækka verðbólguna og auka verðmætasköpun […]
Rétt hjá Agli Helgasyni að yfirlýsing forsetans um stjórnarmyndunarumboð Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar er óvenjuleg — að fyrirheitin um lausn á skuldavanda heimilanna og um slag við vogunarsjóðina hafi fært honum sigur í kosningunum og þessvegna hafi forsetinn valið hann til verka. Það er ekki víst að Ólafur Ragnar sé í sjálfu sér að víkja svo […]
Þegar menn ná ekki takti — þá er oft gott að athuga hvort það er einhver taktur í tímanum. Nokkrir forystumenn verkalýðsfélaganna í Reykjavík eru óánægðir með „grænu gönguna“ sem umhverfis- og náttúruverndarmenn hafa boðað til 1. maí. Forseti ASÍ segir í Fréttablaðinu að þetta sé dagur launafólks og aðrir eigi að láta hann í […]