Færslur fyrir september, 2010

Þriðjudagur 28.09 2010 - 19:45

Alþingi fellur á prófinu!

Niðurstaðan var vonbrigði.  Tek undir með nafna mínum McQueen að Geir Haarde á eftir að standa keikur eftir, hvernig sem fer, því hann fær að standa fyrir sínu.  Hin ekki. Hvernig sem á málin er litið var þetta vond og ósanngjörn niðurstaða. Eðlilegast er, úr því sem komið var,  að öll fjögur hefðu fengið að […]

Mánudagur 27.09 2010 - 11:53

Þingmenn koma illa út!

,,Heimspekin er dauð, eðlisfræðin blívur“  segir Stephen Hawkings og satt er það að öll raunveruleg skref í vísindaþekkingu hafa komið frá eðlisfræðinni undanfarið.  Vonandi gera heimspekilegar bollaleggingar þó enn um sinn eitthvað gagn þó þær útskýri ekki tilurð heimsins og gang í bili a.m.k. Þingmenn koma ákaflega illa út í fjölmiðlum þessa dagana.  Siðfræðileg umræða […]

Sunnudagur 26.09 2010 - 14:51

Breytum fótboltanum!

Fótboltinn er orðinn of úthugsaður og um leið of harður og líkamlegur.  Leikmenn orðnir of massaðir.  Fínu, leiknu, lipru  mennirnir eru að hverfa.  Slíkir menn eru straujaðir niður.  (Nú er sigur Breiðabliks dæmi um hið gagnstæða-til hamingju Breiðablik). Einu sinni gátu menn meira að segja verið feitir og leiknir. Þá voru varnarmenn klunnalegir og latir og […]

Fimmtudagur 23.09 2010 - 18:52

Er Haraldur Benediktsson að bulla?

Ég er einn af þeim sem hefur reitt fram háfa milljón til þess að fá ljósleiðara í hús okkar hjóna að Svínafelli í Öræfum.  Þetta geri ég til þess að geta unnið á tölvuna mína og horft á sjónvarpið mitt.  Það er vitaskuld megnasta óréttlæti, misrétti að íbúar á þessu svæði þurfi að kosta svona […]

Miðvikudagur 22.09 2010 - 14:31

Kvennakúgun í boði stjórnvalda.

Nú veit ég ekki hvort að Jussanam de Silva varð fyrir ofbeldi en þetta kerfi er ólíðandi.  Ég skora á fyrstu vinstri stjórn lýðveldisins misheppnaða að beita sér fyrir breytingu á því. Í síðustu skýrslu sinni bendir Evrópuráðsnefndin um misrétti, ECRI, á það að þetta kerfi að konur af erlendum uppruna séu brottrækar úr landi ef þær […]

Þriðjudagur 21.09 2010 - 16:41

Ófullburða valdastétt!

Í fyrsta lagi þá á að setja helstu spekingana í svona nefnd, ekki ungu nýliðana (auk Atla).  Í öðru lagi þá á að fara eftir niðurstöðu nefndarinnar (þess vegna átti að setja í hana helstu spekingana).  Hún var sett upp til að marka leiðina.  Í þriðja lagi er hinn ófullkomni landsdómur enn einn vitnisburður um […]

Mánudagur 20.09 2010 - 21:48

Hin mengandi áhrif öfganna!

Víða í Evrópu hefur öfgaflokkum vaxið fiskur um hrygg undanfarinn áratug en nær alls staðar hefur dregið úr fylgi þeirra aftur. Uppgangur þeirra í Svíþjóð þarf því ekki að koma á óvart. Þar eins og víðast spila þeir inn á óttann við innflytjendur.  Afleiðingin er meiri úlfúð, tortryggni og óumburðarlyndi.  Í Svíþjóð eins og nær […]

Mánudagur 20.09 2010 - 15:56

Tími oratoranna liðinn!

Ég dáist að þingmönnum. Dag út og dag inn rökræða þeir. Að baki framsögum er yfirleitt mikil vinna og oft töluverð þekking.  Andsvörin bera oft ágætri greind vitni.   En yfirleitt eru þetta litlir pontukarlar og pontukonur. Hvers vegna má fólk ekki bara sitja í sætum sínum með míkrafón andspænis forseta sem dreifir orðheimildinni (aðeins einn […]

Mánudagur 20.09 2010 - 09:03

ECRI um Roma börnin!

Sjálfsagt og rétt er að mótmæla meðferð á Roma börnum þó ástandið sé tæpast jafn slæmt í Slóvakíu og annars staðar í Evrópu. Roma börn í Slóvakíu eru hlutfallslega fleirri í ,,special elementary schools for disabled children“ en önnur börn. Þetta á sér stað eiginlega alls staðar í mið-Evrópu. ECRI- eftirlitsnefnd Evrópuráðsins um rasisma setur […]

Föstudagur 17.09 2010 - 22:22

Óhuggulegur þankagangur hluta landsmanna.

Hreyfingin leggur til að Heimspeki verði sett inn í aðalnámskrá grunnskóla. Gott mál, en þetta þarf að skilgreina betur.  Fyrst og fremst þarf að kenna börnum meiri siðfræði og að þekkja rasisma og hvernig á að bregðast við honum. Óhuggulegur þankagangur hluta landsmanna kemur æ betur í ljós. Íslenskum stjórnvöldum hefur verið ráðlagt þetta en […]

Höfundur