Mánudagur 23.01.2012 - 20:05 - Lokað fyrir ummæli

Andskotans rugl er þetta!

Ekki hverfur óbragðið yfir afskiptum Alþingis af máli sem er komið fyrir dómstól. Því meira sem ég hugsa málið því betri finnst mér lagadómgreind Bjarna heitins Benediktssonar, Ólafs heitins Jóhannessonar og Gunnars heitins Schram og eftir því verri dómgreindin Róberts Spanó og þeirra Alþingismanna sem halda því blákalt fram að Alþingi geti sótt mál til Landsdóms ef því sýnist  svo.

Setjum sem svo að Alþingi afgreiði mál til Landsdóms. Landsdómur  tekur málið fyrir og ákveður að kalla í vitnastúku hóp Alþingismanna. I staðinn fyrir að bera vitni gætu tilvonandi vitni tekið málið úr höndum dómaranna í þeim tilgangi  að fella það niður. Það ættu allir að sjá, líka Róbert Spanó, hvað það væri arfavitlaust.

Setjum sem svo að hinir ákærðu væru líka Alþingismenn  yrðu Alþingismenn aftur. Ekki þyrftu þeir að hafa áhyggjur. Samkvæmt lagaskilningi Spanó og meirihluta Alþingis tækju þeir málið einfaldlega úr höndum dómaranna.

Næst færum við þetta yfir á önnur mál til að jafnræðis sé gætt. Í kvöld stel ég brauði án áhættu. Eftir að mál mitt hefur verið dómtekið tek ég það einfaldlega úr höndum dómarans.

Andskotans rugl er þetta.

 

 

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (14)

  • Það er nú bara andskotans rugl að finna að því að þeir sem ákæri geti ekki dregið ákærur til baka. Hitt er annað mál að kannski ættu fleiri eða aðrir að geta ákært menn fyrir afglöp í starfi í ríkisstjórn en þeir sjálfir eða vinnufélagarnir.

    En þú kemur að ágætum punkti í röksemdafærslunni hjá þér, þar sem þú ert að tala um að næst geti menn stolið brauði án áhættu. Það virðist nefnilega svo að þeir sem stálu svo miklu að það setti efnahag landsins á hvolf þurfi litlar áhyggjur að hafa. Allur kæruleikurinn beinist að einum af þeim sem menn telja að hafi átt að verja landið fyrir þjófunum. Þú spilar með í þessum leik og tekur undir með þeim sem snúa glæpnum alveg á hvolf.

    Ef þú vilt slíkt réttarfar og það verður uppskera hrunsins þá þurfa glæpamenn ekki að hafa miklar áhyggjur hér. Það má gera ráð fyrir að þeir átti sig fljótt á að refsingar fyrir glæpi muni alfarið bitna á þeim sem eiga að verjast glæpunum, en ekki þeim sem fremja þá. Það hugsa ég að mörgum glæpamönnum finnist ágætt.

    Mér finnst þetta vera andskotans rugl.

  • Brjánn Guðjónsson

    Guðsmaðurinn sjálfur farinn að ákalla þann í neðra.

Höfundur