Færslur fyrir október, 2010

Sunnudagur 31.10 2010 - 17:17

Snilldarverk Gamla Testamentið!

Gamla Testamentið er frábært safn bóka -39 rit frá ýmsum tímabilum. Margt misjafnt að finna þar en hreinar perlur inn á milli. Sagan af Jósef og bræðrum hans í 1. Mósebók er þar framarlega í flokki.  Snilli um góðæri, kreppu, föðurást, öfund, fyrirgefningu og ábyrgð.  Prédikarinn er líka frábært spekirit, Rutarbók, mögnuð ástarsaga, orðskviðir Salómons […]

Laugardagur 30.10 2010 - 11:57

Á verði gegn misrétti!

Þórðar Ingvarsson vekur athygli á grein minni um ECRI sem birtist á Smugunni á síðasta ári. Þar sem hún hefur ekki birst á eyjunni og ég vísa svolítið í þetta fyrirbrigði endurbirti ég greinina hér áhugafólki um mannréttindi til sálubótar. ,,Um miðja síðustu öld, upp úr stríðslokum, verður til margt það sem hefur gagnast okkur […]

Föstudagur 29.10 2010 - 17:32

Til varnar Halldóri Ásgrímssyni!

Hvað er verið að ráðst að Halldóri Ásgrímssyni?  Er hann meiri þrjótur en gerist og gengur? Starfaði hann ekki alltaf innan ramma laganna? Eltu Framsóknarmenn hann ekki um áratugaskeið eins og dáleiddar hænur?  Hefði ekki hvaða stjórnmálamaður sem er látið undan LÍÚ og komið kvótakerfinu á?  Urðu ekki allir að gjalti nálægt Davíð Oddssyni?  Er […]

Föstudagur 29.10 2010 - 10:52

Enn um trúarbrögð og skóla!

Þessi færsla er nú einkum fyrir þá sem vilja leggjast yfir það hvernig trúarbragðakennslu á að vera háttað samkvæmt Mannréttindadómstól Evrópu og ECRI (European Commission against Racism and Intolerance) sem er sá aðili innan Evrópuráðsins sem fæst við Rasisma og mismunun af þeim sökum m.a. mismunun vegna trúar. Svo vill til að undirritaður var í forsvari […]

Miðvikudagur 27.10 2010 - 17:30

Um presta og immana og herforingja!

Meðan lína herforingjanna réði í Tyrklandi þ.e.a.s. að ríkisvald skyldi vera algerlega hlutlaust þá var amast við því að immanar (islamskir prestar) gengdu trúarbragðakennslu.  Núverandi stjórnvöld undir forsæti Recep Tyyip Erdogan eru ekki eins hörð á línunni, þykja höll undir Islam. Þeir telja sig þó halda uppi hlutleysi en minnihlutatrúarhópar t.d. kristnir kvarta sáran. Tyrkir […]

Miðvikudagur 27.10 2010 - 11:20

Hin íslenska milliganga!

Mér finnst ekkert eins frábært og að horfa á NBA deildina á stóra flatskjánum sem ég keypti á útrásartímanum.  Í nótt horfði ég á Boston Celtics með Rondo, Ray Allen, Paul Pierce og Kevin Garnett auk hins viðkunnalega bangsa ShakO‘Neil.  Hann er nánast jafnaldri minn 38 ára gamall og var að byrja að spila þegar […]

Þriðjudagur 26.10 2010 - 19:29

Menntunarskortur byggðanna!

Nú hefur Læknafélag Íslands varað við bíladekkjagúmmíkurli á leikvöllum þar með sparkvöllum. Í því eru krabbameinsvaldandi efni. Ég var ásakaður fyrir það að sýna bæjarfélagið Þorlákshöfn í slæmu ljósi þegar ég vakti athygli á þessu fyrir nokkrum árum.  Þegar ég upplýsti bæjarfulltrúa um skaðsemi ljósabekkja var hlegið. Menntunarskortur er höfuðóvinur byggðanna.

Þriðjudagur 26.10 2010 - 13:58

Hent út í yztu myrkur!!

Í gær var mér hent út í yztu myrkur. Daginn áður opnaði ég tölvuskeyti frá að því er virtist  tveimur kærum vinum og hleypti þar með ógeðslegum ormi inn í tölvuna mína sem samstundis  sendi á vinalista minn í Facebook tilvísun á Youtube með orðunum: Ert þetta Þú? Kvöldið fór í það að útskýra og […]

Mánudagur 25.10 2010 - 17:35

Mannréttindaráð Reykjavíkur

Íslendingar eru aðilar að  Evrópusáttmálanum um Mannréttindi.  Hann tryggir hugsanafrelsi, samviskufrelsi og trúfrelsi (freedom of thought, conscience and religion) og öll mismunun í að njóta þessara réttinda eru bönnuð samkvæmt sáttmálanum (discrimination in the enjoyment of the rights and freedoms secured by the Convention).  Sams konar ákvæði eru í mannréttindasáttmála Sameinuðu Þjóðanna. Íslendingar búa við […]

Laugardagur 23.10 2010 - 10:08

Gunnar Jóhannesson um goðsögur og hlutleysi!

Ég hef ekki komist í að skrifa almennilega um hina nýju tilraun Mannréttindaráðs Reykjavíkurborgar að greina milli trúboðs og fræðslu. Mun þó gera það enda hef ég fjallað um það innan ECRI og í viðræðum við fræðsluyfirvöld viðkomandi ríkja hvernig þessu er fyrirkomið í einum tólf ríkjum Evrópu.  Þessi umræða hefur víðast hvar farið fram […]

Höfundur