Mánudagur 25.07.2011 - 10:13 - Lokað fyrir ummæli

Tjáningafrelsi án skilyrða er marklaust!

Í tillögum stjórnlagaráðs sakna ég banns við hatursáróðri/ræðum.  Heimild til slíks á að vera í stjórnarskrá. Einnig þarf heimild til að banna félagasamtök sem hafa kynþáttahatur/ofbeldi á stefnuskrá sinni og vefsíður sem leyfa slíkt.  Þar þarf þverþjóðlegt samstarf.  Banna á prentun og útgáfu á efni sem elur á kynþáttahatri/ofbeldi.  Í þessum efnum ættum við að ganga í smiðju til Þjóðverja.  Nýjustu hörmulegir atburðir í Noregi ættu að verða til þess að menn litu til ráðlegginga Evróðuráðsins, í mynd ECRI, í þessum efnum.

Annars votta ég Norðmönnum mína dýpstu samúð og sendi vinum mínum þar sérstakar samúðarkveðjur.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (13)

Höfundur