Færslur fyrir maí, 2010

Mánudagur 10.05 2010 - 09:15

Niðurskurður: „eins dauði er annars brauð“

Ríkisstjórnin boðar nú niðurskurð sem er forsenda fyrir endurreisn einkageirans. Niðurskurður er nauðsynlegur til að vextir lækki og erlendir fjármálamarkaðir opnist. Niðurskurður er því miður eina afísingarefnið sem dugar á atvinnulífið í okkar stöðu. Spurningin er, treystir VG sér að standa í brúnni og stýra einum mesta niðurskurði í sögu landsins. Hugmyndafræðilega er það sjálfsmorð […]

Sunnudagur 09.05 2010 - 07:48

Sjálfstæði Seðlabankans fórnað

Seðlabanki Íslands er einhver mesta hrakfalla stofnun sem Íslendingar hafa átt.  Allt er þetta stjórnmálamönnum að kenna sem sjá Seðlabankann ekki sem hornstein nútíma hagkerfis heldur sem pólitískt bitbein og eftirlaunastofnun. Það er sorglegt að sjá hvernig sverðið hefur snúist í hendi Jóhönnu.  Hún kom Davíð út en fellur síðan í sömu gildru og hann.  […]

Laugardagur 08.05 2010 - 14:58

Gjaldmiðill og hagstjórn: Hvert á að halda?

Í framhaldi af síðustu færslu og umræðu um stöðu Íslands í gjaldmiðlamálum, freistast ég nú til að draga upp dálitla skematíska mynd af stöðunni.  Vonandi hjálpar hún við að aðgreina hinar mismunandi leiðir sem okkur standa til boða og útskýrir um leið hvað er líkt og ólíkt með Íslandi og Grikklandi. Spurningin er hvert á […]

Laugardagur 08.05 2010 - 10:47

Upptaka dollarans rökrétt

Núverandi kynslóð á Íslandi mun ekki sjá upptöku evru hér á landi jafnvel þó að við göngum í ESB innan nokkurra ára.  Í fyrsta lagi munum við ekki uppfylla Maastricht skilyrðin næstu 30-40 árin og í öðru lagi hafa Grikkir sett evrusamstarfið í uppnám og framtíð sameiginlegs gjaldmiðils í Evrópu er óviss í meira lagi. […]

Laugardagur 08.05 2010 - 06:55

Kaupþingsmenn feta í fótspor Guinness

Hér er blogg um markaðsmisnotkun sem ég skrifaði í október á síðasta ári.  Sagan endurtekur sig alltaf – eða hvað? ———– Eitt frægasta dómsmál um markaðsmisnotuð í Bretlandi var hið svokallaða „Guinness four“ málið þar sem fjórir stjórnendur Guinness voru dæmdir í fangelsi 1990 eftir að vera fundnir sekir um að „styrkja“ verð á hlutabréfum […]

Miðvikudagur 05.05 2010 - 07:44

Hin þýska húsmóðir

Angela Merkel, kanslari Þýskalands segir að Evrópa væri ekki í þessum skuldavanda ef fleiri Evrópubúar höguðu sér eins og þýsk húsmóðir.  Þýskar húsmæður lifa ekki um efni fram, þær halda stíft og örugg heimilisbókhald.  Þjóðverjar hafa óbeit á lánum og margir Þjóðverjar lifa allt sitt líf án þess að taka eitt einasta lán.  Stærsti hlutinn […]

Þriðjudagur 04.05 2010 - 12:55

Launastrúktúr ríkisins er skrípaleikur!

Lilja Mósesdóttir talar um markaðslaun og að menn þurfi að hækka og lækka í launum í takt við markaðslaun.  En hver eru þessi markaðslaun og hver reiknar þau út?  Eigum við óháða og sjálfstæða stofnun sem heldur utan um launakjör helstu stétta og birtir upplýsingar um markaðslaun reglulega?  Hvaða gögn styðst Kjararáð við þegar það […]

Þriðjudagur 04.05 2010 - 07:26

Rifist um þjórfé á Titanic

Alveg er umræðan á Íslandi kostuleg og smámunarleg.  Nú ætlar allt að verða vitlaust út af 400,000 kr launagreiðslum til Seðlabankastjóra á meðan algjör stöðnun ríkir í atvinnumálum landsmanna.  Hér eins og svo oft áður er tímanum varið í rifrildi um smáatriði á meðan hin raunverulegu málefni fá litla umfjöllun eða afgreiðslu.  Þetta eru einmitt […]

Mánudagur 03.05 2010 - 18:23

Ögmundur við sama heygarðshornið

Enn hneykslast Ögmundur yfir tilraunum til að fá erlenda fjárfesta hingað til lands, nú síðast yfir áformum Íslandsbanka að setja upp söluskrifstofu í New York.  Auðvita væri æskilegt að Íslendingar gætu virkjað sína orku sjálfir og stýrt fjárfestingum af eigi raun.  Til þess þurfum við gjaldeyri en nú fer allur gjaldeyrir okkar og gott betur […]

Sunnudagur 02.05 2010 - 11:52

Um höfuðstól og heilaga vexti

Þegar kreppa skellur á eru viðbrögðin í flestum löndum oftast þau að vextir eru lækkaðir til að auka greiðslugetu fyrirtækja og almennings og þar með örva hagkerfið aftur til lífs.  Alls staðar nema á Íslandi.  Nei, hér á landi fara menn alltaf einhverja Fjallabaksleið sem engum öðrum dytti í hug. Á Íslandi eru vextir heilagir […]

Höfundur

Andri Geir Arinbjarnarson
Höfundur er verkfræðingur.
RSS straumur: RSS straumur