Færslur fyrir janúar, 2012

Mánudagur 30.01 2012 - 09:34

Tekið undir með Lilju!

Það er rétt hjá Lilju Mósesdóttur.  Það er sanngirnishalli í Þjóðfélaginu.  Réttlætinu er áfátt.  Þeir sem sem áttu sitt í íbúðarhúsnæði sínu voru rændir í hruninu (eins og svo margir aðrir). Mikilvægt skref til réttlætis er að öll lán með veði í íbúðarhúsnæði verði skrúfuð niður um 15-20%.  Rök þeirra  sem þetta mæla eru sanngirnisrök.  Þessi aðgerð […]

Laugardagur 28.01 2012 - 17:37

Hálfguðinn Ólafur- þorir enginn í hann?

  Hvernig víkur því við að engin sæmilega hæf manneskja stígur fram í sviðsljósið, lýsir því yfir með þeim hætti að eftir verði  tekið að hún ætli að verða forseti Íslands.  Núverandi forseti hafi beðist undan því að vera áfram, hafi skilað eftirminnilegri forsetatíð og nú sé kominn tími fyrir nýja hugsun, nýja nálgun, nýja […]

Fimmtudagur 26.01 2012 - 11:37

Meinfýsi, illgirni og hatur vaknar upp!

Það er furðulegt þetta hatur, meinfýsi og illgirni sem vaknar upp í mönnum slysist maður til að mæla ESB bót.  Þessi umræða framkallar það versta í fólki sama hvort um er að ræða svokallaða háttsetta stjórnmálamenn eða illa skrifandi unglinga.  Þetta er furðulegt í ljósi þess að hver einasta þjóð sem þar hefur inn gengið telur hag […]

Miðvikudagur 25.01 2012 - 21:26

Íslenskir heilar eflast í ESB þátttöku!

Vegna samskipta við útlönd hafa framfarir orðið á Íslandi.  Þangað sækja menn menntun, reynslu, yfirsýn, læra vinnubrögð. Helstu nútímaleiðir eru háskólanám, tímabundnar atvinnuferðir og ferðir á ráðstefnur, þátttaka í nefndum og ráðum einkum í stjórnsýslu og vísindum. Þúsundir Íslendinga  öðlast nýja reynslu, ný sjónarhorn og kannski fyrst og síðast fá tímabundið nauðsynlega fjarlægð á land […]

Mánudagur 23.01 2012 - 20:05

Andskotans rugl er þetta!

Ekki hverfur óbragðið yfir afskiptum Alþingis af máli sem er komið fyrir dómstól. Því meira sem ég hugsa málið því betri finnst mér lagadómgreind Bjarna heitins Benediktssonar, Ólafs heitins Jóhannessonar og Gunnars heitins Schram og eftir því verri dómgreindin Róberts Spanó og þeirra Alþingismanna sem halda því blákalt fram að Alþingi geti sótt mál til […]

Laugardagur 21.01 2012 - 12:09

Skeyta hvorki um skömm né heiður

 Ef íslendingar hefðu næma réttlætiskennd eða væru menn réttlætis hefðu þeir kært úrslit leiksins gegn Slóvenum og ef þeirri kæru hefði verið verið vísað frá hefðu þeir átt að bjóða Norðmönnum sætið í milliriðli.  Með þeim hætti hefðu Íslendingar komið fram sem alvöruþjóð, sýnt af sér óvænta reisn.Vissulega voru það Slóvenar sem svindluðu á lokamínútum […]

Föstudagur 20.01 2012 - 15:01

Bjarni Ben. tapar umræðunni!

Ég horfi með hryllingi til elliáranna og eftir daginn ákveðinn í að fresta þeim sem lengst. Ég ákvað nefnilega að horfa á umræðuna um tillögu Bjarna Benediktssonar slïkt horf mun vera helsta iðja ellibelgja. Þó uppgötvar maður ýmislegt: Árni Þór er betri en maður hélt. Þór Saari er beittasti hnífurinn í skúffunni. Karlar leika aðalhlutverkið […]

Fimmtudagur 19.01 2012 - 11:34

Baráttan um biskupsstólinn!

Sigríður Guðmarsdóttir og Kristján Valur Ingólfsson hafa nú gefið kost á sér í biskupskjöri. Hvortveggja ákaflega hæfar manneskjur og vel menntaðar sem myndu valda embættinu vel.  Sigríður ætti að höfða til þeirra sem vilja (róttækar) breytingar á kirkju (og samfélagi) að mörgu leyti sömu hópa og vilja nýtt Ísland. Kristján Valur ætti að höfða fremur til […]

Miðvikudagur 18.01 2012 - 14:56

Sviflétt staðgöngurök alþingismanna!

Alþingismenn margir hverjir skauta heldur létt fram hjá siðferðilegum rökum í umræðum um staðgöngumæðrun.  Þeir beita svifléttum rökum eins og þeim að ,,þær“ hafi haft gaman að því að eiga börn og konur hafi alltaf gengið með börn fyrir aðrar konur, að staðgöngumóðir sé góðverkakona, að betra sé að vera staðgöngubarn en ,,ekki barn“.  Í […]

Þriðjudagur 17.01 2012 - 18:03

Ævilangt óuppgerður Geir!

  Var að lesa Ögmund. Sammála honum í því að vafasamt hafi verið að draga Geir einan fyrir Landsdóm. Ósammála því að Alþingi eigi að draga ákæruna til baka. Úr því sem komið er er bara ein leið fær: Að Landsdómur, sem er úrvalshópur lögspekinga, leggi  dóm á það hvort um ásetningafbrot eða andvaraleysi var […]

Höfundur