Færslur fyrir júlí, 2011

Miðvikudagur 27.07 2011 - 11:39

Kynþáttafordómar í Evrópu!

Vek athygli á ársskýrslu ECRI sem kom í júní í endanlegu formi og kom í hendur mínar nýlega. ECRI er sú stofnun Evrópuráðsins sem fæst við kynþáttafordóma í ríkjum Evrópuráðsins sem eru 47 að tölu.  Ég hvet stjórnmálamenn og blaðamenn til thess að kynna sér efni skýrslunnar og brjótast út úr þeirri feimni sem ríkir […]

Þriðjudagur 26.07 2011 - 08:27

Heimskasti pabbinn!

Frábær grein Gudmundar Andra í Fréttabladinu í gær. Frábær ræda gegn kyntháttafordómum og afleidingum thess ef vid virdum ekki hvert annad sem manneskjur. Thessa grein ætti ad lesa upp og fara yfir í öllum skólum landsins í haust. Kennsla gegn kyntháttafordómum hefur verid í skötulíki. Heimskasti pabbinn fær óáreittur ad planta kyntháttafordómum í æskulyd hins […]

Mánudagur 25.07 2011 - 10:13

Tjáningafrelsi án skilyrða er marklaust!

Í tillögum stjórnlagaráðs sakna ég banns við hatursáróðri/ræðum.  Heimild til slíks á að vera í stjórnarskrá. Einnig þarf heimild til að banna félagasamtök sem hafa kynþáttahatur/ofbeldi á stefnuskrá sinni og vefsíður sem leyfa slíkt.  Þar þarf þverþjóðlegt samstarf.  Banna á prentun og útgáfu á efni sem elur á kynþáttahatri/ofbeldi.  Í þessum efnum ættum við að […]

Miðvikudagur 06.07 2011 - 10:30

Ekki þegja yfir kynferðislegu ofbeldi!

Líf Hjördísar Sveinbjörnsdóttur sem andaðist 1. Júlí 2009 var bæði harmsaga og gleðisaga.  Harmsaga vegna ömurlegra aðstæðna í æsku sem leiddu til andláts föður hennar og sárrar fátæktar móður með stóran barnahóp og svo vegna misþyrmingar sem hún varð fyrir og leiddi til þess að hún varð alltaf sem stórt barn.  Gleðisaga vegna þess að […]

Þriðjudagur 05.07 2011 - 11:07

Kynferðisglæpamaður eyðileggur líf – úr líkræðu!

Hún  andaðist á Heilbrigðisstofnun Suðurlands  ……….  Hún fæddist árið 1932 og var því á 78. aldurári er hún lést.  Foreldrar hennar voru ……. og hún fjórða í röð systkina. Hún er fædd við Vesturgötu í Reykjavík.  Af þessum systkinahópi lifa nú aðeins tvö elstu ……… Tvö systkini missti hún ung og einn bróðirinn drukknaði síðar.  […]

Mánudagur 04.07 2011 - 08:43

Örugglega Litháísk? Algjörlega!

Hugur okkar ætti svo sannarlega að vera hjá stúlkunni sem leyndi meðgöngu sinni og bar út barnið sitt.  Minnir svo sannarlega á fátækt og vonleysi fyrri alda á Íslandi –örvæntingafull stúlka sem setur hlutina ekki í rétt samhengi og sér ekki hvernig hún getur alið upp barn og fótað sig ein í nýju landi.  Var […]

Laugardagur 02.07 2011 - 11:52

Láta lofta um mygluna!

Málið er að svona lítil eining drepur sjálfa sig ef hún beinir ekki sjónum sínum út á við og sér sjálfa sig í samhengi við hinn stóra heim.  Umræðan verður eins og mygla í vaskafati.  Og í hverri félagseiningu ná þeir yfirhöndinni sem dýrka félagseininguna mest í orði.  Þeir ná yfirhöndinni sem sjá óvini hennar í hverju horni.  […]

Föstudagur 01.07 2011 - 16:58

Tillögur stjórnlagaráðs of ítarlegar?

Það sem ég óttast við tillögur Stjórnlagaráðs er að þær verði of háleitar, ítarlegar og flóknar.  Það verði of mikið af út af fyrir sig dýrmætum útfærslum sem efasemdarmenn munu hengja hatt sinn á.  Menn verða að gæta að list hins mögulega í þessum efnum sem öðrum.  Sterk öfl  í þessu samfélagi munu berjast grimmt […]

Höfundur