Færslur fyrir maí, 2010

Fimmtudagur 20.05 2010 - 06:58

Suður-Ameríkuvæðing Íslands

Suður-Ameríka hefur löngum haft orð á sér fyrir óviðráðanlegar skuldir, gríðarlega spillingu, pólitískan óstöðuleika og hræðslu við útlendinga og erlendar fjárfestingar.  Skandinavía er hins vegar þekkt fyrir ráðdeild, heiðarleika, pólitískan stöðuleika og sjálfsöryggi í samstarfi við erlenda aðila. Í dag, á Ísland fátt sameiginlegt með hinum Norðurlöndunum nema fortíðina, nútíðin er Suður-Ameríka.  Spurningin er hvað með […]

Miðvikudagur 19.05 2010 - 10:33

ENRON og Ísland: sama hegðunarmynstur

Það er alltaf að koma betur í ljós hvað hrunið á Íslandi á margt sameiginlegt með Enron.  Sérstakur þáttur sem er vert að skoða er ákvarðanataka innan íslensks samfélags.  Hún minnin á margt um vinnubrögðin hjá Enron og rökin sem liggja henni til grundvallar eru þau sömu. Eitt sem Jeff Skilling, fyrrum forstjóri Enrons sem enn […]

Mánudagur 17.05 2010 - 14:20

Ríkið í útrás með tóman kassa?

VG virðast vilja ríkið í útrás og bregðast við eins og gamlir útrásarvíkingar sem misstu af draumadíl.  Allt er á sömu bókina lært.  Útrás ríkisins á að vera upp á gamla mátann, kassinn tómur og allt á lánum. Hvernig hugðust Steingrímur og Ögmundur borga fyrir hlut HS Orku?  Með því að skera enn meira niður […]

Mánudagur 17.05 2010 - 09:52

Að skattleggja sig til hagsældar

Egill Helgason skrifar hér á Eyjunni um hugmyndir Ólafs Reynis Guðmundsonar um að skattleggja álverin og ferðamenn til að stoppa í fjárlagagat ríkisins.  Hugmyndin hljómar vel en gæti reynst hættuleg og sett slæmt fordæmi. Margir telja að álverin þoli hærra raforkuverð vegna þess að það sé svo lágt án þess að taka heilstætt á hagnaðarútreikningi […]

Laugardagur 15.05 2010 - 09:24

Uppsagnir eða launalækkun?

Nú er komið í ljós sem margir vissu að skattahækkanir eru ekki að skila í kassann því sem búist var við.  Engin þjóð getur skattlagt sig inn í hagsæld. Vinstri stjórn S og VG boðar nú niðurskurð upp á 50 ma kr.  Þessi upphæð stendur undir launakostnaði u.þ.b. 5000 ríkisstarfsmanna eða um það bil fjórðungs […]

Föstudagur 14.05 2010 - 23:26

Sá yðar sem syndlaus er …

Heimur Biblíunnar hefur sífellt verið að fjarlægjast heimi nútímamannsins hér á landi en með hruninu hefur Biblían og hennar boðskapur öðlast nýja og ferska merkingu ef svo er hægt að komast að orði.  Hrunið hefur afhjúpað grunnhvatir og gildi sem margir héldu að væru gleymd og grafin.  Reiðin, heiftin og dómharkan virðist lítið breytt frá […]

Fimmtudagur 13.05 2010 - 09:37

OR orðin að vogunarsjóði

OR státar sig að góðri afkomu á fyrsta ársfjórðungi upp á kr. 7.2 ma.  En hvaðan kemur þessi hagnaður?  Kíkjum á málið. Rekstrartekjur af orkusölu eru kr. 7.4 ma en tekjur af fjármálastarfsemi eru kr. 8.8 ma.  M.ö.o. mest af tekjum og yfir 75% af hagnaði  OR kemur frá fjármálabraski, ekki orkusölu. Rekstur OR byggist […]

Þriðjudagur 11.05 2010 - 22:24

Seðlabankinn og Kaupþing

Stærð og umfang Kaupþingsmálsins virðist verða af stærðargráðu sem fáir hafa getað gert sér grein fyrir.  Maður er hreint agndofa. Stóra spurningin er, á hvaða forsendum báðu Kaupþingsmenn um 80 ma kr. lán frá Seðlabankanum.  Í hvað átti þetta lán að fara og hvaða eftirlit hafði Seðlabankinn með þessu láni?  Hvaða gögn lagði Kaupþing fram […]

Mánudagur 10.05 2010 - 20:13

Lítið land þarf ekki fleiri en 6 ráðuneyti

Fámennt land eins og Ísland þarf eingöngu 6 ráðherra. Þannig væri hægt að gera ráðuneytin stærri, faglegri og ódýrari. Hugsa verður málið upp á nýtt og gleyma núverandi skipulagi. Hér er ein tillaga: Forsætisráðherra Utanríkisráðherra Fjármálaráðherra Innanríkisráðherra Atvinnu- og efnahagsmálaráðherra Velferðamálaráðherra Það eru auðvita til margar aðrar tillögur, en stjórnarráðið verður að setja gott fordæmi […]

Mánudagur 10.05 2010 - 15:15

Dómgreinarlaus Hæstiréttur?

Magnús Guðmundsson hefur kært gæsluvarðhaldsúrskurð til Hæstaréttar. Lögmaður hans, Karl Axelsson, er tengdur Jóni Steinari hæstaréttadómara enda unnu þeir saman á sömu lögmannsstofu samkvæmt frétt í DV. Þetta er ansi óheppilegt en sem betur fer sitja fleiri en 3 dómarar í Hæstarétti svo auðvelt ætti að vera að koma í veg fyrir hagsmunaárekstra í svona […]

Höfundur

Andri Geir Arinbjarnarson
Höfundur er verkfræðingur.
RSS straumur: RSS straumur