Færslur fyrir nóvember, 2007

Laugardagur 24.11 2007 - 21:31

Pútin fellir grímuna.

Ég hef stolist til þess undanfarna mánuði að benda á að gamli KGB fanturinn Pútin virðist ekki lengur nenna að fela eðlið. Hef verið áminntur um að kalda stríðið sé búið og svona málflutningur því orðræða gærdagsins. Læt mér það í sjálfu sér í léttu rúmi liggja hvað menn vilja kalla stríðið sem Pútín heyr […]

Laugardagur 24.11 2007 - 10:57

Össur og útrásin.

Renndi áðan yfir pistil Össurar eins og minn er siður. Alltaf skemmtilegur en núna voru honum mislagðar hendur. Full dramatískur í hugsun og yfirlýsingum en á því kunna að vera eðlilegar skýringar. Hann er auðvitað búinn að fabúlera um að milljarðarnir sem orkuútrásin muni færa okkur teljist frekar í þúsundum en hundruðum. Brattur eins og […]

Fimmtudagur 22.11 2007 - 09:43

Paul Nikolov.

Skrapp aðeins á moggabloggið mitt gamla. Las Heiðurnar báðar enda afburðaskemmtilegar báðar tvær þó ólíkar séu. Og ég las reyndar fleiri og sá þá að ég hef verið út á þekju. Ekki fylgst með. Mér skilst að þar hafi logað eldar. Af litlum neista sýnist mér eins og stundum hjá bloggurum. Nennti hreinlega ekki að […]

Miðvikudagur 21.11 2007 - 22:39

Málefni KSÍ.

Sá ekki nema lítið brot af þætti sýnar í kvöld um Íslenska landsliðið. Hef samt mínar skoðanir sem fyrr og þær breyttust lítið við áhorfið. Menn misgáfulegir. Óli Þórðar heldur að ástæða lélegs árangurs snúist um ungt fólk keyri ekki vörubíla eins og hans kynslóð gerði. Willum sagði ekki neitt af því að hann ætlar […]

Miðvikudagur 21.11 2007 - 15:37

Jón Viðar og gagnrýnin.

Ég er afspyrnuslakur að sækja leikhús. Samt er alltaf gaman þar. Misgaman en þegar við sem förum sjaldan förum, þá er bara alltaf gaman. Einhver myndi þá kannski segja að við hefðum bara ekkert vit á leikhúsi og þekktum ekki muninn á því sem er gott og því sem er frábært. Skítt með það. Ég […]

Þriðjudagur 20.11 2007 - 11:00

Mótmælendur.

Frakkar eru ekki fólk sem lætur bjóða sér hvað sem er. þeir æða á götur út og gera skurk. Bændur moka kúamykju á tröppur ráðhúsa og flutningabílstjórar loka hraðbrautum. þegar þeir eru óánægðir. Og þetta vilja margir flytja inn til Íslands. Af því að þetta sé lýðræðið í reynd. Bolurinn að mótmæla heimskum ráðamönnum og […]

Mánudagur 19.11 2007 - 16:50

Atli Gíslason og frelsi einstaklingsins.

Rokka á milli og veit oft ekki hvort ég á að dáðst að Atla Gíslasyni eða ekki. Afskaplega geðugur maður um flest að sjá og heyra. Talar rólega, næstum eins og geðlæknir, yfirvegaður. Hann er málsvari góðra hluta svona yfirleitt þó hann sé auðvitað fárveikur af forræðishyggju þvælunni sem VG stendur fyrir. Hann er málsvari […]

Föstudagur 16.11 2007 - 16:49

Körfubolti í beinni á netinu.

Við körfuboltamenn erum í fararbroddi á mörgum sviðum. Tölfræði og heimasíður voru nánast óþekkt fyrirbrigði fyrir nokkrum árum annarsstaðar en hjá körfuboltafólki. Og við förum enn fyrir. Í kvöld eru tveir leikir í beinni útsendingu á netinu. Karfan.is verður með toppleikinn í 1 deild milli Breiðabliks og FSU. Og KR sýnir leik KR og ÍR. […]

Föstudagur 16.11 2007 - 14:54

Hugleiðingar um Mr Smárason.

Getur það gerst að frægasti og ríkasti verðbréfamiðlari landsins riði nú til falls? Hann virkar í það minnsta forn í skapi og fremur taugaveiklaður. Sendir frá sér tilkynningar ótt og títt um hvað hann telji að þurfi að gerast til þess að félög sem hann veðjaði á rjúki upp svo hann geti selt með hraði. […]

Föstudagur 16.11 2007 - 10:12

Bónus gerir grín að okkur.

Auðvitað hlaut að koma að því að opinberir aðilar vildu skyggnast í bókhald hjá risunum á matvörumarkaði. Og bráðhentugt að gera það í kjölfarið á mikilli umræðu um svindl og svínarí, eða þannig. Stundum held ég að verið sé að gera kaldhæðnislegt grín að okkur neytendum þegar bónus er krónu ódýrari en krónan í hverjum […]

Höfundur

Rögnvaldur Hreiðarsson
Nánar um höfundinn......Hann er faðir og afi. hann er rakari og hann elskar golf og dæmir körfubolta ef hann er ekki úti að hjóla. Maðurinn hefur skoðanir á flestu og hefur á stundum þörf til þess að koma þeim á framfæri. Hann er kristinnar trúar, hvítasunnumaður, og lætur það skipta miklu máli..

Og hann er allskonar auðvitað....
RSS straumur: RSS straumur