Alveg er umræðan á Íslandi kostuleg og smámunarleg. Nú ætlar allt að verða vitlaust út af 400,000 kr launagreiðslum til Seðlabankastjóra á meðan algjör stöðnun ríkir í atvinnumálum landsmanna. Hér eins og svo oft áður er tímanum varið í rifrildi um smáatriði á meðan hin raunverulegu málefni fá litla umfjöllun eða afgreiðslu. Þetta eru einmitt vinnubrögðin sem leyfðu útrásarvíkingunum að haga sér eins og þeir vildu. Stóru málin eru svæfð á meðan fjölmiðlar og stjórnmálamenn halda almenningi upp á innihaldslausu snakki.
Það er nefnilega miklu auðveldara að lækka laun allra en að auka þjóðartekjur með gjaldeyrisskapandi atvinnuuppbyggingu.