Miðvikudagur 5.2.2020 - 18:13 - FB ummæli ()

Mikilvægi fræðslu til foreldra um skynsamlega notkun sýklalyfja – flensur og miðeyrnabólgur

Hólmavík 5.2.2020

Í flensufaröldrum eins og nú stefnir í, eykst notkun sýklalyfja mikið, eða yfir 50%. Oftast er um að ræða notkun vegna hræðslu um bakteríusýkingar eins og miðeyrnabólgu barna, kinnholusýkingar og jafnvel lungnabólgur. Bakteríusýkingar eru vissulega auknar líkur að fá eftir flensur, en þar sem sýklalyf gagnast ekkert ef aðeins er um veirusýkingu að ræða. Margar vægar bakteríusýkingar í efri loftvegum læknast auk þess að sjálfu sér. Almennt er talið að um að 70% sýklalyfjanotkunar meðal manna sé óþörf.

Nú í öllu þessu tali fjölmiðla um pestir, rifjast upp 9 ára gamall pistill hér á Eyjunni, Sjón er sögu ríkari. Um stórbætta greiningaraðferð og hjálp í ákvörðun um meðferð á algengasta “náttúrulega” heilsuvanda íslenskra barna og sem foreldrar ættu að þekkja betur til. Miðeyrnabólgunnar. Við viljum verjast smitsjúkdómunum með skynsamlegum ráðum, en ekki með offörum og ofmeðhöndlunum sem skapar framtíðinni miklu meiri vanda en efni standa til.

Aldrei hafa áhyggjur heilbrigðisyfirvalda flestra þjóða verið jafn miklar og sem varðar vaxandi sýklalyfjaónæmi sýkingavalda mannkyns vegna ofnotkunar sýklalyfja meðal manna og í landbúnaði. Einms síðan útbreiðslumöguleikum þeirra, jafnvel milli landa. Sérstaklega meðal sýkingarvalda sem teljast til sameiginlegrar flóru manna og dýra. Vandamál sem Alþjóða heilbrigðisstofnunin WHO skilgreinir sem mestu heilbrigðisógn framtíðarinnar og þegar sífellt færri sýklalyf duga á algengar, en oft alvarlegar sýkingarnar eins og t.d. lungnabólgur. Því þarf að vanda til verka og nota nú sterkustu vopn læknisfræðinnar, sýklalyfin, af meiri skynsemi svo þau hætta ekki að bíta. Alls ekki sem skyndilausn og að læknar og sjúklingar kaupi sér ekki tryggingu af tilefnislausu, eða a.m.k í miklu meira mæli en efni standa upphaflega til.

Allar alþjóðlegar klínískar leiðbeiningar um meðferð miðeyrnabólgu barna í dag gera ráð fyrir að beðið sé með sýklalyfjameðferð, nema einkennin séu slæm. Hvatt er til verkjastillingar eftir þörfum, fræðslu og eftirliti með einkennum. Skilningur foreldra á er aðal málið. Vandamálið hér á landi hefur einmitt verið vöntun á fræðslu í upphafi og boð um eftirlit í heilsugæslunni. Flest veik börn á höfuðborgarsvæðinu eru skoðuð á skyndivöktum, á kvöldin og um helgar. Klínískar leiðbeiningar mælst hins vegar til að börnin séu frekar skoðuð á daginn í heilsugæslunni og þar sem hjúkrunarfræðingar geta jafnframt verið með í ráðum og gefið upplýsingar. Á vöktum úti í bæ getur oft verið fljótlegasta og auðveldasta leiðin að grípa til sýklalyfja, svona til öryggis! Afleiðingarnar með tímanum eru hins vegar alvarlegar. Mikil og óþarfa sýklalyfjanotkun leiðir til aukins sýklalyfjaónæmis helstu sýkingavalda eins og áður segir og sem íslendingar hafa svo sannarlega reynslu af. Breytir þar engu um þótt við bólusetjum nú börnin okkar gegn nokkrum þeirra (frá 2012 t.d. með bóluefni gegn nokkrum algengum stofnum pneumókokka).

Heildarsýklalyfjanotkun barna undir 4 ára aldri hefur aðeins minnkað um 10-15% sl. áratug, þrátt fyrir töluverða umræðu og nýjar bólusetningar. Enn í dag er hún helmingi meiri hér á landi en t.d í Svíþjóð og þótt við séum aðeins farin að þrengja sýklalyfjavalið. Í 70% tilefna er sýklalyfjanotkunin vegna miðeyrnabólgu, en sem samt lagast oftast af sjálfu sér!! Meðferð sem um leið eykur líklega hættu á endurteknum eyrnabólgum síðar og margfaldar hættu á að börn smitist af sýklalyfjaónæmum bakteríustofnum úr nærumhverfinu og sem smita síðan önnur börn t.d. í leikskólunum.

Sú tækni sem auðveldar skilning foreldra í sjúkdómsgreiningu miðeyrnabólgunnar og eins í eftirliti, er rafræn myndataka af miðeyrnabólgubreytingunum (breytingum á hljóðhimnunni) og sem bera má saman frá einum tíma til annars og milli lækna. Eins er varðar vökva og aðrar bólgubreytungar í miðeyrum yngra barna og sem er aðal ástæða röraísetningar í hljóðhimnur hjá allt að þriðjungi barna á Íslandi í dag og sem sennilega er heimsmet. Myndirnar mætti senda á milli staða, eins og t.d. frá Læknavaktinni og Barnalæknavaktinni til heilsugæslunnar eða að þær séu vistaðar beint inn í tölvusjúkraskrá sjúklings.

Sjálfur hef ég haft slíkt tæki til umráða sl. áratug, m.a. til að kynna á heilsugæslustöðvum. Málið var einnig til kynningar fræðadögum heilsugæslunnar fyrir áratug síðan. Takmarkaður áhugi hefur hins vegar verið á tækninni (tekur smá tíma frá lækninum með foreldrum til að útskýra í byrjun) og heilbrigðisyfirvöld hafa ekki sýnt málinu neinn áhuga. Tækið sjálft kostar samt ekki nema eins og ein góð myndavél. Myndin hér að ofan er tekin af skrifborðinu mínu á Hólmavík í dag!  Myndavélina geta allir á fjölmennari stöðvum notað og hægt er að tengja hana við hvaða fartölvu sem er og jafnvel snjallsíma. Ódýrt tæki sem gagnast vel í greiningu og ákvörðunum um meðferð á algengasta heilsuvanda barna.

Og hvaða foreldri vill ekki fá að sjá hvernig eyrnabólga barns síns lítur út á rafrænni mynd, sérstakalega þegar til greina kemur að bíða með sýklalyfjameðferð (vægar breytingar) og sjá hvernig hún þróast á næstum dögum. Þessi tækni gefur einstakan kost á sameiginlegri þátttöku sjúkling (foreldris) og læknis í ákvörðunarferli hvort meðferð sé nauðsynleg. Eins útskýringum á ástandi sem fylgir þroskastigi barna og pestagangi. Sterkt nútímavopn til að koma í veg fyrir ofmeðhöndlun á miðeyrnabólgum með sýklalyfjum í dag.

Sjá má kynningu um tækið (myndavélina) frá framleiðenda hér.

Flokkar: Óflokkað · Bloggar · Dægurmál · heilbrigðismál · Stjórnmál og samfélag

Laugardagur 25.1.2020 - 12:16 - FB ummæli ()

Er lausnin að fórna kjarnastarfsemi gömlu góðu “Slysó” vegna fráflæðistíflu BMT í Fossvogi?!

Þróun í starfsemi BMT LSH eða eins og við þekkjum hana á SLYSÓ hefur verið að breytast mikið sl. ár. Mikill og stöðugt aukinn fráflæðisvandi frá deildinni og aukin áhersla bráðalækna á frumgreiningu þeirra sem eru í innlagnaferli á aðrar deildir og fyrstu meðferðarúrræðum, en á kostnað almennrar móttöku og þjónustu veikra og slasaðra sem þangað leita í síauknum mæli. Fjöldi útlendinga, erlends vinnuafls og ferðamanna heldur aldrei meiri. Eins í hverskonar aðlögun að húsnæðisvandanaum á deildinni og  þegar gangar á neðri hæð deildarinnar eru jafnvel yfirfullir af sjúklingum sem bíða innlagnar á aðrar deildir spítalans. Þar að auki hefur verið mikill metnaður fyrir að þróa starsemi deildarinnar að væntanlegu starfsfyrirkomulagi nýrrar BMT á einni hæð í væntanlegum nýjum meðferðarkjarna á Hringbraut eftir 5-7 ár. Í dag er vandi BMT samt bráðavandamál og sem margir kalla neyðarástand og álag á starfsfólk langt út fyrir öll velsæmismörk. Þar sem þegar er farið að bera á brottfalli og kulnun sérnámslækna, bráðalækna og hjúkrunarfólks. Mál sem verður að leysa strax á skynsamlegan máta. Mál sem nýskipaðu vinnuhópur heilbrigðisráðuneytisins og Landlæknis var fenginn til að skoða næstu vikurnar og koma með skynsamlegar tillögur til úrbóta.

Gamla slysó á rætur að rekja til bráðamóttökunnar á Heilsuverndarstöðinni á Barónsstíg (áður á Hvítabandinu á Skólavörðustíg) og síðar á Borgarspítalanum í Fossvogi frá 1968. Deild sem fyrst og fremst þjónaði sem slysadeild og sem var á forræði bæklunarlækna. Einnig þegar deildin flutti í nýja viðbyggingu, G álmuna 1980. Frá þeim tíma og ég tók fyrstu vaktirnar mínar þar sem læknanemi og síðar sem aðstoðarlæknir, deildarlæknir og sérfræðingur. Bráðaherbergin á neðri hæðinni í G álmunni voru notað við allar bráðar uppákomur, lífshættuleg slys, hjartaáföll, heilablóðföll, blóðeitranir, druknanir og áfengis – og lyfjaeitranir eins og í dag.  Í flestum alvarlegum tilfellum með aðkomu svæfingalækna, lyf- og skurðlækna, allt eftir aðstæðum hverju sinni.

Um 1990 tóku sérmenntaðir bráðalæknar við stjórnun deildarinnar. Deildin um leið og í vaxandi mæli og nú jafnvel aðallega, sameiginleg móttökustöð innlagna á allar deildir spítalans (nema e.t.v. geðdeildar). Frumgreiningardeild þannig, og þá til fyrstu meðferðar, ásamt bráðahjúkrun. Sl. ár hins vegar jafnvel dögum saman og þar sem innlagnapláss vantar á spítalanum. Slysaþjónusta hverskonar var samt alltaf aðal starfsvettvangurinn framan af og sem telur enn um 50% allra nýkoma á BMT, eða að meðaltali um 100 komur á sólarhring. Þjónusta og læknismeðferð sem nú hafa komið hugmyndir um að mætti koma fyrir strax á heilsugæslustöðvunum, á Læknavaktina eða aðrar læknamóttökur út í bæ, en án þess að sérstakur undirbúningur hafi átt sér stað í baklandinu. Aðstaða til bráðarannsókna og meðferðar (réttingar á brotum og liðhlaupum og sárameðferð hverskonar) vantar  á þessum stöðum og í raun fagleg geta oft ekki til staðar. Álag á Læknavaktina t.d. er þegar mikið og fjöldi sem þangað leita allt að áttfaldur miðað við þar sem best þekkist síðdegismóttökum á hinum Norðurlöndunum og þar sem aðgengi að dagþjónustu heilsugæslunnar er mikið meira.

Þanning má segja að hugmyndir eru nú um að frumkjarnastarfsemi deildarinnar verði úthýst fyrir vöntun langtímaúrræða langveikra og aldraða og sem er auðvitað mikið betur sinnt á sérhæfðum deildum spítalans eða bráðaöldrunardeild. Samt hefur verið bætt við nýtt þjónustuhlutverk BMT á kvöldin- og um helgar sem er Hjartagáttin fyrir hjartadeildina á Hringbraut vegna mönnunarvanda þar og í sparnarsjónarmiði. Afsprengi reyndar BMT á Hringbraut sem opnaði um 1985 og þar sem ég vann sem fyrsti deildarlæknirinn. Deild sem var lokað með sameiningu spítalanna og henni síðan breytt í Hjartagáttina, en þar sem gott húsnæði stendur nú meira eða minna autt á kvöldin og um helgar.

Iðulega eru 30-50 sjúklingar að bíða innlagnar á BMT í Fossvogi á jafnvel fjölmargir á göngum deildarinnar niðri og nú líka í húsnæði á efri hæðinni sem hingað til hefur verið ætlað fyrir endurkomur bæklunarskurðlækna og lækna BMT. Mikilvægt húsnæði fyrir klíníska starfsemi þannig tekið undir legupláss fráflæðisvandasjúklinga, og jafnvel þótt sjúkrarúm á mörgum öðrum deildum spítalans standa tóm vegna mannekluvanda hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða!!

Starfsfólk, læknar og hjúkrunarfræðingar sem fyrst og fremst hafa sinnt almennum komum slasaðra og veikra á efri hæð BMT, G3 vita nú ekki lengur í hvorn fótinn þeir eiga að stíga. 1. febrúar nk. verður G3 formlega sameinuð með G2 á neðri hæðinni og þannig undir sameiginlegri hjúkrunarstjórnum. Ákvörðun sem var í mikill óþökk þeirra sem tileinkað sér starfsumhverfi og þjónustu á efri hæðinni G3 og sem margir hafa hverjir lengstu starfsreynslu á BMT LSH. Þannig deildin ekki lengur í raun G3 heldur aðeins “efri hæðin” og þar sem biðsjúklingum á aðrar deildir taka yfir meira og meira yfir pláss og þrengja stöðugt að starfseminni sem þar er veitt. Bæklunarlæknar sem hafa unnið náið með bráðalæknum alla tíð og sem frekar þarf að auka samvinnu við, en sem skynja nú þann þrýsting að þeir séu ekki lengur jafn velkomnir og tillögur jafnvel komnar fram að þeir hafi sig á brott með sína göngudeild. Úr húsnæði G álmunnar ” og sem þeir upphaflega börðust fyrir að fá undir bráðastarfsemi spítalans og endurkomur fyrir 40 árum!!

Kennsluhlutverk deildarinnar fyrir læknanema, kandídata og heimilislækna í sérnámi hefur alltaf verið mjög mikilvægt og sem þurfa nauðsynlega reynslu í almennri bráða- og slysaþjónustu í væntanlegum störfum síðar úti á landi, „í héraði“. Svipað má segja með starfsnám hjúkrunarfræðinga og deildin mög vinsæl hjá nemum. Sannast nú ef til vill enn og aftur hið fornkveðna, “enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur”. Varðandi öryggis- og heilbrigðisþjónustu í höfuðborginni og sem hefur átt stóran part í hjörtum landsmanna og þangað sem allir hafa getað leitað til þegar mest á brennur í lífinu og hjá fjölskyldumeðlimum. Deild sem hefur verið minn vinnustaður í meira eða minna fjóra áratugi og sem mér þykir afskaplega vænt um, og þar sem vinnuframlag mitt hefur ávalt verið vel metið. En kannski er einkarekstur á slysó framtíðin, á forræði bæklunarlækna, svipaða og rekstur Orkuhússins nú og sem nýlega flutti í stórt og stórglæsilegt húsnæði í Kópavogi? Varla þó þóknanleg heilbrigðisstefnu heilbrigðisráðherra í dag, eða hvað?

Að þessu öllu sögðu, er samt alveg ljóst að langtímaafleiðingar yfirflæðis og fráflæðisvanda BMT á rætur að rekja til allt annarra þátta í heilbrigðiskerfinu og sem hefur oft verið nefnt sl. áratug og sem ég hef sjálfur hef skrifað marga pistla um hér á blogginu mínu. Einnig um vanda heilsugæslunnar og undirmönnun sl. áratugi og þar sem jafnvel var gerður Kastljósþáttur um fyrir 7 árum, en sem fékkst samt aldrei sýndur. Heilbrigðisáætlun til 2030 er ætlað að bæta þetta ástand, sem betur fer, en er í raun áratug of sein á ferðinni. Bráð vöntun á hjúkrunarrýmum aldraða og endurhæfingarplássum á öldrunardeildum eins og á Landakoti og þar sem húsnæði í dag er ekki einu sinni að fullu nýtt vegna lokana. Dagleg verkefni heilsugæslunnar hefði fyrir löngu átt að stýra inn á meiri bráðaþjónustu á daginn , en ekki fyrst og fremst á hraðmóttökur út í bæ á kvöldin og um helgar. Þar sem aðeins er tekið á móti slysum í mjög takmörkuðu mæli. Þessu breytum við ekki í hvelli í dag og sem aðgerðir og tillögur vinnuhóps ráðherra heilbrigðismála og Landlæknis um bráðaðgerðir vegna neyðarástands bráðamóttökunnar (BMT-LSH) þurfa að taka mið af. Verja þar a.m.k kjarnastarfsemina BMT, útvega strax fleiri legupláss á lokuðum rýmum heilbrigðisstofnana og sem er vegna mannekluvandamála heilbrigðisstarfsfólks og sem snýr fyrst og fremst að mannsæmandi kjarasamningum sem taka mið af menntun, álagi og ábirgð í starfi.

Eins hefði fyrir löngu verið hægt að byggja greiningar- og biðlegudeild fyrir aðrar deildir spítalans á einu ári, svipað og þegar G álman var byggð sem stálgrindarhús fyrir tæpri hálfri öld og sem stendur enn vel byggingalega séð. Deild sem nú hefur samt nánast 1000 faldast að umfangi miðað við lesta húsnæði BMT fyrir tæpri hálfri öld. Kínverjar eru nú að byggja einingabráðabirgðasjúkrahús vegna Wuhan veirunnar á 10 dögum fyrir allt að 1000 sjúklinga. Við hljótum að geta byggt 60-80 manna álmu úr einingum eða á stálgrind á innan við ári og ef vandinn er í raun skilgreindur rétt sem neyðarástand í íslensku heilbrigðiskerfi. Eða hvað?? A.m.k. eiga neyðarráðstafafanir nú vegna fráflæðisteppunnar/stíflunnar ekki að leiða til afnáms kjarnastarfsemi deildarinnar frá upphafi og sem í dag er ekki hægt að veita með sömu gæðum annars staðar í kerfinu. Byggjum upp bráðastarfsemina en gröfum hana ekki meira niður en orðið er.

Flokkar: Óflokkað · Bloggar · Dægurmál · heilbrigðismál · Stjórnmál og samfélag

Miðvikudagur 8.1.2020 - 14:16 - FB ummæli ()

Svikin loforð í spítalamálum aldraðra og bráðaþjónustumálum LSH

Þjóðviljinn 22.10.1982

 

Svona átti að stækka bráðamóttökuna eftir að fyrsta áfanga lauk á G álmunni 1980 – núverandi húsnæði BMT LSH og sem tók aðeins 2 ára að byggja (Stálgrindarhús).
Álagið samt tugfaldast síðan, ekkert af framkvæmdum og ríkið tók við rekstri Borgarspítala stuttu síðar (1986) og stóraukning vaxandi fráflæðisvandi, aðallega aldraða sem þurfa að komast á aðrar deildir spítalans og sem jafnvel eru hálf lokaðar vegna manneklu starfsfólks. Einkum hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða vegna lélegra launakjara.

Eins var B álman reist 1982 og sem var LOFAÐ sem öldrunarspítali eingöngu í upphafi (sjá meðfylgjandi frétt á mynd í Þjóðviljanum 1982), en sem síðar var ákveðið að taka undir allt aðra starfsemi að meginhluta.

Í dag er mest aðkallandi að byggja greiningardeild, 60-80 skammtíma-sjúkradeild fyrir sjúklinga sem bíða innlagnar á aðrar deildir eða sem stutttíma legu/meðferðardeild svipað og A2 gerir í dag (10 rúma deild og sem er alltaf yfirfull). Deild sem öldruðum myndi gagnast vel í bráðameðferð og meðan unnið er að frekari úrræðum, á aðrar sjúkra- og meðferðardeildir spítalans, heim eða á öldrunarstofnanir/endurhæfingu/varanlega vistunarrými í framhaldinu. Slíka greininga/biðdeild hefði fyrir löngu átt að vera búið að byggja og margoft verið bent á sl. ár, tengt miklum almennum skorti á öldrunarvistunarrýmum almennt á höfuðborgarsvæðinu sérstaklega og miklum fráflæðisvanda bráðamóttöku sem iðulega eru með 30-50 manns á göngunum og sem bíða innlegnar eftir að fyrsta greining og bráðmeðferð er lokið.

Framhald af G álmu t.d. eins og alltaf stóð til fyrir 40 árum, stálgrindarhús- ódýrt hús- og sem þyrfti ekki að taka nema árið að klára og ef vilji væri fyrir hendi. Nýi spítalinn á Hringbraut “nú” kemst heldur ekki í gagnið fyrr en í fyrsta lagi eftir hálfan áratug og neyðarástand ríkir í dag. Reyndar sl. ár og sem stjórnvöld hafa neitað að horfast í augu við!! Auk þess auðvitað að tryggja launakjör starfsfólks svo það fáist til starfa eins og Landlæknir hefur m.a. bent á sem meginástæðu vandans í sinnu rótargreiningu og skýringu á hlutalokunum á almennum deildum spítalans sl. ár. Nauðsynlegt húsnæði þar sem það vantar og viðunandi launakjör.

Eins löngu ljóst að gamli góði Borgarspítalinn verður áfram rekinn í Fossvogi eftir að meðferðakjarni rís á Hringbraut enda allt of lítill miðað við þarfir og þótt upphafleg forsenda framkvæmda þar hafi alltaf verið einn stór spítali á einum stað!!!!!

Eins ríkir mikil óvissa um bráðaaðgengi að nýjum meðferðarkjarna á Hringbraut og eins víst að sjúkraþyrluflugi t.d. verði áfram um langa framtíð best tryggður aðgangur í Fossvogi og þá bráðasjúkrahúsin hvort sem áfram tvö!!!
Segja má a.m.k. að ríkið hafi svikið flest loforð um hlutverk Borgarspítalans eftir yfirtöku frá borginni 1986 og sem byrjaði sína starfsemi svo myndarlega 1967. Mikil skömm af þessu öllu saman í dag.

Flokkar: Óflokkað · Bloggar · Dægurmál · heilbrigðismál · Stjórnmál og samfélag

Föstudagur 3.1.2020 - 20:17 - FB ummæli ()

Tímamótin á Ströndum

Horft sunnan frá Trékyllisvíkurheiði niður í Reykjafjörð á Ströndum, febrúar 2018

Mikil umræða hefur verið á árinu um brothætta byggð í Árneshreppi á Ströndum. Eins um fyrirhugaða virkjun Hvalár í Ófeigsfirði í næsta nágrenni og sem sumir telja að geti tryggt varanlega búsetu í Árneshreppi. Ég hef fengið tækifæri sem “höfuðborgarbarn” og “tíðan gest í héraði” og afleysingalæknir á Ströndum til tveggja áratuga, að leggja persónulegt mat á stöðuna. Tengsl við ólíkt mannlíf, stórkostlega náttúru og sögu sem mörg okkar eru farin að gleyma. Ólíkari aðstæður en maður á að venjast, væntumþykju við íbúanna, landið og þar sem tíminn fær jafnvel á sig afstæðukendann blæ. Það er samt auðvelt fyrir borgarbúann að láta sig oft litlu skipta að afskekkt byggð lengst norður í landi leggist af, sérstaklega ef það leiðir til “sparnaðar” í krónum talið fyrir þjóðfélagið.

Íslensk óspillt náttúra er okkar langstærsta auðlind til framtíðar og sem er og verður sífellt eftirsóttari. Ómetanleg líka í aurum talið ef varðveitt og innviðir þjónustu tryggðir. Vel var greint frá ólíku sjónarmiðum í Árneshreppi nú á fyrirhuguðum virkjunaráformum Hvalár og búsetuskilyrðum nú, ásamt frábæru myndefni, sérstaklega af vatnasvæði Hvalár og Eyvindarár í Kveikþætti Láru Ómarsdóttur á RÚV í byrjun desember sl.

Virkjun Hvalár á að getað aukið raforkuframleiðslu fyrir Vestfirði um allt að helming, en sem nemur samt aðeins framleiðslugetu einnar meðalvirkjunar hér á landi (Írafossvirkjunar). Jafnframt óbeinn hagnaður fyrir alla landsmenn gegnum landslínuna, því auðvitað eiga allir landsmenn sama rétt á nýtingu sameiginlegra raforku landsins. Það er því engin sérstök kvöð á að Vestfirðingar séu sjálfir sér nógir um raforkuframleiðslu, frekar en önnur sveitafélög. Óneytanlega skapa virkjunarframkvæmdir samt miklu meira raforkuöryggi á Vestfjörðum, auk mögulegra annarra afleiddra hlunninda sem af framkvæmdum beint leiður. Meðal annars möguleika á meiri nýtingu á hreins vatns úr lóninu sem verður til og jafnvel fiskeldismöguleikum, ásamt bættu aðgengi með vegaframkvæmdum, jafnvel alla leið niður í Djúp. Búsetuskilyrði og forsendur byggðar þar með mikið aukin. Virkjun og lónið mun þó setja allt annann svip á hálendið og öræfin sunnan Drangjökuls. Þannig að sunnanverðu anddyri friðlands Drangajökulssvæðisins. Eins á náttúrulegt rennsli fossanna í Hvalá og Eyvindará. Þar eru Drynjandi og Rjúkandi í Ófeigsfirði hvað þekktastir, en sem eru ekki vel aðgengilegir í dag. Stórfengilegir og sem eiga sér enga aðra líka. Ef að virkjunarframkvæmdum verður, engu að síður þá manngert tilbúið umhverfi og sem veldur mikilli skertri upplifun þeirra sem vilja njóta óbyggðatilfinninga á öræfum Vestfjarða sem á sér enga samsvörun á miðhálendi landsins. Tilbúnir fossar sem skúfa má fyrir eða frá að vild er alls ekki heldur það eftirsóttasta sem ferðamaðurinn kemur langt að til að sjá og okkur ætti að bera skylda til að varðveita eins og kostur er. Að efinn fá að njóta forgangs og að ekki er aftur snúið ef illa fer.

Þeir fáu sem enn búa í Árneshreppi eru tvístígandi yfir framkvæmdaáætlunum nú á virkjun Hvalár. Fleiri telja telja að þær geti tryggt búsetu og atvinnumöguleika eitthvað næstu árin í Árneshreppi og sérstaklega meðan framkvæmdir eru í gangi. Eins hugsanlega flýtt löngu tímabærum vegasamgöngubótum. Flestir á Ströndum telja í raun að virkjunarframkvæmdirnar skipti engu máli hvort byggð leggist af eða ekki í Árneshreppi og jafnvel víðar sunnar á Ströndum, ef engar aðrar ráðstafanir eru gerðar samhliða með nýsköpun atvinnutækifæra og sem er stjórnvalda að hlutast til um. T.d. með þjóðgarðs-og ferðamannauppbyggingu á Ströndum, aukinni innviðauppbyggingu og auknum kröfum um vinnslu afla í heimabyggð. Kvótann aftur í heimabyggð og styrkingu fyrir landbúnað. Mesta vonin er þó í vaxandi ferðamannastraum norður, erlendra sem innlendra og það gert eftirsóknarverðara með verndun og vegasamgöngur bættar og svæðið allt gert aðgengilegra en það er í dag.

Af þessu sögðu sögðu finnst manni óraunhæft að leyfa framkvæmdir við virkjun nú á Hvalá, eingöngu út frá því sjónarmiðið að byggð haldist í Árneshreppi. Eftir stendur alltaf möguleiki á stærra friðlandi og þjóðgarði allan hringinn í kringum Drangjökul, norðurstrandir og sveitanna við austanvert Djúp sem gæti gefið innspýtingu í atvinnulíf tengt ferðaþjónustu hverskonar. Vetrarferðir á gönguskíðum eða vélsleðaferðir upp á jökul sem þegar hafa verið reyndar að vetri til með góðum árangri. Eins auðvitað skipulögðum gönguferðum eða reiðtúrum á hestum á sumrin, jafnvel allt í kringum Drangjökul og niður í Djúp.

Mín kynni af Ströndum sl. tvo áratugi hefur mótað mig sennilega álíka mikið sem fullorðna manneskju og sveitaveran gerði á sínum tíma sem barn í mörg sumur.  Reynslan hefur líka sýnt manni vel að maður lærir sem maður lifir og því meira sem aðstæður eru fjölbreyttari. Kulnun er víðs fjarri og vinnan í dag sem læknir alltaf spennandi og skemmtileg. Því skemmtilegri samt sem hún er fjölbreyttari og aðstæður ólíkari. Vinna sem kynna fyrir mann ólíka spegla mannlífsins við ólíkar aðstæður. Þar sem víðáttan er stundum leiðandi við samheldi mannlífsins og vináttu manna á meðal. Um leið og umhverfið og veðráttan er oft oft bæði blíð og ströng í senn, landslagið ægifagurt og hrikalegt, síbreytilegt eftir árstíðum. Í alla þessa spegla eða glugga er ekki sjálfgefið fyrir hvern og einn að geta litið og Upplifað ævintýrin sem þar leynast oft á bak við. Stundum án allra nútímaþæginda og öryggis í nútímalegum skilningi, en nær sögunni og rótum okkar allra. Mikilvægi einhvers sem við megum ekki tapa frá okkur og framtíðinni og jafnvel ferðamenn í stuttri heimsókn geta upplifað sterkt. Engin veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur segir máltæki og gott er að hugsa til um þessi áramót og stutt í að stórar ákvarðanir verði teknar á Ströndum. Sameiginlega tekur þjóðin vonandi skynsamlega afstöðu til miðhálendisins kringum Drangjökull og fjarðanna á Ströndum fyrir framtíðarkynslóðirnar að njóta. Öræfanna fyrir norðan og þar sem mannlíf hefur þrifist frá landnámi.

Gleðilegt ár kæru lesendur

Flokkar: Óflokkað · Bloggar · Dægurmál · heilbrigðismál · Lífstíll · Stjórnmál og samfélag · útivist

Mánudagur 16.12.2019 - 11:58 - FB ummæli ()

Alvarleg sjálfssköpuð ógn við þjóðaröryggi á nýju þjóðarsjúkrahúsi

Myndin sýnir nýjar aðstæður á þyrlupalli á 5 hæð nýja þjóðarsjúkrahússins í Þingholtunum eftir nokkur ár og aðatæður sem við höfum í dag á þyrluflugvellinum við BMT LSH í Fossvogi og sem þykir til fyrirmyndar, þótt að sé farið að þrengjast!!!
Ógn við þjóðaröryggi ef illa fer á sjálfu nýja þjóðarsjúkrahúsinu, en sem ekki hefur mátt ræða opinberlega og varðar mikilvægasta lendingarstað landsins í framtíðinni og ekkert plan B er til fyrir neyðarlendingar eða öruggt aðflug (opin svæði – sjá mynd hér að neðan). Algjörlega fyrirséður og sjálfskapaður vandi þá á Þjóðaröryggi sem allir ættu að sjá og rætt var á fundi í Velferðarnefnd Alþingis haustið 2018 án nokkra viðbragða. Læt fylgja hér með ársgömul skrif um málið og þar sem enn hafa engin svör fengist frá stjórnvöldum!!!

Einn varasamasti hluti framkvæmdaáætlana þjóðarspítalans nýja nú á Hringbraut snýr að stórvarasömum aðstæðum til þyrlulendinga á fyrirhuguðum palli á 5 hæð rannsóknarhússins við hlið meðferðarkjarnans. Vandamál sem hefur verið víðs fjarri sl. áratugi á góðum þyrluflugvelli við hlið bráðamóttökunnar í Fossvogi nú og þótt verulega hafi þrengt þar að í seinni tíð. Öll nútíma bráðasjúkrahús leggja enda mikið kapp á að skapa slíku flugi sem öruggastar aðstæður og ásættanleg að- og fráflugsskilyrði. Þannig fyrir mest veiku og slösuðu sjúklingana af landsbyggðinni okkar og miðunum umhverfis landið. Eins jafnvel öllum norðurslóðum Atlandshafsins eins og greint er frá með nýjum ríkissáttmála við NATÓ.

Málið ásamt áhyggjum sjúkraflutningsmanna höfuðborgarsvæðisins og landsbyggðarinnar vegna aðgangshindrana í almennum sjúkraflutningsakstri og umferðartafa í höfuðborginn var rætt á nefndarfundi Velferðarnefndar Alþingis haustið 2018 og sem undirritaður tók einnig þátt í, að óskum nefndarinnar.

Áætlaðir flugferlar (aðflug og fráflug) að fyrirhuguðum þyrlupalli á 5 hæð rannsóknarbyggingar á Nýjum Landspítala

Áætlanir SPITAL hópsins 2011 og sem lét hanna þyrlupallinn á Hringbraut, gerðu aðeins ráð fyrir að hann yrði notaður að meðaltali 4-10 sinnum á ári og þá aðeins í neyð (auk kannski einhverra æfingafluga)!! Vegna slæmra lendingaskilyrða var gerð krafa um að aðeins 2-3 mótora þyrlur fengju að nota pallinn og sem vélar sem gætu haldið hæð ef vélarbilun verður í einum mótor. Komið sér þannig frá spítalasvæðinu til nærliggjandi lendingarstaðar. Þetta eru allt að 20 tonna þyrlur og sem auðvitað geta bilað af öðrum orsökum en vélarbilun í einum mótor. T.d. vegna bilunar í stelskrúfu, gírkassa eða hlekkst á vegna slæmra veðurskilyrða og sviptivinda. Upphaflega var eins gert ráð ráð fyrir a.m.k. einni opinni aðflugsleið að spítalanum, yfir gömlu neyðarbrautina, en sem nú er búið að loka og byggingaframkvæmdir auk þess löngu hafnar við NA enda brautarinnar og á Valslóðinni. Allt samkvæmt nýju aðalskipulagi Reykjavíkurborgar AR 2010-2030 og sem tók gildi 2014. Flestar þjóðir vilja hins vegar hafa 2-3 slíkar opnar aðflugsleiðir að lendingarstað á spítala. Í samræmi við veðurskilyrði á hverjum tíma, enda skiptir mótvindur í lendingu og í flugtaki allaf máli.

Stóraukin þörf er hins vegar á þyrlusjúkraflugi hin seinni ár og sem tölur LHG sýna vel (um 150 á ári), m.a. vegna stóraukinnar slysatíðni tengt ferðamennsku á landinu og auknum kröfum um bráðainngrip í blóðþurrðarsjúkdómum (sérstaklega hjartaáföllum og slagi í heila). Í framtíðinni má þannig áætla að þörf sé á nær daglegu sjúkraþyrluflugi til spítalans og þar sem hver mínúta getur skipt máli.

Ekkert nýtt áhættu- og þarfamat hefur verið gert varðandi notkun á fyrirhuguðum nýjum þyrlupallinn á Hringbraut og eftir að hann var hannaður 2011!! Mat m.t.t. mengunar í loftræstikerfi spítalans og hávaðamengunar í nærliggjandi sjúkrarúm á 5-6 hæðar meðferðarkjarnans, hefur heldur ekki verið metin til fulls. Eins er mikil óvissa með Reykjavíkurflugvöll sjálfan og alltaf var gert ráð fyrir að væri til staðar í næsta nágrenni spítalans og sem skipar veigamikið hlutverk í sjúkraflugi alls landsins (hátt í 1000 sjúkraflug á ári). Flugvöllur sem meirihluti borgarstjórnar Reykjavíkur stefnir á að fari eftir 2024 eitthvert annað og sem núverandi aðalskipulag Reykjavíkurborgar (AR 2010-2030) gerir ráð fyrir eins og áður sagði.

Mikilvægt er að átta sig á þeirri staðreynd, hvað sem mönnum fannst um upphaflegt staðarval af ýmsum ástæðum, að þá gerðu upphaflegar áætlanir alltaf ráð fyrir að búið væri að leysa samgöngumálin og aðgangshindranir áður en framkvæmdir hæfust á Hringbraut (úttekt framkvæmda- og fjársýslu ríkisins 2008 og sem í raun var síðasta staðarvalsskýrslan). Þar var eins gert ráð fyrir þyrluflugvelli (ekki palli) á BSÍ lóðinni (jafnvel fyrir 2-3 þyrlur) sem og áframhaldandi veru Reykjavíkurflugvallar.

Eingin viðbrögð hafa fengist frá stjórnvöldum og ráðamönnum verkefnisins sl. ár og heldur ekki frá Velferðarnefnd sem upplýst var vel um málið og getur ekki einu sinni um málið í fundargerð sinni á Alþingi! Jafnvel RÚV ohf. hefur verið ófáanlegt að ræða málið opinberlega sl. ár!!

Samtökin BSBS og sem eiga sér tæplega 10.000 fylgjendur á fésbókinni, hafa barist fyrir með öllum hugsanlegum rökum sl. 5-6 ár, að hlustað sé á. Forsendubrestirnir sjálfir eru nú meginmótrök staðarvalsins á Hringbraut og sem allir ættu að sjá varðandi byggingu nýs þjóðarsjúkrahúss. Eins hafa samtökin bent á mörg önnur rök m.t.t. betra staðarvals. M.a. sem snýr að kostnaði og hagkvæmni við byggingu, minni truflun á fyrirliggjandi starfsemi á Hringbraut, kostnaðarauka vegna miklu meiri skemmda og myglu í eldra húsnæði en gert var ráð fyrir og sem á að reyna að gera upp í síðari áföngum verkefnisins. Eins hagkvæmari rekstrarmáta í sjúkrahúsi sem byggt er meira á hæðina en lengdina með tengigöngum, minni umferðarþunga og mengun og sem leiðir af því að byggja langt frá miðju höfuðborgarsvæðisins, eins möguleika á jafnari dreifingu atvinnutækifæra á höfuðborgarsvæðinu tengt búsetu og síðast en ekki síst, spítala í fallegu og græðandi umhverfi, nær náttúrunni, í stað kaffihúsamenningu og hótelrekstri í yfiraðþrengdum miðbænum.

Aðgangshindranirnar nú eru alvarlegastar og sem blasa við. Alvarlegastar eru þær m.t.t sjúkraflutninga, úr lofti, af lági og jafnvel legi. Jafnvel stórhættulegar og sem teljast til sjálfskaparvítis og rætt var um á fundi Velferðarnefndar fyrir meira en ári síðan, en eingin svör fást við. Allt önnur plön en upphafalega var lagt upp með, með sameiningu spítalann þriggja á höfuðborgarsvæðinu upp úr aldarmótunum síðustu. Upphaflega í hagræðingarskyni og með einu aðal háskólabráðasjúkrahúsi sem uppfyllti öll skilyrði að verða fullkomið og nútímalegt þjóðar- og aðal bráðasjúkrahús landsins. Vel á annað hundrað milljarða króna verkefni og sem átti að getað þjónað íslensku þjóðinni vel og lengi og sem gamli Landspítalinn gerði fram eftir síðustu öld. En þar sem nú á bak við tjöldin í borgarráði og stærstu stjórnmálaflokkunum er strax farið að ræða um byggingu næstu spítala, enda öllum mistökin löngu kunn, en sem ekki hafa þolað dagsljósið og umræðuna!

https://blog.dv.is/vilhjalmurari/2019/01/28/adgangshindranir-og-fyrirsed-storslysahaetta-a-hringbraut/

https://blog.dv.is/vilhjalmurari/2017/02/16/thoggun-a-thjodaroryggi-vid-honnun-nys-landspitala/

Flokkar: Óflokkað · Bloggar · Dægurmál · heilbrigðismál · Stjórnmál og samfélag

Sunnudagur 15.12.2019 - 14:14 - FB ummæli ()

Litla Ísland líka á heilbrigðisógnarkortinu

Nýútkomin er skýrsla bandaríska landlæknisembættisins/sóttvarnalæknisins CDC um sýklalyfjaónæmið þar í landi 2019 og dreifingu, meðal annars erlendis frá og milli landa. Umhverfis- og heilbrigðisógb sem skilgreind er mesta heilbrigðisógn mannkyns í af Alþjóða heilbrigðusstofnunni, WHO. Á myndinn að ofan er sýndur meðal annars flutningur á fjölónæmum sýklastofnum frá Spáni til Íslands sem gæti hafa verið spænski-íslenski 6B pneumókokkastofninn sem við rannsökuðum vel um árið og náði gífurlegri útbreiðslu, m.a. meðal barna og ollu í mörgum tilvikum efiðum sýkingum. Meðal annars eyrnabólgum, lungnabólgum og heilahimnubólgum sem aðeins var hægt að meðhöndla með sterkustu sýklayfjum sem völ var á og sem gefa þurfti í æð á sjúkrahúsi.

Fókusinn er á smit milli manna og eins frá dýrum og landbúnaðarvörum í menn. Á sama tíma og við ætlum að fara að flytja inn ófrosið kjöt frá smituðm svæðum erlendis frá um áramótin, af sýklalyfjaónæmum sameiginlegum flórubakteríum manna og dýra (m.a. colibakteríur/ESBL og klasakokka/MÓSAr) !!!!

https://www.cdc.gov/drugresistance/pdf/threats-report/2019-ar-threats-report-508.pdfr

Flokkar: Óflokkað · Bloggar · Dægurmál · heilbrigðismál

Mánudagur 9.12.2019 - 14:32 - FB ummæli ()

Er gamli Landspítalinn of dýr fyrir þjóðina?

Á ganginum

Hver er í raun stefna stjórnvalda í dag til í að styrkja Landspítalann og sem daglega er í fréttum vegna alvarlegs rekstravanda og niðurskurðaráforma? Íslendingar veita minnst norðurlandaþjóða af opinberu fé til heilbrigðismála, þar á meðal til heilsugæslu og minna og minnkandi en meðaltal jafnvel allra OECD ríkja sl. áratug!! Þrátt fyrir að vera fámenn og dreifbýl þjóð og sem ætti undir venjulegum kringumstæðum að réttlæta hlutfallslega hærri kostnað í rekstri heilbrigðiskerfisins en hjá öðrum þjóðum sem við viljum bera okkur saman við.

Allir geta séð ástandið t.d. í bráðaþjónustunni okkar á BMT LSH. Þar fer álagið sífellt vaxandi vegna mikils yfirfæðis aðsóknar og ekki síður fráflæðisvanda vegna skorts á sjúkrarúmum á deildum spítalans og jafnvel 30-50 sjúklingar bíða dögum saman á göngum deildarinnar efir innlagnaplássi, flest eldra fólk. Mest vegna þess að starfsfólk vantar á öðrum deildum spítalans (hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða) til að halda deildunum að fullu opnum. Álagið á starfsfólk er oft á tíðum ómanneskjulegt. Og til skapa en fleiri biðpláss eftir innlögnum er m.a. búið að taka ákvörðun að sameina deildina G3 á BMT LSH og flestir þekkja sem gömlu Slysó, við deildina niðri á G2 og fá þannig fleiri rúmapláss. Á deild sem er ætlað til skyndigreiningar og meðferðar á bráðsjúkum og slösuðum, ekki sem “innlagnadeild” til frekari sjúkdómsgreingar, meðferðar og endurhæfingar og sem tilheyra auðvitað allt öðrum sviðum læknisfræðinnar!!!

Þannig verður nú að skera niður venjulega slysa- og bráðaþjónustu eins og við þekkjum hana flest, ekki síst fjölskyldufólk, á gömlu góðu Slysó. Til að geta einfaldlega stækkað stíflulónið Í fráflæðisvandanum og ekki einu sinni nýr spítali sem verið er að byggja kemur til með að leysa nema að litlu leiti. Mikið frekar fleiri hjúkrunarheimili sveitafélaganna.

Stofnkostnaður upp á 100 milljarða króna á hins vegar nýju löngu tímabæru góðu hátæknisjúkrahúsi til framtíðarinnar, ætti auðvitað alls ekki að vera reiknaður inn í árlega fjárveitingu til Landspítalans sérstaklega. Miklu heldur til hins opinbera hlutafélags Nýs Landspítala ohf. og sem farið hefur sínar eigin leiðir í byggingaáformunum og sem á ekkert skilt við daglegan rekstur Landspítalans, en sem að lokum tekur við rekstri bygginganna og framkvæmdunum sjálfum lokið. Heldur ekki í fjárveitingingum í fjárlögum til heilbrigðismála sérstaklega og árlegar tölur OECD miðast t.d. jú við. Ekkert heldur frekar í raun en fjárveitingar til annarra opinberra hlutafélaga eins og t.d. RÚV ohf. og sem ekki flokkast undir neina beina heilbrigðisþjónustu. Að örum kosti verður Nýr Landspítali ohf. enn frekari dragbýtur á rekstrarþáttum heilbrigðisþjónustunnar allrar komandi ár og löngu áður en hann kemur að nokkru gagni sem slíkur. Hvað árlegan rekstur Landspítalans sjálfs hins varðar, aukið rekstrarfjársvelti, niðuskurð á þjónustu og minni mannauðsuppbyggingu til framtíðar.

https://www.ruv.is/frett/uppsagnir-a-landspitala-vegna-nidurskurdar

https://www.dv.is/eyjan/2019/12/5/island-setur-minnstan-pening-heilbrigdismal-og-rukkar-minnst-fyrir-thjonustuna-af-nordurlondunum/

Flokkar: Óflokkað · Bloggar · Dægurmál · heilbrigðismál

Föstudagur 22.11.2019 - 11:00 - FB ummæli ()

RÚV mýrin

Nú er þáttur í sameiginlegum hagsmunum RÚV ohf, Reykjavíkurborgar og Nýs Landspítala ohf. með tilliti til staðsetningaákvörðunar nýja þjóðarspítalans á Hringbraut skýrari og sem Alþingi lagði blessun sína yfir 2014.

https://www.visir.is/g/2019191129677/sameiginlegir-hagsmunir-med-borginni-gerdu-ruv-gjaldfaert-

Reykjavíkurborg hefur frá aldarmótum lagt ofuráherslu á staðsetningu byggingaframkvæmda nýs þjóðarspítala á Hringbrautarlóð þar sem gamli Landspítalinn er, til að missa ekki annað mögulegt dýrt íbúa- og þjónusubyggingarland á miðbæjarsvæðinu frá sér undir Nýjan Landspítala. Fyrir liggur umsókn Reykjavíkurborgar til ríkisins um kaup á 5.9 hekterum byggingarlands í Efstaleiti þegar árið 2013. Nýtt byggingasvæði sem græða mátti á, án þess að borgin ætti á hættu að missa stærsta vinnustað landsins frá sér út fyrir borgarmörkin og staðsetning nýja spítalans á Hringbrautarlóð væri tryggð. Þöggun á allri umræðu um aðra möguleika kom sér því mjög vel fyrir meirihlutann í borgarstjórn Reykjavíkurborgar og Nýs Landspítala ohf. þegar árið 2014.

Fréttastofa RÚV átti sem sagt ekki að “rugga bátnum” þegar hér er komið við sögu eins og segir í bréfi ritstjóra Kastljóssins 2015 um frekari staðsetningarmöguleika þjóðarspítalans og margsinnis hafði verið bent á, m.a. hjá Samtökum um betri spítala á besta stað (SBSBS) og nokkrir miklu betri og hagkvæmari kostir til lengri tíma nefndir í því sambandi (t.d. Fossvogur, Vífilstaðir, Keldnaland)

Margir græddu nema auðvitað þjóðin sjálf og auðvitað frjálsa óháða fjölmiðlunun í landinu. Rekstur RÚV ohf. var tryggður um tíma. Hugmyndir um Fossvogsspítala sem þjóðarspítala var síðan endanlega eytt út af borðinu með byggingaframkvæmdunum nú í Efstaleiti. Kostur sem var að margra mati samt miklu fýsilegri upphaflega en framkvæmdirnar nú á Hringbrautarlóð og allir sjá best í dag.

Leiða má sterkum líkum að þessi flétta Reykjavíkurborgar og RÚV ohf./ Nýs Landspítala ohf. kosti ríkið og almenna skattborgara í landinu öllu, tugi milljarða króna  í afleiddum kostnaði ýmiskonar. M.a. með fyrirhugaðri umferðamannvirkjagerð eins og Miklubrautina í stokk (og sem búið var að þurrka út í aðalskipulagi Reykjavíkurborgar, AR 2010-2030) og ríkið þarf að kosta að stærstum hluta. Auðvitað til að tryggja a.m.k. lágmarks aðgengis að væntanlegum nýjum Meðferðarkjarna á Hringbraut, hvað annað?? Auk síðan auðvitað miklu hærri sokkins kostnaðar og ef hugsa þarf allt dæmið upp á nýtt í náinni framtíð.

“Sameiginlegir hagsmunir Ríkisútvarpsins og Reykjavíkurborgar urðu til þess að byggt var íbúðarhúsnæði á lóðum í kringum Útvarpshúsið í Efstaleiti. Með samningnum við Reykjavíkurborg varð RÚV sér úti um 1,5 milljarða króna sem afstýrði því að stofnunin yrði ógjaldfær.”

 

Flokkar: Bloggar · Dægurmál · heilbrigðismál

Mánudagur 18.11.2019 - 11:48 - FB ummæli ()

Háaleitisbrautin mín

Endurritun greinar sem ég skrifaði fyrst fyrir 8 árum, nú í tilefni alþjóðadags fórnarfórnarlamba umferðaslysa í gær.

Á leið minni í vinnuna á Slysó, eins og Slysa- og bráðamóttakan í Fossvogi er oft kölluð, keyri ég yfirleitt eins og leið liggur vestur Vesturlandsveginn og síðan suður Háaleitisbrautina. Brautina mína þann daginn, en sem er leið flestra annarra í öðrum tilgangi. Í mínum huga er sjálf Háaleitisbrautin sérstök braut væntinga og endurminninga. Fyrri reynslu og að vita aldrei hvað vaktin ber í skauti sínu. Smá kvíði í bland við ósk um góða vakt. Á heimleiðinni varpar maður síðan öndinni aðeins léttar. Með hugann við allt sem gerðist á vaktinni og viðfang félaganna sem tóku við henni. Á braut sem er samt ósköp venjuleg gata í Reykjavík og fáir tengja umræðunni um heilbrigðismálin. Ekkert frekar en almenningur gerir í umræðunni um stöðu heilbrigðismála yfirhöfuð og allt það sem að baki býr og tekið hefur áratugi að byggja upp. Fyrir lágmarks heilbrigðisöryggi og gott aðgengi okkar allra.

Í áratugi hef ég tekið vaktir á Slysó jafnhliða starf mínu sem heimilislæknir, gömlu deildinni minni sem aldrei sefur. Ég man reyndar fyrst eftir mér þar í vinnu á þriðja ári í læknisfræðinni 1981, fyrir 38 árum síðan, sem þá hét Slysadeild Borgarspítala. Á gamla horninu þegar hún var aðeins þrjú herbergi og eins og lítið heimili. Síðan hefur hún stækkað hundraðfalt. Þangað sem flestir leita sem þurfa á mestu hjálpinni að halda og þyrluflutningar utan af landi orðnir nær daglegt brauð.

Á Slysa- og bráðamóttökunni eru allir jafnir með tilliti til þjónustu og þar sem jafnvel bregður fyrir smá brosi þeirra sem fá hjálp í mestu martröð lífs síns. Flestum kannski nema þeim sem koma útúrdópaðir eða eru ofurölvi og þar sem ofbeldið hefur tekið völdin. Staður sem er þá stundum eins og vígvöllur og allt getur gerst.

Slysa- og bráðamóttakan er líka ákveðin spegilmynd af samfélagi okkar, nema hvað helgidagarnir eru oft hversdagsdagar og hversdagsdagar helgidagar. Álagið er margfalt meira á deildinni sé tekið mið af íbúafjölda, samanborið við nágranalöndin og þar sem heilsugæslan hefur verið betur byggð upp en hún er hér á höfuðborgarsvæðinu. Deild þar sem púlsinn slær hraðar en á flestum öðrum deildum og alltaf er meira en nóg að gera. Á heimleiðinni, norðurleiðinni upp Háaleitisbrautina blasir Esjan aftur við og púlsinn hægist. Þegar farið er frá þeim stað sem við viljum samt öll vita af þegar mest á reynir. Sannarlega kirkjan mín og hjarta þann daginn. Á stað þar sem sjálfur þjóðarpúlsinn slær og ég á stundum líka heima.

Það er á Háaleitisbrautinni sem ég er hvað best meðvitaður um mikilvægi starfs míns. Á braut vonar, reynslu og endurminninga. Breytileg eins og nótt og dagur, vetur og sumar. Enginn veit heldur hvað átt hefur fyrr en misst hefur segir gamallt og gott máltæki og sem er mér oft ofarlega í huga á þeirri leið, að heiman eða heim.

Flokkar: Óflokkað · Bloggar · Dægurmál · heilbrigðismál · Stjórnmál og samfélag

Föstudagur 1.11.2019 - 10:40 - FB ummæli ()

Eitthvað til að læra af? Staðarval þjóðarspítalans á Hringbraut.

Varla líður sá dagur að ég velti ekki fyrir mér hvað réð eiginlega för hjá ráðamönnum upp úr aldarmótunum síðustu og þegar svo lokaákvörðunin var tekin á Alþingi 2014 að nýi þjóðarspítalinn skildi reistur á Hringbrautarlóðinni. Allir vildu góðan nýjan þjóðarspítala enda sá gamli að úreldast og starfsemin komin í ótal byggingar um allt höfuðborgarsvæðið. Menn vildu samt ekki sokkinn kostnað sem slagar uppi sjálfan byggingakostnaðinn eins og hann var áætlaður í upphafi, vegna skipulags- og hönnunargalla eingöngu og löngu mætti sjá fyrir með kolvitlausu staðarvali m.a.

Miklu hagkvæmari kostir voru í boði og sjá má enn betur í dag sem sparað hefði getað tugi milljarða króna í lægri afleiddum kostnaði  tengt góðu aðgengi sjúklinga og starfsfólks að væntanlegu spítalasvæði.

Um aldarmótin síðustu mátti vissulega skilja rökin um sameiningu spítala LSH á einn stað í hagræðingarskyni og sem var sparnaður sem metinn var um 2 milljarða króna á ári. Hringbrautin var nefnd sem heppilegasti staðurinn og þar sem samþætta mætti not eldra háskólasjúkrahúss. Eins háskólaumhverfið í Vatnsmýrinni. Hugmyndirnar voru samt alltaf nærri hugmyndum um staðarvalið heillri öld áður, n.t.t. 1903 og þegar ákveðið var að reisa gamla Landspítalann á  bestu forsendum og borgarskipulags þess tíma. Nú á grafarbakka nýja Landspítalagrunnsins og samkvæmt borgarskipulagi sem helst má finna í milljónaborgum og þar sem ný landsvæði eru mjæg af skornum skammti.

Umferðarálagið var reyndar metið ásættanlegt fyrir Hringbrautarvalinu um aldarmótin síðustu, jafnvel þótt meirihluti íbúðabyggðar lægi mikið austar á höfuðborgarsvæðinu. Reykjavíkurflugvöllur var einnig föst forsenda staðarvalsins, nátengt sjúkraflugi  frá öllu landinu. Allt sem fyrirliggjandi borgarskipulag gerði ráð fyrir (AR 2002-2021). Aðrir kostir komu þó sterklega til greina og sem margir töldu betri kost en Hringbrautin, þegar horft var til lengri framtíðar. T.d. Fossvogurinn á Borgarspítalalóðinni (nú Landspítalalóð í Fossvogi) og áður en byggðin umhverfis fór að þrengja að. Þar voru meðal annars frábærar  aðstæður fyrir sjúkraþyrluflug og sem sífellt vegur þyngra. Einu mikilvægasta þjónustuhlutverki aðal bráðasjúkrahúsi landsins að taka á móti.

Nálægðin við Vatnsmýrina og gamla háskólann réðu mestu að lokum. Eins ofuráhersla Reykjavíkurborgar að halda Landspítalanum á sínum stað á Hringbrautinni, sennilega fyrst og fremst vegna hræðslu að missa hann og stærsta vinnustað landsins frá sér til nágrannasveitafélaga. T.d. í Garðabæinn ef á Vífilstaðalóð og sem var talinn ágætis kostur eftir að þrengra var orðið um allt í Fossvoginum fyrir um áratug. Hugsun um hvað kæmi starfsemi þjóðarsjúkrahúss, sjúklingum og starfsfólki best, virtist skipti miklu minna máli.

Miklar og hraðari breytingar en menn áttu von á, urðu fljótt á meginforsendum Hringbrautarvalsins. Fyrst ber að nefna góðu umferðaaðgengi og svo nýjar hugmyndir um framtíðarstaðsetningu Reykjavíkurflugvallar og sem var staðfest með nýju aðalskipulagi Reykjavíkurborgar (AR 2010-2030). Skipulag sem lá fyrir þegar Alþingi samt tók ákvörðun sína   um byggingaframkvæmdina 2014.

Umferðaröngþveiti á álagstímum til miðborgarinnar í dag hafa þegar leitt til nýrrar áætlana á umfangsmiklum umferðamannvirkjagerðum fyrir á annað hundrað milljarða króna næstu tvo áratugina og sem ekki var gert ráð fyrir í fyrirliggjandi borgarskipulagi. Staðsetning þjóðarspítalans nýja skýrir að stórum hluta þessa auknu þörf, auk allt of mikillar þéttingar atvinnustarsemi og þjónustu hverskonar í miðbænum.

Það má segja að ákvörðunin 2014 á Alþingi sé fordæmalaus hvað varðar aukakostnað á opinberri framkvæmd á Íslandi og það áður en hún er í raun hafin. Röngum ákvörðunum sem teknar voru gegn betri vitund og þjóðarvilja og allar skoðanakannanir höfðu sýnt fram á.

Hringbrautarverkefnið er líka eitt skýrasta dæmi samtímasögunnar um hvað stjórnvöld leggja á sig til að halda upplýsingum um fyrirséða forsendubresti frá þjóð sinni. Líklega vegna fjárhagslegra sérhagsmuna. Einnig Reykjavíkurborgar sem lögðu ofuráherslu á staðarvalið á Hringbraut og lögðu endurtekið steina í götu hugmynda um nýtt staðarval. Eins hefur þátttaka sjálfs ríkisfjölmiðilsins, RÚV ohf. systurhlutafélags Nýja Landspítalans ohf. verið alla tíð forkastanleg og mótrök fyrir Hringbrautarstaðarvali endalaust þögguð niður. Málið var auk þess flækt í hnút á Alþingi vegna þverpólitískrar samstöðu hreppapólitíkunarinnar um hvað og hver lofaði hverjum.

Í dag strax við upphaf framkvæmdanna á Hringbraut og sem tekur næstu 5-10 ár að ljúka, má þannig augljóslega sjá fyrstu reiknisskekkjuna og sem nemur í raun tugprósentum af heildarreiknisdæminu öllu fyrir ríkið. Kostnaðinn við að laga aðgangshindranirnar og sem hefðu þar að auki átt að vera lokið áður en byggingaframkvæmdirnar sjálfar hæfust á Hringbraut, svo sem Miklubrautina í stokk.

Síðasta starvalsnefnd ríkisins benti einmitt á þetta skilyrði með bætt aðgengi að þjóðarspítalanum í áliti sínu 2008, áður en framkvæmdir hæfust. Óháðu samtökin SBSBS sem unnu eingöngu að því takmarki að velja þjóðarspítalanum besta og hagkvæmasta stað, hafa ítrekað þessi atriði í tæpan áratug. Að forsendu góðs aðgengis yrði að uppfylla og þá einnig með tilheyrandi afleiddum kostnaði ef af yrði að byggja á Hringbrautarlóðinni. Forsendur sem voru hins vegar afskrifaðar á Alþingi 2014 eins og áður sagði og KPMG jafnvel fengið ári síðar að leggja fram kostnaðaráætlun á Hringbrautarframkvæmdunum án þarfar á frekari umferðamannvirkjagerð 2015!!.

Eins hafa SBSBS bent á marga aðra ókosti að velja Hringbrautarlóðina fyrir nýtt þjóðarsjúkrahús og sem væntanlega koma fram eitt af öðru á næstu árum. Eins var bent á mikilvægi græðandi spítalaumhverfis, opinna og náttúruvænra svæða og þar sem mengun hverskonar væri í lágmarki og loftgæði eins og best yrði á kosið, bæði fyrir sjúklinga og starfsmenn.

Gagnrýni SBSBS hafa ekki síður snúist hagkvæmni byggingaframkvæmdanna sjálfra, en þó sérstaklega vanáætlaðan kostnað vegna endurnýjunar eldra húsnæðis (um 60.000 fm2 þar sem áætlaður var um 115.000 kr á fm2) og hagkvæma samþættingu eldri húsa við Meðferðarkjarnann nýja og rannsóknahúsið (80.000 fm2, áætlaður nýbyggingakostnaður 500.000 á fm2). Mismunur útreikninga á heildarkostnaði Nýs Landspítala á Hringbrautarlóð og ef byggt hefði verið á besta stað á opnu og góðu svæði t.d. í Keldnalandinu sem mest er rætt um að skipuleggja mætti í dag sem besta kost (Vífilstaðahugmyndin útbrunnin sennilega vegna nýs skipulags þar og framkvæmda) spannar tugi, ef hundrað milljarða króna. Nokkur Vaðlaheiðagöng þar og þar sem nýta mætti fjármagnið frekar í samgönguáætlun ríkisstjórnarinnar og ef peningarnir eru svona mikið á lausu.

Óverulegar tafir hefðu þurft að vera á að nýr spítali risi á besta stað miðað við á Hringbraut, kannski í versta falli 2-3 ár vegna undirbúningstíma og skipulagsvinnu (t.d. í Keldnalandinu), en síðan miklu hraðari byggingartíma á opnu og aðgengilegu byggingasvæði. Á móti kæmi líka lágmarks truflun á fyrirliggjandi starfsemi LSH og óhjákvæmilegum umferðarröskunum kringum gamla Landspítalann á byggingartímanum.

Þegar hefur sýnt sig að gamli Borgarspítalinn – LSH í Fossvogi tekur á sig auknar skyldur í allri bráðaþjónustu frá því framkvæmdirnar hófust á Hringbraut og áformin þar um enn meiri á komandi árum. Hjartagáttin er flutt að hluta og jafnvel áform um flutning göngudeildar geðdeildarinnar á Hringbraut. Öldrunarþjónusta þar að auki stóraukin á Landakoti og Vífilstaðaspítala og ekki er séð fram á úrlausn fráflæðisvanda bráðamóttökunnar næstu árin, jafnvel allt þar til nýr spítali verður reistur og jafnvel mikið lengur.

Rökin að seinkun nýbyggingar á nýjum stað hafi ráðið mestu um staðarvalið á Hringbraut standast heldur ekki. Hægt hefði verið að leysa fráflæðisvandann, mesta vanda Landspítalans sem riðlað hefur almennri starfsemi hvað mest, þ.á.m. bráðastarfseminni á BMT í Fossvogi, með viðbótarbyggingu t.d. í Fossvogi og með eflingu starfsmannahalds, einkum hjúkrunarfræðinga þar sem ýmsar deildir standa auk þess hálf lokaðar í dag (40-60 rúm).

Annar alger forsendubrestur fyrir Hringbrautarstaðarvalinu á komandi árum er ef Reykjavíkurflugvöllur verður látinn fara eins og borgin vill. Reyndar strax um svipað leiti og Hringbrautarframkvæmdum á að vera lokið. Sjúkraflug eru hátt í 1000 á ári, flest til Landspítalans. Þar af eru um 200 þyrlusjúkraflug, flest til BMT í Fossvogi. Í áætlunum Nýs Landspítala frá 2012 er samt aðeins gert ráð fyrir lendingu sjúkraþyrla á þyrlupalli á 5 hæð nýja spítalans í “algjörri neyð” og að fjöldi slíkra lendinga sé innan við 10 árlega!!!

Flugmálaeftirlitið varaði strax 2011 við mjög svo takmörkuðum aðflugsskilyrðum og skorti á opnum svæðum til nauðlendinga í aðflugi að spítalanum. Eftir að leyfið var samt gefið fyrir þyrlupallinn með skilyrðum um að hann yrði aðeins notaður fyrir öflugustu þyrlur LHG, hefur enn þrengt að og eina áður opna aðflugssvæðinu yfir gömlu neyðarbrautina svokölluðu og Valslóðina, ekki lengur fyrir hendi. Hver ætlar í dag að bera ábirgð á ófullnægjandi öryggiskröfum á mikilvægasta framtíðarlendingarstað landsins og þegar neyðin kallar mest á?

Öll þessi ofantöldu atriði hefur ekki mátt ræða opinberlega í ríkisfjölmiðlinum RÚV ohf. Framkvæmd sem getur orðið þjóðinni og heilbrigðiskerfinu þungur millusteinn, samanborið ef skynsamlega hefði verið að málum staðið. Hagræði látið liggja í fyrirrúmu, án þöggunar á réttsýna gagnrýni. Hvernig eiga stjórnmálin á Íslandi að þroskast og að spornað sé gegn sérhagsmunagæslu hverskonar og að hún jafnvel ráði för í stærstu ákvörðunum þjóðarinnar. Sérhagsmunagæsla sem virðast virðist hafa getað tengt anga sína víða. Jafnvel milli óskyldra opinberra hlutafélaga (ohf).

Að öllu þessu sögðu, vonar maður auðvitað samt það besta. Heilbrigðiskerfið á ekkert annað skilið. Fjárlög til byggingar þjóðarspítalans eru eyrnamerkt í sömu lögum og til reksturs heilbrigðiskerfisins. Því er afar mikilvægt að fjármunir til málaflokksins nýtist sem best, en ekki í tugprósentavís sem sokkinn kostnaður vegna óskynsamlegra byggingaákvarðana ríkisins sjálfs.

Flokkar: Bloggar · Dægurmál · heilbrigðismál · Lífstíll · Stjórnmál og samfélag · útivist

Höfundur

Vilhjálmur Ari Arason
Höfundur er heimilislæknir (1991) en starfar nú á Slysa- og bráðamóttöku LSH. Doktorspróf frá Læknadeild HÍ 2006 og klínískur dósent við Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins frá 2009 - 2015. Sérstaklega annt um gott og réttlátt heilbrigðiskerfi og skynsamlega notkun lyfja. Hef átt sæti í Sóttvarnaráði sem fulltrúi LÍ, skipaður af heilbrigðisráðherra árið 2013 og 2017.
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn