Föstudagur 29.10.2010 - 10:52 - Lokað fyrir ummæli

Enn um trúarbrögð og skóla!

Þessi færsla er nú einkum fyrir þá sem vilja leggjast yfir það hvernig trúarbragðakennslu á að vera háttað samkvæmt Mannréttindadómstól Evrópu og ECRI (European Commission against Racism and Intolerance) sem er sá aðili innan Evrópuráðsins sem fæst við Rasisma og mismunun af þeim sökum m.a. mismunun vegna trúar. Svo vill til að undirritaður var í forsvari fyrir nefndinni sem fór til Noregs og lagði fram skýrsluna innan ECRI sem er 47 manna sérfræðingahópur, einn frá hverju ríki Evrópuráðsins. Niðurstaða ECRI á sinn þátt í að undirbyggja niðurstöðu dómstólsins og ECRI vinnur síðan áfram út frá niðurstöðu hans.

,,In its third report, ECRI examined the compulsory subject entitled “Christianity,Religions and Philosophy” and the system of exemptions from the corresponding course. It recommended that the religious education provided in schools reflect the religious diversity of Norwegian society and stressed that the predominance of one particular religion as a compulsory area of study be avoided. ECRI notes that since then, the European Court of Human Rights has found that the refusal to grant parents full exemption from the course resulted in a violation of Article 2 of Protocol No.1 (Right to Education) to the EuropeanConvention on Human Rights. The Norwegian authorities have reported that a number of changes have been made or proposed since ECRI’s third report and the Court’s judgment. These include proposals for change to the object clause of the Education Act. Furthermore, amendments have been adopted in the Education Act and in the curriculum of the subject (which is renamed Religion,Philosophies of life and Ethics), decreasing the relative weight of the teaching of Christianity and expanding the system of exemptions. ECRI also notes reports  according to which pupils exempted from the course are not always offered alternative instruction of equal value during school time.“

,,ECRI recommends that the Norwegian authorities ensure that the teaching of religion is in full compliance with the right to education protected by Article 2 of Protocol No.1 to the European Convention on Human Rights, in accordance with the case law of the European Court of Human Rights and with the guidelines provided in ECRI’s General Policy Recommendation No.10 on combating racism and racial discrimination in and through education. ECRIalso recommends that the Norwegian authorities ensure that alternative educational opportunities of equal value are made available for children whoare exempted from the course.“

Mál það sem vísað er til er:

,,European Court of Human Rights, Grand Chamber, Case of Folgerø and Others v. Norway (Application No. 15472/02), Strasbourg, 29 June 2007. Article 2 of Protocol 1 to the European Convention on Human Rights stipulates that “[n]o person shall be denied the right to education. In the exercise of any functions which it assumes in relation to education and to teaching, the State shall respect the right of parents to ensure such education and teaching in conformity with their own religious and philosophical convictions”.“

Í fljótu bragði sýnist mér að Íslendingar hafi þetta nokkuð á hreinu, eða hvað?

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (4)

  • Halla Sverrisdóttir

    Já, ég get verið sammála þér um það að Íslendingar hafa þokkalega skynsamlega námsskrá í kristnifræði og trúarbragðafræði, þótt ég kysi reyndar að börnin sætu ekki allan fyrsta bekk í kristnifræði án þess að minnst sé á önnur trúarbrögð (skv. þrepamarkmiði 1. bekkjar).
    En eitt í einu! Það er mikilvægt að efla trúarbragðafræði og fæstum (og sannarlega ekki Mannréttindaráði) hefur dottið í hug að leggja af kristnifræðikennslu, mér trúleysingjanum hefur fundist sannast á sjálfri mér að haldgóð þekking á helstu minnum og hugtökum úr Biblíunni er nauðsynleg undirstaða fyrir næstum allt framhaldsnám og ein af undirstöðum skilnings á menningarlegu samhengi okkar. Hins vegar þurfti ég að hafa talsvert fyrir því að afla mér þekkingar um önnur trúarbrögð, enda tíðkaðist ekki að kenna manni neitt um þau þegar ég gekk í grunnskóla. Það er mikil framför að slík fræðsla sé nú orðin hluti af aðalnámskrá og hlut hennar mætti gjarnan auka.
    Að mínu mati skiptir þó miklu máli hvernig hin kristnu fræði eru kennd og hvernig önnur trúarbrögð eru kynnt í samhengi við kristnina – eru þau kynnt sem frávik, sýnd í neikvæðu ljósi eða nefnd í framhjáhlaupi? Sé svo er það í skásta falli óbeint kristilegt trúboð. Eru sköpunarsagan og aðrar sögur Biblíunnar sagðar sem „sannar sögur“ sem „við“ trúum á eða sem dæmisögur sem eigi uppruna sinn í kristinni trú fyrri alda og séu í dag hluti af veruleikaskilningi sumra kristinna (en ekki allra)? Segir kennari í kristnifræðitíma við hóp barna, hóp sem kann að innihalda 1-2 börn aðfluttra foreldra með önnur trúarbrögð, börn trúlausra eða börn foreldra í t.d. Vottum Jehóva: Við höldum jólin vegna þess að …. ? Mér dettur ekki í hug að efast fyrirfram um fagmennsku og hlutleysi kristnifræðikennara, en það eru of mörg dæmi um að þeir hafi farið yfir mörk fræðslu og yfir í trúboð til að mér sé alveg rótt. Skýr skilgreining frá annars vegar FÉKKST og hins vegar Þjóðkirkjunni á því hvar þeir staðsetja mörk fræðslu og trúboðs í kristinfræði- og trúarbragðafræðikennslu væri mjög þarft innlegg í þessa umræðu.
    (Það verður hins vegar ekki til að auka traust mitt á virðingu íslenskra kristnifræðikennara fyrir trúleysi að þegar ég skoða vefsíðu FÉKKST er þar listi yfir hlekki með fræðsluefni um hin ýmsu trúarbrögð (sem er auðvitað afbragð) og einn í viðbót sem heitir „Aðrar lífsskoðanir“. Þegar ég smelli á þann hlekk birtist mér auð síða fyrir utan hlekk á grein sem heitir: » Fróðleikur um trúarleg stef og tengsl – Harry Potter! Nú eru að vísu fjölmörg börn ansi höll undir Harry, en ég efast stórlega um að nokkur foreldra þeirra myndu kannast við að hafa Potterisma að lífsskoðun :))

  • Af hverju í ósköpunum læra börn í fyrsta bekk grunnskóla, fimm og sex ára gömul, um sköpunarkenningar kristni?

    Ætti þetta ekki heima í áttunda eða níunda bekk grunnskólans?

  • Baldur Kristjánsson

    Þetta getur alveg verið rétt hjá þér Matti og það er ekki sama hvernig hún er kennd.
    Dóttir mín er í 1. bekk og segist ekki hafa lært neitt í Kristinfræði eða trúarbragðafræði. Í leikskóla lærði hún mörg lög sum þau sömu og í Sunnudagaskólanum. Sonur minn sem er í 3ja bekk fullyrðir að hann hafi lært goðafræði (sic) í fyrra. Hefur enga bók í trúfræði í ár en rekur minni til þess að eitthvað hafi kennarinn talað um Guð og þegar ég gekk á hann hélt hann kennarann hafa sagt að guð væri góður eða eitthvað svoleiðis. (Rétt er að taka það fram að hann hefur mjög góðan kennara).
    Ég sakna þess að sjá ekki almennilega úttekt á því hvað er kennt og hvernig í grunnskólanum. Ekki nenni ég því en mín tilfinning er sú að trúabragðafræði sé hálf hornreka sums staðar og að mikil vöntun sé á hvers kyns siðfræðikennslu. með mínum börnum fer ég í gegnum norskt námsefni sem ég keypti í Nóbelshúsinu í Osló. Kv. b

  • Jón Yngvi Jóhannsson

    Ég vakti athygli Fékkst á potterismanum fyrir löngu síðan, ég var satt að segja að vona að eitthvað hefði breyst síðan.
    Um svipað leyti var ég eitthvað að rexa í Námsgagnastofnun vegna þess að varla er minnst á þann möguleika í námsefni sem hún gefur út að til sé trúlaust fólk og það sé ekki með horn og hala. Ingólfur Steinsson, ritstjóri þar á bæ taldi af og frá að skrifa slíkt inn í námsefnið og bar fyrir sig að það væru ekki bein fyrirmæli um slíkt í námsskrá.
    Það er víða pottur brotinn í kristnifræði- og trúarbragðakennslu. Sem betur fer er meirihluti kennara víðsýnn og klár og lætur ekki námsskránna og námsefnið stýra sér hugsunarlaust, en eins og sjá má á heimasíðu Fékkst fá þeir kennarar sem vilja kynna trúleysi sem eina mögulega lífsskoðun við hlið trúarbragðanna ekki mikinn stuðning.

Höfundur