Færslur fyrir september, 2011

Mánudagur 26.09 2011 - 13:57

Páll og athygli trúðsins

Að kalla Pál Vilhjálmsson skoffín hefur margfaldað aðsókn að síðunni minni. Þannig virkar það hjá Páli Vilhjálmssyni. Auðvitað er Páll Vilhjálmsson ekki fífl eða kjáni og því síður afkvæmi refs og hunds kattar(leiðr. BK). Hann er beðinn afsökunar á orðfærinu. En svona orðfæri notar hann á aðra til að fá athygli, uppnefnir fólk og meiðir, ætlar […]

Mánudagur 26.09 2011 - 09:36

Skoffín í Silfrinu!

Ég vil þakka Agli Helgasyni að fá hana Vandönu Shivu í Silfrið í gær.  Hún fékk vonandi marga til að staðnæmast.  Svo voru frjálsu umræðurnar skemmtilegar nema ég veit ekki hvað Páll Vilhjálmsson var að gera þarna.  Hann er náttúrulega bara Skoffín sem ryðst fram með upphrópunum og sleggjudómum.

Föstudagur 23.09 2011 - 08:44

Nátttröllið í Kristskirkjunni!

Nátttröll eins og Friðrik Schram forstöðumaður íslensku Kristskirkjunnar verða að fá að vera til en þau eiga ekki að geta flaggað neins konar opinberum stimpli eða viðurkenningu.  Og þjóðkirkjan á annað hvort að fá löggildingu á hugtakinu prestur eða taka upp annað heiti á klerkdóminum.  Klerkar íslensku þjóðkirkjunnar hafa áttað sig á því grundvallaratriði eins […]

Fimmtudagur 22.09 2011 - 11:16

Mér finnst og ég vona……

Nýbúinn að skoða Sagrada Familia. Vissulega sérstök og mikil en fann ekki fyrir neinni sérstakri hrifningu. Var eiginlega betri ókláruð. Uppgötvaði töffarann Rúnar Þór Pétursson í gær þegar ég hlustaði á tónleika Megasar, Rúnars Þórs og Gylfa Ægis í sjónvarpi. Þetta er rokna töffari og saman þrír einstakir. Takk fyrir.  Andorra la verra er flottasta […]

Mánudagur 19.09 2011 - 11:08

Nauðungarbúðir ónýts gjaldmiðils!

Andorramenn hafa áhyggjur af fólksfækkun.  Færri vilja setjast þar að en áður vegna þess að landið er utan Evrópusambandsins og efnhagssvæðis Evrópu og íbúar þar geta af þeim sökum ekki flutt óhindrað milli landa í Evrópu.  Fólk vill því frekar búa á Spáni eða í Frakklandi.  Þannig væri Ísland Guðna Ágústssonar og Jóns Bjarnasonar, utan evrópska efnahagssvæðisins.  […]

Föstudagur 09.09 2011 - 11:11

Að eiga land…?

Þú greiðir nokkrar miljónir fyrir landskika og þú og þínir niðjar eiga hann í mörg hundruð milljón ár. Ef ekki væri fyrir þjóðlendulög sem margir þingmenn börðust gegn ættu einstaklingar þannig allt landið.  Virkar ógeðfellt en er ekki svo slæmt. Þetta er betri aðferð en að úthluta landi pólitískt þá ættu vildarvinir landið. Að eiga […]

Fimmtudagur 08.09 2011 - 10:48

Við erum ekki öll komin…..

Íslendingur er ekki ,,absalutt“ hugtak óháð tíma og rúmi. Við Íslendingar erum t.d. ekki  öll komin til landsins. Enn búa margir ,,okkar“ í Kína, Indlandi, Póllandi og annarsstaðar á hnettinum.  Komi þeir sem flestir þennegin að ,,við“ verðum fleiri og auðugri.  Við ættum að bjóða þá velkomna.  Svo fæðast vonandi margir líka.

Laugardagur 03.09 2011 - 16:43

Kristján Valur vígslubiskup!

Kristján Valur Ingólfsson veròur næsti vígslubiskup í Skálholti og er líklegur til aò valda thví embætti prŷòilega. Kristján er einn helsti ritúalisti kirkjunnar, reyndur prestur, vel látinn, hefòbundinn nokkuò en thó ekki pikkfastur. Thá er hann sálmaskáld og vel máli farinn, guòfræōingur góòur. Thá kann Krstjân Valur vel viò sig í Tungunum og Biskupstungnamenn vel […]

Höfundur