Mánudagur 06.03.2017 - 15:40 - Lokað fyrir ummæli

Enn meira um ECRI, ECRI lll

Ég þakka Eyjunni fyrir að leifa mér að birta þennan þríleik um ECRI sem einnig er að finna á Facebook.  Með þessum lestri geta þeir sem vilja kynna sér hvernig liggur í málum orðið einhvers fróðari. Og svo geta konur og menn kynnt sér efnið á heimasíðu ECRI.http://www.coe.int/t/dghl/monitoring/ecri/default_en.asp

Einhverjir hafa verið að hnýta í starfsaðferðir ECRI, tala um andmælarétt t.d. sem ekki á við. Evrópuráðið í mynd ECRI í þessu tilfelli hefur aðeins ráðgefandi vald. ECRI byggir ráðleggingar sínar, sem fyrst og fremst eru til stjórnvalda, fyrst og fremst á Mannréttindasáttmála Evrópu og Mannréttindadómstól Evrópu. Enn látum ECRI sjálft lýsa starfsaðferðum sínum sem eru marg viðurkenndar af Ráðherranefnd Evrópuráðsins og öðrum stofnunum þess.
,,Eftirlit og landsvakt ECRI er samræmd og nær jafnt til allra aðildarríkja Evrópuráðsins.Skýrslur eru unnar á grundvelli greiningar á gögnum, heimsóknar til landsins sem um ræðir og trúnaðarsamræðna við viðkomandi stjórnvöld.Skýrslur ECRI byggja ekki á fyrirspurnum eða vitnisburðum. Um er að ræða greiningu á grundvelli mikils magns upplýsinga sem er safnað úr mörgum áttum. Við yfirferð skjala er notast við fjölda skráðra innlendra og alþjóðlegra heimilda. Heimsóknir til einstakra landa gera nefndinni kleift að hitta aðila sem skýrslan varðar beint (bæði opinbera og einkaaðila) í því skyni að afla nákvæmra upplýsinga. Í trúnaðarsamræðum milli nefndarinnar og viðkomandi stjórnvalda geta hin síðarnefndu, ef þau telja það nauðsynlegt, gert athugasemdir við skýrsludrögin í þeim tilgangi að leiðrétta staðreyndavillur sem þar er hugsanlega að finna. Að samræðunum loknum geta stjórnvöld, ef þau kjósa, óskað eftir því að sjónarmiðum þeirra verði gerð skil í viðauka við lokaskýrslu ECRI.Í skýrslum í fimmtu eftirlitslotu er áhersla lögð á fjögur atriði sem öll aðildarríkin eiga sammerkt: (1) löggjafarmál, (2) hatursorðræðu, (3) ofbeldi, (4) aðlögunarstefnur og ýmis málefni sem tengjast sérhverjum þessara þátta. Fylgt verður eftir sérstökum tillögum um framkvæmdir í kjölfar fjórðu eftirlitslotu sem enn eru ófrágengnar eða hafa ekki komið til framkvæmda.“

Flokkar: Óflokkað

«
»

Lokað fyrir ummæli.

Höfundur