Færslur fyrir desember, 2010

Fimmtudagur 30.12 2010 - 14:52

Fólk ársins: Steingrímur og Jóhanna!

Ég held mig enn við það að ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur sé ein sú besta sem við höfum haft lengi.  Ofaní allt rausið og nokkra heilaga anda yst á öðrum kantinum er henni að takast hægt og örugglega að mjaka okkur upp úr kreppunni.  Þessi einkunnagjöf mín hefur hins vegar farið fyrir brjóstið á mörgum sem […]

Sunnudagur 26.12 2010 - 11:49

Úr prédikun dagsins í Strandarkirkju!

,,Mér finnst að það hafi verið svona skilyrði eins og í dag  sem þeir hrepptu sjómennirnir sem byggðu þessa kirkju, myrkur, fimbulkuldi, rok, hríð eða rigning, ógnvænleg ölduhæð og hvert er síðasta ráðslag mannsins. Biðja Guð um hjálp.  Þegar ekkert virðist framundan nema hin kalda gröf.  Þegar smæð mannsins er átakanleg gagnvart hinum heljarþrungnu náttúruöflum.  Þá […]

Laugardagur 25.12 2010 - 12:02

Úr jólaprédikun í Hjallakirkju í Ölfusi

,,Hér ríkir ekki fátækt á Afríkanskan mælikvarða þar sem fólk borðar grauta mánuðum saman en hér er félagsleg fátækt. Fólk getur ekki veitt sér það sem það telur að það eigi að geta veitt sér á jólum og það telur að aðrir geti veitt sér og daglega horfir fólk í sjónvarpi á glæsilegan neysluheim.  Víða er […]

Fimmtudagur 23.12 2010 - 18:43

Jólakveðja

Sendi öllum vinum mínum og kunningjum firnagóðar jólakveðjur með þakklæti fyrir samskiptin á árinu sem er að líða og með von um farsæl samskipti á ári komanda Kv.  baldur

Miðvikudagur 22.12 2010 - 13:14

Skortur á virðingu fyrir börnum?

Sonur minn átta ára hefur farið í sund með vinum sínum allt þetta ár eða einn í sund eins og það er kallað.  Nú um áramótin ganga í gildi reglur sem kveða á um 10 ára aldursmark.  Skynsamlegt hjá Svandísi Svavarsdóttur – hún óttast það eins og ég að börnin fari sér að voða.  Frá […]

Þriðjudagur 21.12 2010 - 10:50

Leikskólakirkjuferð á aðventunni

Leikskólinn er að koma í Kirkjuheimsókn.  Að frumkvæði leikskólans. Þetta hefur gengið svona fyrir sig síðan ég kom hér. Leikskólinn kemur á aðventunni. Ég spjalla við krakkana í svona tuttugu mínútur, síðan syngjum við nokkur lög. Við kunnum marga sameiginlega söngva, mörg hafa verið í sunnudagaskólanum, önnur lög eru úr sameiginlegum jóla eða aðventuarfi þjóðarinnar.  […]

Mánudagur 20.12 2010 - 19:52

Þegar líður að jólum…..

 Það liggur við að ég verði trúaður þegar líður að jólum, barnatrúaður.  Trúi bæði á Jesú og jólasveinana.  Í þriðja bekk Grunnskólans í Þorlákshöfn eru menn á því að jólasveinarnir séu ekki til lengur en hafi verið til í gamla daga. Þeir, spekingarnir þar, eru ekkert farnir að velta fyrir sér Jesú.  Hann er ennþá […]

Sunnudagur 19.12 2010 - 11:48

Hugvekja í aðdraganda jóla!

Framarlega á aðventunni var ég viðstaddur í Skálholtsdómkirkju útför sómamanns,  Sigurðar Sigurðarsonar vígslubiskups og er það svo sem ekki í frásögu færandi þar sem Sigurður er látinn og ég þekkti hann nægilega vel til þess að bregða mér í Skálholt til að fylgja. Sigurður hafði bæði útlit, yfirbragð og menntun til að verða biskup og […]

Laugardagur 18.12 2010 - 11:35

Þið sem erfiði og þunga eru hlaðnir……

Ég hef í tvígang hrósað ríkisstjórninni sem ég tel að standi sig mjög vel við að vinna úr þeim ósköpum sem voru á borðum þegar hún tók við.  Sumir verða ofsareiðir og virðast á þeirri skoðun að ríkisstjórnin sé slæm.  Oft eru þetta ungmenni alin upp í ást á flokki og trúa því sem forustumenn […]

Föstudagur 17.12 2010 - 09:35

Ríkisstjórninni hrósað!

Enn skal ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur hrósað.  Það er mín skoðun að þessi ríkisstjórn eigi eftir að fara inn í söguna sem einhver sú albesta sem við höfum haft. Tekur við versta búi sem nokkur ríkisstjórn hefur tekið við. Hér stefnir nú allt í rétta átt. Atvinnuleysi minna en spáð var. Hagvöxtur meiri.  Skuldir minnka hraðar […]

Höfundur