Færslur fyrir júlí, 2009

Fimmtudagur 30.07 2009 - 18:26

Til hamingju, Ísland

Til hamingju, Ísland, söng Silvía Nótt  – í fullkominni 2007-sannfæringu um að eigin frami jafngilti þjóðarheill. Nú ættu hinir hatrömmu andstæðingar samninganna um Icesave-málið að syngja fyrir okkur svipaðan söng – því þeir hafa vissulega unnið góðan áfangasigur. Tafir við að gera út um Icesave valda því að endurreisnin dregst, krónan fellur, fjárfestar halda að sér höndum, kröfuhafar […]

Fimmtudagur 30.07 2009 - 09:59

Hneykslið á Hjarðarhaganum

Sjónvarpið komst í feitt í gær: Jóhanna Sigurðardóttir er komin í frí! Meðan Róm brennur! Fríið fer að vísu fram ekki langt frá stjórnstöðinni, nefnilega heima hjá sér á Hjarðarhaganum, og Jóhanna er daglega á fundum um brýn úrlausnarefni – en leyfir sér þó að vera í fríi – og þarmeð ekki í viðtölum við […]

Sunnudagur 26.07 2009 - 21:47

Finnum út hvað hann meinar

Mikið skil ég Sigríði Ingibjörgu Ingadóttur að spyrja um framhald á ráðherradómi Jóns Bjarnasonar eftir yfirlýsingar hans í dag. Reyndar talaði hann líka þannig um stuðningsmenn ESB-aðildar um daginn að maður skilur ekki hvað hann er yfirhöfuð að gera í ríkisstjórn með slíku fólki. Að sinni er spurningin sem Jón þarf að svara þó ekki […]

Föstudagur 24.07 2009 - 10:12

En hvað viljið þið gera?

Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins hefur lýst yfir andstöðu Sjálfstæðisflokksins við Icesave-samningana. Í gær var lína formannsins sú að samninganefndin hefði samið af sér. Í Sjónvarpsfréttum vildi hann samt engu svara um það hvað Sjálfstæðisflokkurinn vildi gera í málinu: Bjarni: Við munum aldrei fallast á þessa samninga einsog þeir liggja fyrir þinginu óbreyttir. Jóhanna Vigdís: Hvað […]

Fimmtudagur 23.07 2009 - 09:50

Glæpur Verhagens

Óvinur Íslands númer eitt heitir núna Maxime Jacques Marcel Verhagen og er utanríkisráðherra í Hollandi. Það sem herra Verhagen vann til óhelgi sér var að tilkynna blaðamönnum að Hollendingar yrðu tregir í samningataumi um Evrópusambandsaðild Íslendinga ef Icesave-málið yrði ekki klárað. Þar með gerði hann það sem ekki má: Að tengja Icesave við aðra þætti […]

Miðvikudagur 22.07 2009 - 14:25

En hvað segir Árni Matt?

Þjarkið um Icesave hefur nú færst inn á vettvang lögfræðinga í fullnusturétti – sérfræðinga í gjaldþrotum – og við hin stöndum eiginlega bara og horfum á. Fyrst kom Ragnar Hall, svo Eiríkur Tómasson, síðan Ástráður Haraldsson og Ása Ólafsdóttir, Eiríkur aftur í morgun, og þessar skylmingar hljóta að halda áfram næstu daga. Viðurkennt skal að á […]

Mánudagur 20.07 2009 - 14:43

Góðar fréttir

Einhverntíma hefðu manni ekki fundist það féleg tíðindi að tveir af þremur helstu bönkum Íslendinga væru á leiðinni í erlenda meirihlutaeigu. Lengi skal manninn reyna … Góðar fréttir af bönkum … en þetta eru sannarlega góðar fréttir, að erlendir kröfuhafar gangi líklega til samninga um að breyta kröfum sínum í hlut og eignist meirihluta í […]

Fimmtudagur 16.07 2009 - 14:24

Það tókst!

Það var naumt – en það tókst! einsog Dóra segir í barnasjónvarpinu. Naumt um tillögu Bjarna og Þorgerðar, en þegar þingmenn hættu að deila um form og þurftu að taka afstöðu til málsins sjálfs voru tölurnar aðrar, enda er veruleg samstaða um umsókn bæði meðal stjórnmálamanna og í þjóðarsálinni. Nú verður farið strax af stað, […]

Miðvikudagur 15.07 2009 - 09:28

Venjulegur stjórnmálaflokkur í venjulegri stjórnarandstöðu

Hvað er meira gamaldags í pólitík en að taka eitt mál í gíslingu til að ná fram vilja sínum í öðru máli? Og hvað er meiri hentistefna í pólitík en að finna sér á nokkrum dögum tylliástæður til að skipta um margyfirlýsta afstöðu í stórmáli til að koma andstæðingum sínum illa og vekja á sér […]

Laugardagur 11.07 2009 - 13:53

Fyrsta orðið

Þjóðin á ekki bara að hafa síðasta orðið um Evrópusambandsaðild, heldur líka fyrsta orðið, segir Ásmundur Einar Daðason alþingismaður. Já – og það orð var upp kveðið í alþingiskosningunum 25. apríl þegar skapaðist tvennskonar meirihluti á alþingi, meirihluti norrænu velferðarstjórnarinnar annarsvegar og hinsvegar meirihluti þeirra flokka sem höfðu á stefnuskrá sinni að sækja um aðild […]

Höfundur

Mörður Árnason
sjálfstætt-starfandi íslenskufræðingur og stjórnmálamaður. Netfang: mordurarna@gmail.com. Vinir velkomnir á Fb.:
www.facebook.com/mordurarna.
RSS straumur: RSS straumur